SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 32
32 25. júlí 2010 V eitingarnar í Kaffismiðju Ís- lands eru bornar fram á stelli sem við könnumst flest við úr bernsku. Ekki ósvipað og heima hjá ömmu og afa. Húsmunirnir eru flestir frá miðbiki síðustu aldar og í einu horninu er forláta plötuspilari og ágætis plötusafn. Áhangendum Kaffi- smiðjunnar er sumsé velkomið að koma með sína uppáhaldsplötu og spila fyrir viðskiptavini. Bækur og útsaumaðar myndir skreyta veggina. Ekki er um það að villast að maður er kominn heim í hlað og bíður þess að krosssaumuð mynd með burstabæ blasi við manni. Áletrunin er kunnugleg; „Drottinn blessi heimilið“. Starfshópinn skipa eigendurnir, Sonja Grant og Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir. Auk þeirra standa vaktina þrír aðrir starfsmenn og ein „amma“ sem ljær kaffihúsinu notalegt yfirbragð. Við náð- um tali af öðrum eigenda Kaffismiðj- unnar, Ingibjörgu Jónu eða Immu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingi- björg sett mark sitt á kaffimenningu Ís- lendinga. Þessi 26 ára gamla kona lifir fyrir kaffið. Viðmót hennar er hlýlegt, í takt við það andrúmsloft sem ríkir á Kaffismiðjunni. Hún er það sem sumir myndu kjósa að kalla „þessi gamla sál“. Kaffið í aðalhlutverki „Má ekki bjóða þér kaffi?“ segir Ingi- björg sem minnir mig sumpart á hóg- væra húsfreyju úr skáldsögum Laxness. „Kannski ég skvetti í mig tíu,“ svara ég veraldarvön, og sé samstundis eftir því að hafa þegið kaffið. Meðvituð um vankunnáttu mína læt ég sem ekkert sé og tek fyrsta sopann … En af hverju ákvað Ingibjörg að gerast kaffibarþjónn? Upphafið að kaffi- áhuganum má rekja langt aftur. „Mér hefur alltaf fundist lyktin af nýmöluðu kaffi góð,“ segir hún af mikilli innlifun. „Ég hafði unnið á espressóvél í hálft ár í bakaríi og langaði að vita hvernig þetta virkaði. Til þess að áferðin á kaffinu verði falleg skiptir höfuðmáli að kvörn- in sé rétt stillt. Upp úr þessu fékk ég mikinn áhuga á að búa til fallegt og gott kaffi. Á þeim tíma stundaði ég mikið Kaffitár og sótti um vinnu þar í fram- haldinu. Allir starfsmenn Kaffitárs þurfa að gangast undir þjálfun. Ég sóttist eftir þjálfuninni.“ Þar lágu leiðir ykkar Sonju Grant saman, meðeiganda þíns að Kaffismiðj- unni? „Jú, mikið rétt. Sonja sá um þjálf- unina fyrir Kaffitár og þjálfaði mig fyrir Íslandsmót kaffibarþjóna. Vinskapur okkar þróaðist upp úr því,“ bætir hún við kankvís og sýpur á kaffinu. Þess má geta að Ingibjörg hefur tvívegis borið sigur úr býtum á Íslandsmóti kaffibar- þjóna, árið 2006 og 2007. Í kjölfarið tók hún þátt fyrir Íslands hönd á heims- meistaramóti kaffibarþjóna, í Bern í Sviss og Tókýó í Japan. Þessum mótum fylgdi stífur undirbúningur undir stjórn Sonju. Ingibjörg hafnaði í sjötta sæti í Sviss og þrettánda sæti í Japan sem verður að teljast frábær árangur. Hvernig kviknaði hugmyndin að Kaffismiðjunni? „Það er í raun frekar sorgleg saga. Við vorum báðar að vinna á Kaffitári. Eftir að hafa tekið þátt í tveimur stórmótum opnuðust margar dyr. Þar er maður að keppa við fólk sem er komið miklu lengra en við Íslendingar. Það var gíf- urlega lærdómsríkt. Vinir okkar erlendis Sonja Grant og Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir, eigendur Kaffismiðju Íslands. Ástríða í kaffigerð Á horni Kárastígs og Frakkastígs má finna eitt best geymda leyndarmál borgarinnar, Kaffi- smiðju Íslands – nýtt kaffihús þar sem áhersla er lögð á heimilislegt andrúmsloft og gæðakaffi. Texti: Ingunn Eyþórsdóttir ingunn@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Létt var yfir þessum ungu mömmum þegar Sunnudagsmoggann bar að garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.