SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 27
25. júlí 2010 27 Þ að er eiginlega til að æra óstöðugan að ætla að finna örfáar myndir frá ferli og lífi Ómars Ragnarssonar, sem leyfir les- endum SunnudagsMoggans að gægjast í myndaalbúmið sitt þessa helgina. Ómar er löngu þjóðkunnur fyrir fjölmörg hlut- verk sín, sem skemmtikraftur, fréttamaður, ökuþór, flugmaður, texta- og lagahöfundur, náttúruverndarsinni, dagskrárgerðarmaður og kvikmyndagerðamaður og eru þá ótalin hlutverk hans sem eiginmaður, faðir, sonur, bróðir og afi. Ómar Þorfinnur er fæddur 16. september árið 1940 í Reykjavík, sonur hjónanna Jónínu Rann- veigar Þorfinnsdóttur kennara og Ragnars Eð- varðssonar bakara en Ómar er elstur sex systk- ina. Kona Ómars til tæprar hálfrar aldar er Helga Jóhannsdóttir og eiga þau sjö börn. Barnabörnin eru 21 talsins. Ásamt foreldrunum Ragnari og Jónínu, bræðrunum Eðvarð og Jóni Rúnari og elstu systurinni Ólöfu. Síðar komu systurnar Guðlaug og Sigurlaug. Pínulítill með hermannahúfu, lík- ast til við stríðslok árið 1944. Sennilega jólin 1972. Sex af sjö börnum komin til sögunnar. Sextugsafmælið á Broadway: fremst f.v. eru Ómar, Örn, Þorfinnur og Ragnar. Fyrir aftan f.v. Iðunn, Alma, Lára og Jónína og öftust er Helga. Við undirbúning kosningavöku sjónvarpsins árið 1982. Fréttamaður á vettvangi við réttarhöldin vegna Geirfinnsmálsins. Með Þórhalli Sigurðssyni á Hótel Sögu í skemmtidagskrá sem kallaðist „Ómladdi, ómladda“ árið 1990. Í „skugganum“ af Frúnni í öskufalli á túni við Hvolsvöll í vor eftir að hafa fært flugvélina um set. Morgunblaðið/RAX Með Helgu í Grímsvötnum að taka heimildarmynd um svæð- ið en kvikmyndagerðin hefur verið í forgangi undanfarin ár. Ótal andlit Ómars Myndaalbúmið Ómar Ragnarsson hefur brugðið sér í hin ólíkustu hlutverk í gegnum tíðina og er hvergi af baki dottinn. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ómar hefur gert garðinn frægan sem uppi- standari og farið í fjölmargar skemmtiferðir um allt land, bæði með einum undirleikara og í stærri hópi, s.s. með Sumargleðinni á níunda áratugnum. Hann skapaði ímynd íslensku jóla- sveinanna hjá heilli kynslóð barna og tróð oft upp í gervi einhvers þeirra bræðra auk þess að syngja inn á hljómplötur í þeirra nafni. Hann gerði sjónvarpsþættina Stiklur þar sem hann kynnti bæði sérstakt fólk og náttúru fyrir landanum. Þá hefur hann verið iðinn við að ná lifandi myndum af eldgosum og öðrum náttúru- hamförum í gegn um áranna rás og var daglegur gestur á skjám landsmanna sem fréttamaður og íþróttafréttamaður um árabil. Undanfarin ár hefur hann verið hvað þekkt- astur fyrir baráttu sína fyrir náttúru Íslands og verið öflugur í heimildamyndagerð tengdri virkj- anaáformum og hálendi Íslands. „Ég lánaði Spaugstofumönnum litla menntaskólabílinn minn þegar þeir voru að gera grín að forsetabílnum.“ Í pabbahlutverkinu með Ölmu litlu í ferð um landið á Frúnni. Nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.