SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Qupperneq 32
32 25. júlí 2010
V
eitingarnar í Kaffismiðju Ís-
lands eru bornar fram á stelli
sem við könnumst flest við
úr bernsku. Ekki ósvipað og
heima hjá ömmu og afa. Húsmunirnir
eru flestir frá miðbiki síðustu aldar og í
einu horninu er forláta plötuspilari og
ágætis plötusafn. Áhangendum Kaffi-
smiðjunnar er sumsé velkomið að koma
með sína uppáhaldsplötu og spila fyrir
viðskiptavini. Bækur og útsaumaðar
myndir skreyta veggina. Ekki er um
það að villast að maður er kominn heim
í hlað og bíður þess að krosssaumuð
mynd með burstabæ blasi við manni.
Áletrunin er kunnugleg; „Drottinn
blessi heimilið“.
Starfshópinn skipa eigendurnir, Sonja
Grant og Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir.
Auk þeirra standa vaktina þrír aðrir
starfsmenn og ein „amma“ sem ljær
kaffihúsinu notalegt yfirbragð. Við náð-
um tali af öðrum eigenda Kaffismiðj-
unnar, Ingibjörgu Jónu eða Immu.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingi-
björg sett mark sitt á kaffimenningu Ís-
lendinga. Þessi 26 ára gamla kona lifir
fyrir kaffið. Viðmót hennar er hlýlegt, í
takt við það andrúmsloft sem ríkir á
Kaffismiðjunni. Hún er það sem sumir
myndu kjósa að kalla „þessi gamla sál“.
Kaffið í aðalhlutverki
„Má ekki bjóða þér kaffi?“ segir Ingi-
björg sem minnir mig sumpart á hóg-
væra húsfreyju úr skáldsögum Laxness.
„Kannski ég skvetti í mig tíu,“ svara
ég veraldarvön, og sé samstundis eftir
því að hafa þegið kaffið. Meðvituð um
vankunnáttu mína læt ég sem ekkert sé
og tek fyrsta sopann …
En af hverju ákvað Ingibjörg að gerast
kaffibarþjónn? Upphafið að kaffi-
áhuganum má rekja langt aftur. „Mér
hefur alltaf fundist lyktin af nýmöluðu
kaffi góð,“ segir hún af mikilli innlifun.
„Ég hafði unnið á espressóvél í hálft ár í
bakaríi og langaði að vita hvernig þetta
virkaði. Til þess að áferðin á kaffinu
verði falleg skiptir höfuðmáli að kvörn-
in sé rétt stillt. Upp úr þessu fékk ég
mikinn áhuga á að búa til fallegt og gott
kaffi. Á þeim tíma stundaði ég mikið
Kaffitár og sótti um vinnu þar í fram-
haldinu. Allir starfsmenn Kaffitárs þurfa
að gangast undir þjálfun. Ég sóttist eftir
þjálfuninni.“
Þar lágu leiðir ykkar Sonju Grant
saman, meðeiganda þíns að Kaffismiðj-
unni?
„Jú, mikið rétt. Sonja sá um þjálf-
unina fyrir Kaffitár og þjálfaði mig fyrir
Íslandsmót kaffibarþjóna. Vinskapur
okkar þróaðist upp úr því,“ bætir hún
við kankvís og sýpur á kaffinu. Þess má
geta að Ingibjörg hefur tvívegis borið
sigur úr býtum á Íslandsmóti kaffibar-
þjóna, árið 2006 og 2007. Í kjölfarið tók
hún þátt fyrir Íslands hönd á heims-
meistaramóti kaffibarþjóna, í Bern í
Sviss og Tókýó í Japan. Þessum mótum
fylgdi stífur undirbúningur undir stjórn
Sonju. Ingibjörg hafnaði í sjötta sæti í
Sviss og þrettánda sæti í Japan sem
verður að teljast frábær árangur.
Hvernig kviknaði hugmyndin að
Kaffismiðjunni?
„Það er í raun frekar sorgleg saga. Við
vorum báðar að vinna á Kaffitári. Eftir
að hafa tekið þátt í tveimur stórmótum
opnuðust margar dyr. Þar er maður að
keppa við fólk sem er komið miklu
lengra en við Íslendingar. Það var gíf-
urlega lærdómsríkt. Vinir okkar erlendis
Sonja Grant og Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir, eigendur Kaffismiðju Íslands.
Ástríða í
kaffigerð
Á horni Kárastígs og Frakkastígs má finna eitt
best geymda leyndarmál borgarinnar, Kaffi-
smiðju Íslands – nýtt kaffihús þar sem áhersla er
lögð á heimilislegt andrúmsloft og gæðakaffi.
Texti: Ingunn Eyþórsdóttir ingunn@mbl.is
Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is
Létt var yfir þessum ungu mömmum þegar Sunnudagsmoggann bar að garði.