SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 38
38 25. júlí 2010 J ökulsárlón er náttúruundur á heimsmælikvarða. Mjög sérstakt í jarðfræðilegu tilliti, nálægðin við sjóinn er stór þáttur í því og gerir Jökulsárlón frábrugðið öllum öðrum jök- ullónum á Íslandi. Það er miklu meiri hreyfing á öllu heldur en í minni lónum sem eru við nánast hvern einasta skrið- jökul. Þar við bætist allt lífið, sérstaklega yfir sumarið. Þá er ég að tala um selina, fuglana og alla fiskgengdina. Svæðið er sí- breytilegt og alltaf nýtt. Maður getur eig- inlega ekki annað en látið heillast.“ Það er Þorvarður Árnason, ljósmyndari og forstöðumaður Fræðaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, sem hefur orðið, en í vikunni gaf bókaútgáfan Opna út fyrstu ljósmyndabók hans, Jökulsárlón – Árið um kring. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna fylgdist Þorvarður grannt með lóninu í heilt ár í öllum sínum fjölbreyti- leika. „Þetta var konseptið sem ég lagði upp með. Enda þótt ég vissi að fallegt væri við lónið allt árið um kring óraði mig ekki fyr- ir því hvílík upplifun þetta ætti eftir að verða,“ segir höfundurinn en þetta mun jafnframt vera fyrsta bókin sem alfarið er helguð Jökulsárlóni. Ljúf kynni við veturinn Þorvarður, sem er doktor í umhverf- isfræðum, flutti austur á Höfn fyrir fjórum árum og hefur síðan kynnst Vetri konungi upp á nýtt. „Þegar ég bjó í Reykjavík hékk ég bara inni allan veturinn. Ég fékkst við rannsóknir í náttúrusiðfræði og fagurfræði en var í þeirri undarlegu aðstöðu að sitja öllum stundum fyrir aftan skrifborð. Þeg- ar ég flutti hingað austur byrjaði ég fyrst fyrir alvöru að upplifa veturinn á Íslandi. Það hafa verið ljúf kynni.“ Þorvarður hefur fengist við ljósmyndun með hléum í þrjá áratugi en hann er einnig menntaður kvikmyndagerðarmaður. „Ég hafði lítið verið að mynda síðustu árin á undan og var nánast hættur að taka lands- lagsmyndir. Fljótlega eftir að ég flutti austur festi ég hins vegar kaup á nýrri myndavél og endurfæddist eiginlega sem náttúruljósmyndari,“ segir hann. Veturinn spilaði þar stóra rullu. „Ég fann fljótt hvötina til að vera úti, nánast allar helgar. Það er sama hvernig viðrar, ég rýk alltaf út með vélina. Jöklarnir eru svo ofboðslega tærir og fallegir yfir vetr- artímann. Samspil sólar og jökla verður engu líkt á þeim árstíma, ekki síst við lón- ið. Ég get eiginlega ekki lýst því með orð- um, vísa bara í myndirnar.“ Í formála að bókinni kveðst Þorvarður vera svo heillaður af lóninu að hann sé eiginlega ekki mönnum sinnandi nema hann komist þangað að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum í mán- uði. Spurður út í þetta hlær hann við. „Það eru engar ýkjur. Það er orðið ástríða að vera úti, umvafinn magnaðri og síbreytilegri fegurð. Yfir vetrartímann er ég líka að mestu leyti einn á ferð, þannig að sam- bandið verður enn sterkara. Þetta hefur snert mig mjög djúpt og skiptir mig í dag gríðarlega miklu máli.“ Sem ljósmyndari hefur Þorvarður meiri áhuga á því að kafa dýpra á afmörkuðu svæði en að fleyta rjómann af öllu landinu. „Fyrir vikið er ég lítið að taka myndir utan Hornafjarðar. Mér finnst ég einfaldlega ekki tengjast öðrum svæðum með sama hætti enda þótt þau geti verið stórkostleg líka,“ segir Þorvarður sem er með annað verkefni í gangi um þessar mundir, inn við Hoffellsjökul. „Þar hef ég bæði verið að taka ljós- og kvikmyndir en ég hef und- anfarin tvö ár unnið að heimildarmynd um hopun jökulsins.“ Þorvarður er mjög ánægður með nýju bókina og þakklátur forleggjurum sínum, Sigurði Svavarssyni og Guðrúnu Magn- úsdóttur hjá Opnu, sem ákváðu að veðja á verkefnið. „Ég vil líka nota tækifærið til að þakka hönnuðinum, Líbu Ásgeirsdóttur, sem sá einnig um myndvinnslu og valdi myndirnar með mér. Samstarf okkar var mjög gott í alla staði.“ Á fjórum tungumálum Bókin kemur út á fjórum tungumálum, ís- lensku, ensku, frönsku og þýsku enda segir Þorvarður hana öðrum þræði hugs- aða sem minjagrip fyrir ferðamenn, sem sýna Jökulsárlóni sífellt meiri áhuga. Raunar gengur Þorvarður svo langt að segja að lónið sé orðið nokkurs konar táknmynd Íslands í augum umheimsins. Þorvarður hefur haft lónið út af fyrir sig yfir vetrarmánuðina. Verður hann ekki afbrýðisamur ef allt fyllist þar af fólki eftir útkomu bókarinnar? „Það er áhætta sem maður verður að taka,“ segir hann hlæjandi. „Það er krökt af fólki þarna á sumrin og löngu tímabært að fólk njóti lónsins líka að vetri til. Ég get ekki með góðri samvisku neitað fólki um það!“ Meira um ljósmyndir Þorvarðar á thorri.is. Umvafinn síbreytilegri fegurð Jökulsárlón – Árið um kring heitir ný ljósmynda- bók eftir Þorvarð Árnason. Staðurinn heillaði höfundinn gjörsamlega upp úr skónum og er hann í seinni tíð ekki mönnum sinnandi nema hann komist þangað tvisvar til þrisvar í mánuði. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Jöklarnir eru svo ofboðslega tærir og fal- legir yfir vetrartímann. Samspil sólar og jökla verður engu líkt á þeim árstíma, ekki síst við lónið. Ég get eiginlega ekki lýst því með orðum, vísa bara í myndirnar. Þorvarður Árnason Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.