SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 11
25. júlí 2010 11 Í vetur hafa margir stangveiðimenn af og til hist heima hver hjá öðr- um, sagt veiðisögur og hnýtt flug- ur. Þetta eru nokkurs konar karl- kyns saumaklúbbar því enn eru það mest karlar sem stunda þessa iðju þó svo að konum sem stunda stangveiði hafi fjölgað talsvert á undanförnum ár- um. Umræðan snýst ósjaldan um „töfrafluguna“, flugu sem enginn fiskur fær staðist. Það er nefnilega svo að eng- inn veit af hverju fiskurinn tekur „ákveðna“ flugu en snertir ekki við öðrum. Laxinn étur ekkert þegar hann er kominn í árnar en samt tekur hann agn eins og flugu. Oftar en ekki hefur veiðimaðurinn prófað allt fluguboxið án árangurs svo allt í einu setur hann réttu fluguna undir og eins og margir veiði- menn lýsa atburðarásinni „það varð eins og sprenging í hylnum, það varð allt vitlaust“ og veiðimaðurinn fær nokkra fiska í röð og allt á sömu flug- una. Ýmsar kenningar eru til um af hverju fiskurinn taki fremur eina flugu en aðr- ar. Þegar grannt er skoðað standast þessar kenningar ekki. Ég minnist þess að eitt sumarið voru flugur sem hnýttar voru á gull eða gyllta öngla taldar gjöf- ulustu flugurnar. Við vitum jú að stærð flugunnar og lögun skiptir máli, sumir sérfræðingar telja að litirnir skipti ekki máli því líklegar eru fiskar litblindir eða þá að þeir skynji liti á annan hátt en menn. Það er hinsvegar víst að oft borgar sig að setja undir minni flugur ef fiskurinn er tregur. Ég er persónulega þeirra trúar að það sem skipti mestu máli sé að veiðimaðurinn hafi mikla trú á þeirri flugu sem hann hnýtir á línuna. Þá skiptir veðrið miklu máli og vatnið í ánni og ýmis önnur atriði í náttúrunni. Ég minnist þess að eitt sinn var ég við silungsveiðar norður á Ströndum í ágætu veðri. Það var frekar milt, engin sól og smá-andvari, sem sagt frábært veiðiveður. Talsvert var af bleikju á ánni en hún tók ekki þrátt fyrir að ýmsar gerðir og tegundir af flugum hafi verið reyndar. Allt í einu breyttist veðrið, það hvessti og himinn óð í skýjum og sólin sýndi sig af og til. Ég setti á kúluhaus sem Hilmar Svavarsson hafði hnýtt og að mig minnir heitir Brjálaða Bína. Nafn flugurnar sannaði sig því það varð allt „brjálað“, bleikjan tók eins og ufsi. Ég reyndi ýmsar aðrar flugur en bleikjan vildi aðeins Brjáluðu Bínu. Það er nefni- lega svo að það er ekkert svar við spurningunni sem brennur á vörum allra veiðimanna, nefnilega – hvers- vegna tekur fiskurinn þessa ákveðnu flugu fremur en allar aðrar í flugubox- inu? Þetta er eitt af hinum dásamlegu leyndarmálum náttúrunnar. Stundum er það hreint yndislegt að þurfa ekki að skilja alla hluti heldur aðeins að slaka á og njóta. Stangaveiðar eru frábært tóm- stundagaman sem hentar allir fjölskyld- unni og býður upp á frábæra útivist. Fluguveiðar eru eiginlega yoga, veiði- maðurinn kastar í sífellu, hann tengist náttúrunni á sérstakan hátt og hann skynjar náttúruna öðruvísi því hann er löngum stundum á sama stað og hann fer því að sjá ýmislegt sem hann tekur annars ekki eftir. Þegar fiskurinn svo allt í einu tekur vekur það ótal tilfinn- ingar í brjósti veiðimannsins, tilfinn- ingu sem ekki er hægt að lýsa með orð- um. Ísland er hrein paradís fyrir stang- veiðimenn, hér eru frábærar laxveiðiár og fjölmörg gjöful silungsvötn. Laxveið- ar eru dýrt tómstundagaman en það þurfa silungsveiðar ekki að vera. Í þjóð- lendum og á jörðum sem tilheyra ríkinu eru mörg góð veiðivötn og eftir að ríkið tók yfir bankana hefur það eignast enn fleiri jarðir. Ég geri það hér með að til- lögu minni að þessi vötn sem eru í þjóðlendum og í eign ríkisins verði gerð aðgengileg fólkinu í landinu og að al- menningur geti keypt veiðikort á hag- stæðu verði sem heimili fólki veiðar í þessum vötnum. Mörg ykkar muna eftir vísunni „Við biðum lengi lengi, uns leysti snjó af engi …“ Nú þurfum við stangveiðimenn ekki að bíða lengur heldur getum haldið til veiða og prófað flugurnar sem hnýttar voru í vetur, kanski leynist töfraflugan á meðal þeirra? Það skyldi þó ekki vera? Við biðum lengi, lengi … Stangveiði Sigmar B. Hauksson Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s Árkvörn 2 - 3ja herb. sérinng. og verönd Góð 63,7 fm íbúð á 1.hæð með sérinngangi og verönd. Íbúðin skiptist í and- dyri, baðherbergi, stofu, eldhús, herbergi og aukaherbergi innaf stofu. Íbúðin er vel stað- sett á rólegum stað á Ártúnsholtinu. V. 15,7 m. 5877 Sumarhús - skammt frá Vatna- skógi Fallegt 44 fm sumarhús á leigulóð. Húsið skiptist í anddyri, gang, tvö herbergi, baðherbergi og stofu með eldhúskrók. Kjarri vaxið land með útsýni. V. 9,8 m. 5878 Sumarhús við Þingvallavatn Ný- komið í sölu fallegt 59,1 fm sumarhús í Landi Nesja við Þingvallavatn. Húsið skiptist í for- stofu, baðherbergi, þrjú herbergi, svefnloft, stofur og eldhús. Verandir, heitur nuddpottur og glæsilegt útsýni. Eignarland. V. 35,0 m. 5865 Glæsilegt einlyft 208 fm einbýlis- hús með 43,3 fm stórum bílskúr. Húsið skiptist m.a. í 3 svefnher- bergi, stofu með kamínu, sól- stofu. o.fl. Mjög glæsilegur garður. Stórar svalir eru yfir bíl- skúr. Fagurt útsýni er yfir Foss- voginn og víðar. V. 45,9 m. 5758 Einbýlishús 283,0 fm á einni hæð. Húsið er á sjávarlóð til suðurs. Einstök staðsetning. Húsið er allt hið glæsilegasta. Húsið skiptist í: forstofugang, 4 herbergi, fataherbergi, tvö bað- herbergi, þvottaherbergi, stofu með arin, eldhús og sjónvarps- hol. Innbyggður 34,6 fm bílskúr. Verönd er til suðurs. V. 125,0 m. 5794 KÓPAVOGSBAKKI 10 - NÝTT GLÆSILEGT HÚS Fallegt og mikið endurnýjað 194,5 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr og grónum afgirtum garði með hellulögðum stéttum. 5870 STUÐLASEL - FALLEGT EINBÝLISHÚS Glæsilegt og vel staðsett 184,2 fm einbýlishús ásamt 51,6 fm bíl- skúr, samtals 235,8 fm Húsið er mikið endurnýjað að innan og með góða tengingu við skjólgóð- an og gróinn suðurgarð með timburverönd og heitum potti. V. 44,5 m. 5836 MARARGRUND 10 - MJÖG GOTT HÚS Einstaklega vandað og glæsilegt 306 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er innst í botnlangagötu. Ekkert var til sparað í innréttingar og tæki. Mikið útsýni er frá báðum hæðum til vesturs yfir borgina. 2,8 metra lofthæð er á neðri hæð og 3,3 metrar á efri hæð. Eign í algjörum sérflokki. V. 146,0 m. 5832 GNITAKÓR - EINBÝLI Í SÉRFLOKKI HÚSNÆÐI ÓSKAST Einbýlshús í Vesturborginni óskast. Æskileg stærð 400-500 fm Traustur kaupandi óskar eftir 400-500 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði. Húseign í nágrenni Landakotstúns óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm húseign sem næst Landakotstúni, staðgreiðsla í boði. Einbýlishús í Smáíbúðahverfi eða Gerðunum óskast. Óskum eftir góðu einbýlishúsi á ofangreindum svæðum. Æskileg stærð 250-300 fm, a.m.k. 5 herbergi og stofur. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. KÁRSNESBRAUT - GLÆSILEG EIGN Álfhólsvegur - glæsilegt útsýni. 134,2 fm efri hæð í þríbýlishúsi við Álfhóls- veg í Kópavogi. Bílskúr 23,8 fm Mjög góður útsýnisstaður. Hús klætt að utan á þrjár hliðar. Endurnýjaðar ofnalagnir og ofnar ásamt eldhúsi. Laus strax, lyklar á skrifstofu. V. 28,9 m. 5815 Laugarnesvegur - gott verð Vel skipulögð 4ra herb.99,7 fm íbúð á 1.hæð. Íbúðin skiptist í stóra forstofu, gang, stofu, borðstofu, eldhús, baðh. tvö svefnherbergi og mögulegt er að stúka herbergi af forstofu sem er mjög rúmgóð. Einnig er mögulegt að loka borðstofunni og útbúa svefnherbergi þar. V. 17,9 m. 5859
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.