SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 24
24 25. júlí 2010 U mferðarmengun hefur fyrst og fremst áhrif á öndunarfæri og lungu en einnig á líkamann í heild,“ segir Sigurður Þór Sig- urðarson lungnalæknir sem hefur skoðað heilsufarsleg áhrif mengunarinnar á fólk. „Þegar svifryksmengun er mikil þá finna þeir sem eru með astma, lungna- teppu eða öndunarfærasjúkdóma greini- lega fyrir versnun á sínum einkennum,“ segir hann. „Það kemur yfirleitt fram sem mæði og hósti og getur í mörgum tilvikum orðið mjög þungbært. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu á Íslandi sýna einnig að þegar svifryksmengunin er mikil eykst notkun á öndunarfæralyfjum sem bendir til þess að fólk finni virkilega mikið fyrir þessum einkennum og leiti til læknis í auknum mæli.“ Þá gefa erlendar rannsóknir til kynna að innlagnatíðni á sjúkrahús hækki þegar svifryksmyndun er mikil. „Það eru líka tengsl á milli svifryksmengunar og auk- innar tíðni dauðsfalla án þess að þar séu stórar tölur á ferð. Það eru því áhrif sem eru vart mælanleg í litlu samfélagi eins og á Íslandi.“ En hvað með áhrif á heilsu þeirra sem ekki eru veikir fyrir? „Það eru til góðar bandarískar rann- sóknir sem sýna fram á verri lungna- þroska barna sem alast upp í svif- ryksmengun,“ segir Sigurður. „Í nýlegri rannsókn var t.d. sýnt fram á að eftir því sem börn bjuggu nær hraðbrautum þar sem var mikil svifryksmengun seinkaði lungnaþroska þeirra og eftir því sem þau bjuggu fjær hraðbrautum þeim mun betri voru þau. Þannig að tengslin voru greini- leg. Það er síðan ekki alveg vitað hvað gerist ef börnin eru færð úr menguninni og í hreint loft – hvort þetta gangi til baka eða hvort skaðinn sé varanlegur. Áhrifin eru hins vegar til staðar og því má ætla að þegar börn alast upp í svifryksmengun frá unga aldri verði lungnavirkni eða önd- unargeta eitthvað skert til frambúðar.“ 100% fyrirbyggjanlegt Mengunin er ekki heldur holl fyrir full- orðna. „Ef einstaklingur sem hefur engan astma eða aðra undirliggjandi sjúkdóma verður fyrir mikilli svifryksmengun, finn- ur hann út af fyrir sig ekki neitt í bráð,“ segir Sigurður. „Til lengri tíma litið má hins vegar leiða líkur að því að mengunin geti valdið heilsufarsvandamálum. Mörg þeirra efnasambanda sem finnast í svifryki geta borist djúpt í lungun og valdið þar verulegum usla. Þetta er að vissu leyti sambærilegt við reykingar þótt þær séu margfalt verri.“ Hann segir niturdíoxíðmengun lykt- arlausa og lítt sjáanlega, a.m.k. í návígi. „Það er engin leið fyrir fólk að vara sig á þessu. Eina leiðin til að draga úr skaðleg- um áhrifum er því að minnka svif- ryksmengunina. Þótt sum mengunarefn- anna, s.s. niturdíoxíðefnin og brennisteinsefni, séu lofttegundir eru þau líka áföst svifryksögnunum og berast þannig niður í lungun.“ Annar skaðvaldur í svifryksmenguninni er óson en sýnt hef- ur verið fram á tengsl þess við versnun á hjarta- og æðasjúkdómum. „Hugsanlega eru einnig einhver tengsl við krabbamein þótt þau séu ekki mjög sterk. Þetta er eitt- hvað sem menn halda áfram að rannsaka og á eftir að koma betur í ljós á komandi árum.“ Sigurður segir þó mikilvægt að fólk átti sig á samhengi hlutanna, þegar kemur að svifryksmengun. „Það er til dæmis marg- falt verra að reykja en að verða fyrir svif- ryksmengun. Þetta er hins vegar áhyggju- efni sem er mikilvægt að stemma stigu við, ekki síst þar sem þetta er 100% fyr- irbyggjanlegt – ef það væri engin bílaum- ferð væri engin umferðarmengun. Auð- vitað er það ekki raunhæft en þó er ýmislegt hægt að gera. T.d. er hægt að banna nagladekk í Reykjavík enda engin ástæða til að hafa þau á höfuðborgarsvæð- inu. Sömuleiðis ætti að reyna að draga úr bílaumferð. Það er óskiljanlegt að það skuli ekki hafa verið gert og að almenn- ingssamgöngur séu ekki betri. Ef hægt er að draga úr umferðinni minnkar meng- unin samstundis.“ Aðspurður segist Sigurður ekki í vafa um að kostnaður samfélagsins af þeim lyfjum sem notuð eru vegna mengunar- innar sé mun meiri en kostar að grípa til ráðstafana til að draga úr menguninni. „En það þyrfti heilsuhagfræðing til að fara ofan í saumana á því.“ Ástandið klárlega heilsuspillandi Astma- og ofnæmissjúklingar grípa þó til fleiri úrræða en lyfja til að þrauka af í menguninni. „Ég hef ráðlagt fólki að flytja annað þótt ég geri mér grein fyrir að það er ekki alltaf hlaupið að því. Eins er astma– og lungnasjúklingum ráðlagt að halda sig innandyra á þeim dögum sem svifryksmengun er mjög mikil. Og ég myndi ekki ráðleggja neinum að fara hlaupatúr meðfram Miklubrautinni eða Kringlumýrarbrautinni, burtséð frá því hvort það er erfiður dagur eða hvort við- komandi sé frískur. Ástandið þar er klár- lega heilsuspillandi.“ Hann segir erfitt að segja til um hversu margir þjáist af þeim sjúkdómum sem umferðarmengun hefur mest áhrif á. „Lungnateppa er ein af fimm algengustu dánarorsökum í heiminum og fer vaxandi auk þess sem hún er mjög vangreind. Aukningin stafar fyrst og fremst af reyk- ingum en þessi sjúkdómur kemur ekki fram fyrr en eftir mörg ár. Núna erum við að horfa á afleiðingar reykinga frá 1970 til 1980 hvað varðar lungnateppu og lungna- krabbamein, en svifrykið hefur örugglega einhver áhrif líka.“ Þá glíma 5-10% fólks við astma að hans sögn. „Þeir verða margir fyrir áhrifum af slæmum loftgæðum. Þau geta líka haft áhrif á hjartasjúklinga svo gera má ráð fyrir að talsverður fjöldi fólks hafi einhver óþægindi af þessu. Auðvitað fer það eftir hvað fólk er slæmt hversu mikil áhrifin eru. Þeir sem eru með vægan astma eða væga lungnateppu geta hugsanlega verið úti þegar loftgæði eru slæm án þess að finna mjög mikið fyrir því. En þeim sem eru með svæsinn sjúkdóm líður örugglega mjög illa sömu daga.“ Talsverður fjöldi með óþægindi Sigurður Þór segir lungnaþroska barna sem alast upp við mengun verri en hjá öðrum. Morgunblaðið/Jakob L ög heimila ekki að heilbrigðisyfirvöld í borginni grípi til margra þeirra aðgerða, sem listaðar eru í viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykja- víkur um loftgæði. Nýtt frumvarp til umferð- arlaga sem liggur fyrir Alþingi gæti þó breytt þeirri stöðu. Í áætluninni er listi yfir „mögulegar skamm- tímaaðgerðir til að bæta inni- og útiloft“. Þrátt fyrir að loftgæði í borginni hafi í ár mælst undir heilsuverndar- mörkum mun oftar en heimilt er hafa mörg þessara úr- ræða aldrei verið reynd. Má þar nefna að loka götum og minnka hámarkshraða tímabundið og fleiri aðgerðir. Að sögn Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, sviðsstjóra Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur, er við- bragðsáætlunin sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. „Í raun er um að ræða ákveðið frumkvöðlastarf hjá Reykja- víkurborg. Okkar ákvörðun var að lista upp hvað hægt var að gera, bæði til að halda umræðunni vakandi og til að setja þrýsting á okkur sjálf. Margar þessara aðgerða eru hins vegar háðar breytingum á lögum – það skortir sumsé lagaheimild til að beita þeim en við höfum verið að vinna að því að fá slíkar heimildir í lög.“ Aðrar aðgerðir krefjast ekki lagabreytinga en eru þó háðar fleiru en einhliða ákvörðun borgarinnar, s.s. að gefa frítt í strætó þegar loftgæði eru lítil. „Þegar ég bjó úti í Washington var stundum svokallaður „Red Dot Day“ en þá var einfaldlega rauð húfa yfir gjaldbauknum í strætó þá daga sem loftgæði voru lítil. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem hægt væri að grípa til en hún er kostnaðarsöm og þarf því að skoðast vandlega með Strætó. Hugsanlega mætti prófa aðgerð sem þessa tíma- bundið og sjá hvaða árangri hún skilar.“ Hún segir þó ýmislegt hafa verið gert. „Við höfum t.a.m. markvisst lækkað leyfilegan umferðarhraða í borginni og þá sérstaklega í íbúðahverfum þótt við vild- um vissulega hafa heimild til að geta lækkað umferð- arhraða tímabundið þegar þörf er á þungum umferð- argötum. Aðrar aðgerðir eins og götuþvottur hafa skilað góðum árangri. Við höfum gert þær kröfur til verktaka að þvo dekk vinnutækja þegar þau fara út af fram- kvæmdasvæðum og þegar verið er að rífa niður bygg- ingar eru gerðar kröfur um rykbindingu. Þar fyrir utan vörum við alltaf við því ef von er á miklu svifryki og biðj- um þá fólk um að skilja bílinn eftir heima, taka frekar strætó eða labba eða hjóla. Við höfum ekki önnur úrræði til að stöðva eða draga úr umferð vegna loftgæða. Þetta er viðvarandi verkefni hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Ef mengun stefnir umfram heilsuverndarmörk er þriggja manna viðbragðsteymi kallað saman sem ákveður til hvaða aðgerða skuli grípa.“ Ellý segist binda vonir við nýtt frumvarp til umferðar- laga sem liggur fyrir Alþingi. „Við höfum skilað inn þremur umsögnum um þetta frumvarp þar sem við höf- um lagt áherslu á að koma inn skýrum ákvæðum sem styðja við vistvæna samgöngumáta og möguleika á að- gerðum. Okkur finnst hafa verið komið töluvert til móts við okkar athugasemdir í frumvarpinu og þannig er í því gefin heimild til gjaldskyldu vegna nagladekkja. Það skiptir miklu máli varðandi svifrykið. Sömuleiðis er komin inn heimild til að grípa til ákveðinna aðgerða ef loftgæði stefna að því að vera undir heilsuverndar- mörkum, þ.e. heimild til að takmarka hámarkshraða og takmarka umferð. Ég held að það sé aukinn skilningur á þessu enda hefur þetta verið mikið í umræðunni.“ Reglugerðin í endurskoðun Á meðan þær breytingar hafa ekki gengið í gegn segir Ellý hendur heilbrigðisyfirvalda borgarinnar bundnar að miklu leyti þegar kemur að því að tryggja að mengun fari ekki oftar yfir heilsuverndarmörk en reglugerð heimilar, sem er sjö sinnum á ári. „Þessi reglugerð er í deiglunni því sveitarfélög í Evrópu hafa kvartað mikið undan þess- um skilyrðum og telja þau ekki raunhæf. Í evrópskum borgum eins og í Reykjavík berst utanaðkomandi svif- ryksmengun til borganna sem þær geta ekki haft áhrif á. Við þekkjum hér í Reykjavík að mengun getur m.a. bor- ist hingað frá meginlandi Evrópu og svo auðvitað sandur og undanfarið einnig aska frá hálendinu. Okkar loftgæði eru mjög mikil borið saman við flestar evrópskar borgir, sem geta almennt ekki haldið í við þessa reglugerð. Ég veit að hún hefur því verið til endurskoðunar.“ Ellý bætir því við að Reykjavíkurborg hafi vaktað loft- gæði í borginni í tæpan áratug. „Við höfum lagt okkur fram um að upplýsa og fræða og ég tel að þessi vinna hafi skilað sér í aukinni þekkingu og meðvitund borgarbúa um loftgæði og áhrif þeirra á heilsu og mannlíf í borginni. Það er mjög mikilvægur áfangi því þrátt fyrir að borgin geti gripið til ákveðinna aðgerða til þess að draga úr mengun þá eru það fyrst og fremst íbúarnir sem hafa málið í hendi sér. Þeir ákveða hvaða ferðamáta þeir velja í borginni og ef þeir velja bílinn skiptir máli hvernig bíl þeir velja og hvernig þeir keyra. Það er mjög jákvætt að íbúasamtök eru farin að setja þessi mál á oddinn og við treystum á samstarf við þau í baráttunni við svifryk.“ Breytingar í farvatninu Ellý Katrín segir loftgæði fyrst og fremst í höndum íbúa. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.