SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 20
20 25. júlí 2010 Þ ótt svifryk og önnur umferð- armengun varði fleiri borgarbúa en íbúa Hlíðanna hafa þeir verið óþreytandi við að halda á lofti alls kyns rannsóknum, reglugerðum og upplýsingum til að varpa ljósi á hvílíkur skaðvaldur mengunin er. Ekki að ástæðulausu. Þungar umferð- aræðar skera Hlíðarnar á þrjá vegu – Miklubrautin, Kringlumýrarbrautin og Bústaðavegur – svo mesta áhrifasvæði mengunarinnar nær yfir bróðurpart hverfisins. Það er því ekki að undra að meng- unarmál hafi verið meðal þess sem brann á fólki þegar íbúar Hlíða, Holta og Norð- urmýrar gengu til stofnfundar íbúa- samtaka sinna í október árið 2005. „Þetta snertir verulega lífgæði okkar sem búum í hverfinu,“ segir Hilmar Sigurðsson, sem var formaður samtakanna frá upphafi og þar til nýlega, en sjálfur býr hann í Skafta- hlíð við Miklubraut. Íbúasamtökin komust m.a. á snoðir um að til væri reglugerð sem kvæði á um hversu oft á ári mæligildi svifryks í lofti mætti fara yfir svokölluð heilsufarsmörk í Reykjavík. Reglugerðin var innleidd árið 2002 og gerði ráð fyrir nokkuð löngum aðlögunartíma, en frá og með í ár mega mæligildin ekki fara oft- ar en sjö sinnum yfir heilsufarsmörkin. „Um síðustu mánaðamót var svifrykið í Reykjavík bú- ið að fara 19 sinnum yfir mörkin á árinu,“ segir Hilmar. „Og við erum bara komin sex mánuði inn í árið. Nú veit enginn hverjar lokatölurnar verða en líkurnar eru að þetta gerist á bilinu 25–29 sinnum í ár.“ Vissulega hafa aðstæður verið óvenju- legar og segir Hilmar að um fimm af þess- um 19 skiptum megi rekja til öskufjúks frá Eyjafjallajökli. „Eftir situr að mengunin hefur verið 14 sinnum yfir mörkum af öðrum sökum.“ Hann útskýrir að sjaldgæft sé að svif- ryksmengun fari yfir heilsufarsmörk á sumrin. „Þegar komið er inn í vetrartím- ann fer það að gerast oftar eftir því sem fleiri fara á nagladekk. Í desember er mengunin farin að fara reglulega yfir þessi mörk. Vegna þessa höfum við aldrei verið nálægt þessum sjö skiptum, heldur hefur þetta alltaf verið mun oftar.“ Svifrykið er mælt á tveimur föstum stöðum í Reykjavík: í Húsdýragarðinum þar sem aðstæður eiga að vera hvað bestar Hraðskreiðir naglar í lofti Fréttaskýring Reglugerð sem kveður á um að svif- ryksmengun í Reykjavík megi ekki fara oftar en sjö sinnum á ári yfir heilsufarsmörk er þverbrotin en í ár hefur það þegar gerst 19 sinnum. Og í hvert skipti dregur hressilega úr lífsgæðum íbúa borgarinnar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Mæligildi svifryks í borginni fer reglulega yfir heilsufars- mörk yfir vetrartímann. Hilmar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.