SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Qupperneq 20
20 25. júlí 2010
Þ
ótt svifryk og önnur umferð-
armengun varði fleiri borgarbúa
en íbúa Hlíðanna hafa þeir verið
óþreytandi við að halda á lofti
alls kyns rannsóknum, reglugerðum og
upplýsingum til að varpa ljósi á hvílíkur
skaðvaldur mengunin er.
Ekki að ástæðulausu. Þungar umferð-
aræðar skera Hlíðarnar á þrjá vegu –
Miklubrautin, Kringlumýrarbrautin og
Bústaðavegur – svo mesta áhrifasvæði
mengunarinnar nær yfir bróðurpart
hverfisins.
Það er því ekki að undra að meng-
unarmál hafi verið meðal þess sem brann á
fólki þegar íbúar Hlíða, Holta og Norð-
urmýrar gengu til stofnfundar íbúa-
samtaka sinna í október árið 2005. „Þetta
snertir verulega lífgæði okkar sem búum í
hverfinu,“ segir Hilmar Sigurðsson, sem
var formaður samtakanna frá upphafi og
þar til nýlega, en sjálfur býr hann í Skafta-
hlíð við Miklubraut.
Íbúasamtökin komust m.a. á snoðir um
að til væri reglugerð sem kvæði á um
hversu oft á ári mæligildi svifryks í lofti
mætti fara yfir svokölluð heilsufarsmörk í
Reykjavík. Reglugerðin var innleidd árið
2002 og gerði ráð fyrir nokkuð löngum
aðlögunartíma, en frá og með í ár mega
mæligildin ekki fara oft-
ar en sjö sinnum yfir
heilsufarsmörkin. „Um
síðustu mánaðamót var
svifrykið í Reykjavík bú-
ið að fara 19 sinnum yfir
mörkin á árinu,“ segir
Hilmar. „Og við erum
bara komin sex mánuði
inn í árið. Nú veit enginn
hverjar lokatölurnar verða en líkurnar eru
að þetta gerist á bilinu 25–29 sinnum í ár.“
Vissulega hafa aðstæður verið óvenju-
legar og segir Hilmar að um fimm af þess-
um 19 skiptum megi rekja til öskufjúks frá
Eyjafjallajökli. „Eftir situr að mengunin
hefur verið 14 sinnum yfir mörkum af
öðrum sökum.“
Hann útskýrir að sjaldgæft sé að svif-
ryksmengun fari yfir heilsufarsmörk á
sumrin. „Þegar komið er inn í vetrartím-
ann fer það að gerast oftar eftir því sem
fleiri fara á nagladekk. Í desember er
mengunin farin að fara reglulega yfir þessi
mörk. Vegna þessa höfum við aldrei verið
nálægt þessum sjö skiptum, heldur hefur
þetta alltaf verið mun oftar.“
Svifrykið er mælt á tveimur föstum
stöðum í Reykjavík: í Húsdýragarðinum
þar sem aðstæður eiga að vera hvað bestar
Hraðskreiðir
naglar í lofti
Fréttaskýring
Reglugerð sem kveður á um að svif-
ryksmengun í Reykjavík megi ekki fara oftar
en sjö sinnum á ári yfir heilsufarsmörk er
þverbrotin en í ár hefur það þegar gerst 19
sinnum. Og í hvert skipti dregur hressilega
úr lífsgæðum íbúa borgarinnar.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Mæligildi svifryks í borginni
fer reglulega yfir heilsufars-
mörk yfir vetrartímann.
Hilmar Sigurðsson