SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 42
42 25. júlí 2010 F ram til þessa hefur nafn Toms Cruise verið gulls ígildi í kvik- myndaheiminum og nefnt í sömu andrá og Leonardo Di Caprio, Tom Hanks, Johnny Depp, Brad Pitt og önnur slík stórtromp. Skyndilega er komin upp ný og óvænt staða og glæsi- legur ferill farinn að hiksta. Enginn efast um persónutöfra Cruise og ótvíræða hæfileika, sem hann hefur gnótt af þegar á þarf að halda. Nægir að nefna Color of Money, Magnolia, Mino- rity Report, The Last Samurai, Rain Man, ef menn velkjast í vafa um hæfileika einnar skærustu stjörnu samtímans. Cruise er vissulega kominn af tánings- árunum, orðinn 48 ára, en slíkur árafjöldi skaðar engan í Hollywood, þ.e.a.s. ef þú ert karlpeningur og ert forsjáll í hlut- verkavali. Cruise hefur verið vandfýsinn, heppinn og eftirsóttur og tengist mörg- um vinsælustu myndum síðustu áratuga. Eða allt frá því hann hitti í mark í Risky Business, árið 1983, sem var aðeins fjórða myndin hans og ferillinn einungis tveggja ára. Veðrabreytingar eru snöggar á stjörnu- himninum. Á meðal mest sóttu mynda Cruise eru þrjár spennumyndir, kenndar við Mission : Impossible, og nú er Para- mount að undirbúa þá fjórðu í þessum vinsæla bálki. Til skamms tíma kom ekk- ert annað til greina en að Cruise héldi að- alhlutverki spæjarans Ethans Hunt og Paramount-kvikmyndaverið hefur fullan hug á að svo verði áfram. En – þá kom harla óvænt babb í bátinn. Paramount fylgist þessa dagana grannt með gengi Knight and Day á heimsvísu, en þessi nýjasta mynd stjörnunnar kom illilega á óvart og brást í Vesturheimi, þar sem að- sóknin var langt undir væntingum. Heimsdreifingu var hins vegar frestað um nokkrar vikur sakir Heimsmeistara- keppninnar í fótbolta. Nú er henni ný- lokið (ef það hefur farið framhjá ein- hverjum) og þá er að sjá hvernig myndin spjarar sig á markaðnum utan Bandaríkj- anna. Paramount telur að þar verði hún að bæta um 200 milljónum dala í sarpinn til að Cruise missi ekki af gullnámunni. Þeir hjá Fox, sem framleiðir Knight and Day, eru fullir bjartsýni að hún geri gott betur utan landsteinanna því hún hefur flest það til að bera að verða ein af topp- myndum sumarsins; Spennandi, róm- antísk, fyndin og bæði vel gerð og leikin. Undarlegt hátterni Í millitíðinni leitar Cruise að nýjum hlut- verkum og bendir flest til þess að hann fari með aðalhlutverk í Paper Wings, sem er framleidd af Will Smith. Þá mun hann leika á næsta ári í kvikmyndagerð The Hardy Men, ásamt Ben Stiller, undir stjórn smellasmiðsins Shawns Levy. Eins og er bendir flest til að Cruise end- urtaki hlutverk sitt í M:I. IV., áður en hann fer á mála hjá Smith, en getuleysi Knight and Day á heimavelli hefur orðið til þess að Hollywood veltir nú vöngum yfir ástæðunni, sem vonlegt er. Hefur Cruise með undarlegu hátterni misst traust og langvarandi samband sitt við ameríska bíógesti? Þá hafa sumir skellt skuldinni að hluta til á mótleikara Cruise, leikkonuna Cameron Diaz, hún ekki talin nógu „heit“ lengur. Er tímasetning myndarinnar röng? Er markaðssetning- unni um að kenna að aðsóknartölurnar eru jafn slakar og raun ber vitni? Þegar þessar línur eru skrifaðar, hefur Knight and Day tekið inn litlar 67 milljónir dala vestan hafs á 24 dögum, til samanburðar hefur smellurinn The Twilight Saga: Ec- lipse, halað inn 255 milljónir á síðustu 17 dögum, svipaðar tölur hefðu talist ásætt- anlegar fyrir myndina hans Cruise. Fyrrum stjórnarmaður hjá Paramount bendir á að M:I-4 þurfi ekki að skaðast þó skipt verði um aðalleikara, a.m.k. heima fyrir. „Mission : Impossible er vöru- merki“, segir hann, „sem hafði ekkert af Tom Cruise að segja í upphafi.“ Það hefur verið bent á James Bond- bálkinn sem dæmi um að leikaraskipti í aðalhlutverkum þurfi engu að breyta að- sóknarlega og sömu sögu er að segja um hlutverk Jacks Ryan í kvikmyndagerðum bóka Toms Clancy. Þá má geta þess að Sony var hvergi bangið þegar þegar það lét Tobey Maguire róa fyrir lítt þekktan leikara fyrir skömmu, og Leðurblöku- maðurinn hefur gengið leikara á milli. Treysta á þátttöku Cruise Paramount vonar að handrit M:I-4 verði tilbúið næstu daga svo framleiðslan geti farið í gang fyrir árslok og myndin verði jólamynd fyrirtækisins að ári. Það hyggst komast af með mun lægri kostnað en fór í fyrri myndirnar, er að tala um litlar 140 milljónir dala (í stað 200+). Það bendir til þess að kvikmyndaverið treysti fyllilega á þátttöku Cruise – og að hann verði sann- gjarn þegar kemur að launamálum, alla vega þarf hann ekki að láta sig dreyma um 20 milljón dali í launaumslaginu, líkt og hann fékk fyrir M:I-3. Báðir aðilar vita sem er að myndin er honum mjög mikil- væg eftir dræmt en viðunandi gengi Valkyrie og núna síðast hrakfarir Knight and Day. „Allir munu leggjast á eitt til að hlut- irnir gangi“, lét einn af stjórnendum framleiðslufyrirtækis Cruise, „Cruise/ Wagner Production“, hafa eftir sér. Minnugur sprengingarinnar þegar Sum- mer Redstone, fyrrum eigandi Viacom, sem á m.a. Paramount Pictures, rak Cruise eftir M:I-3. „Við viljum forðast síðustu uppákomu.“ Kynningarfulltrúar Cruise vinna nú að því hörðum höndum að vernda orðstír skjólstæðings síns. Sambandið hefur ver- ið stirt á milli þeirra og Fox, sem skellti skuldinni á Tony Sela, markaðsstjóra kvikmyndaversins. Það dugði ekki til að lægja öldurnar Cruise-megin, þar sem aðstoðarstjórnarformanni Fox er kennt um ófarirnar á innanlandsmarkaðnum. Teymi Cruise bendir á að Valkyrie hafi gengið betur, erfið sölumynd í sam- anburð við kók og popp-myndina Knight and Day. Markaðsrannsóknir og -setning hafi verið hroðvirknisleg, m.a. sú ákvörðun að breyta ekki auglýsinga- plakatinu sem sýndi ekki andlit stjarn- anna, Cruise og Diaz. Þá gagnrýnir Cruise-teymið frumsýningardaginn, það telur sig fullvisst um að rétti tíminn hafi verið lok júlí, þegar farið var að snjóa yfir ungstjörnurnar, varúlfana og vampír- urnar í Eclipse-framhaldsmyndinni í The Twilight Saga-röðinni. Opnað var á Knight and Day í byrjun júlí og varð myndin að láta sér nægja þriðja sætið, á eftir Toy Story 3., og Grown Up. Stjórnendur Fox láta sér hvergi bregða, viðurkenna að vísu að ýmislegt hefði mátt betur fara í markaðssetningunni, annarri gagnrýni vísa þeir til föðurhús- anna. Cruise í essinu sínu í Mission Impossible. Reuters Er Tom Cruise að hrapa af toppnum? Slakt gengi nýjustu myndar stórstjörnunnar Toms Cruise setur langan og farsælan feril í uppnám. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Tom Cruise ásamt meðleikkonu sinni í Knight & Day, Cameron Diaz. Reuters Leikstjóri Oliver Stone. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Willem Dafoe, Tom Berenger. 144 mín. Bandaríkin 1989. Stórkostleg, áhrifamikil og vel leikin mynd um ævi Rons Kovic sem fór fullur föð- urlandsástar og hetjudýrkunar í Víetnamstríðið en kom þaðan bundinn við hjólastól. Brátt tóku hugmyndir hans um tilgang hernaðarins að breytast, honum fannst hann hafa verið blekktur til þess að styðja rangan málstað og fór að berjast með mótmælendum stríðsrekst- ursins en í bakgrunni eru þjóðfélagsbreytingar hippatímans. Eftirminnileg og kraftmikil ádeila og uppgjör við Víetnamtímabilið og kannski ekki síst virðingarvottur við þá sem sneru til baka. Stone er miskunnarlaus og óvæginn sem fyrr og Cruise hafði ekki leikið bet- ur í nokkurri mynd þegar hér var komið sögu. Sannar sig sem stórleikari með dýpt og innsæi. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík – Born on the Fourth of July ***** Til hamingju með daginn Tom Cruise í hlutverki Rons Kovic. Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.