SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 35
25. júlí 2010 35 J ón L. Árnason var 11 ára gamall þegar Fischer og Spasskí tefldu í Reykjavík. „Einvígi þeirra hafði úrslitaáhrif á að ég fór að tefla af fullum krafti. Það er einfalt að svara því. Ég fór að tefla fyrir alvöru á þessum tíma. Þjóðin fór á hliðina í skákæði og ég fylgdist vel með. Ég fór og horfði á fyrstu skákina. Hún var tíðindalítil framan af en svo fór kliður um salinn þegar Fischer drap á H2 eins og frægt varð,“ sagði Jón þegar Morgunblaðið bað hann að rifja upp upplifun sína af einvíginu. Að loknu ól- ympíumótinu í Dubai árið 1986 skrifaði Jón um mótið í bókinni Skákstríð við Persaflóa. „Árangurinn í Dubai er eftirminnilegastur í mínum huga. Við höfnuðum í 5. sæti og það var langbesti árangur Ís- lands á ólympíuskákmóti og vakti mikla athygli. Menn hafa leitt að því líkur að árangurinn í Manila hafi jafnvel verið betri svona stigalega séð enda höfðu Sovétríkin liðast í sundur. Nokkrar þjóðir spruttu upp úr því og því var um sterkara mót að ræða en í Dubai. Líklega hefur árangur okkar í Ma- nila því verið betri en í endurminningunni var hann betri í Dubai,“ sagði Jón og hló við. Hann bendir á að íslenska liðið hafi oft á tíðum náð betri árangri í ólympíumótunum heldur en Elo-stig liðsmanna hafi gefið tilefni til. „Við náðum betri árangri sem lið heldur en einstaklingar. Við þekkt- umst mjög vel og náðum upp ákveðinni liðsheild. Við höfðum það umfram margar aðrar þjóðir.“ Spurður um aðkomu Gunnars Eyjólfssonar að landsliðinu í Manila sagði Jón mikinn feng hafa verið í Gunnari. „Hann var ekki eiginlegur liðsstjóri heldur meira eins og and- legur leiðtogi. Engar sérstakar sög- ur fóru af honum hvað skákstyrkleika snerti og þetta vakti því nokkra athygli á sínum tíma. Það var mjög gott að hafa hann með. Hann býr yfir mikilli reynslu en ýmislegt er hægt að heimfæra frá leikhúsinu og yfir á skákina varðandi einbeitingu og ýmislegt þess háttar. Hann átti þátt í því að búa til liðsheild og ná upp krafti hjá keppendum.“ Jón getur ekki neitað því að árangur Íslendinga á þessum árum hafi vakið mikla athygli í hinum alþjóðlega skákheimi. „Ís- lendingar voru og eru nokkuð þekktir sem skákþjóð en það þótti merkilegt að svo fámenn þjóð skyldi eignast fjóra stórmeistara á svo skömmum tíma. Við komum mörgum mjög á óvart í Dubai en komum kannski minna á óvart eftir það, því þá var litið á okkur sem alvörulið,“ sagði Jón ennfremur. „Náðum betri árangri sem lið en einstaklingar“ Jón L. Árnason „Já, ég held að það sé rétt ályktað að þessi kynslóð sé afsprengi heimsmeistaraeinvígisins 1972. Ég hafði mikinn áhuga á skák en einvígið ýtti mjög undir þann áhuga. Ég var náttúrlega ekki nema níu ára gamall en man þó mjög vel eftir þessum viðburði enda fylgdist ég vel með. Ég mætti á eina skákina með föður mínum og það var eftirminni- legt.“ sagði Jóhann Hjartarsson þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn til hans. Hann neitar því ekki að skákin hafi fengið mikla athygli hérlendis á níunda áratug síðustu aldar. „Skákin naut meiri athygli á þessum árum en dregið hefur úr því á síðustu árum. Það má segja að þessi skákáhugi þjóðarinnar hafi sprungið út árið 1984 og fljótlega náðum við fjórir stórmeist- aratitlum. Einnig vakti árangur okkar á HM ung- menna árið 1983 mikla athygli en þá enduðum við í 2.-3. sæti. Árangur okkar á ólympíuskákmót- unum vakti gríðarlega athygli. Okkur gekk oftast vel og það byggist upp spenna jafnt og þétt þegar vel gengur. Við settum einnig markið hátt og markmiðið var ávallt að vera á meðal tíu efstu. Við vorum ungir og metnaðargjarnir. Líklega vorum við lágir á stigum miðað við getu en liðsheildin var mjög góð hjá okkur. Það er nokkuð misjafnt hvernig gengur að ná upp góðri liðsheild á ólymp- íumótum. Við undirbjuggum okkur mjög vel og brydduðum einnig upp á nýjungum. Má þar nefna að við fengum Gunnar Eyjólfsson til liðs við okkur fyrir mótið í Manila. Það er engin spurning að hann hafði mikil áhrif. Við vorum hjá honum í öndunaræfingum og slíku í marga mánuði í að- draganda mótsins og þegar út var komið var unnið eftir ákveðinni áætlun sem gekk meðal annars út á að losa um spennu. Andlegi þátturinn skiptir heil- miklu máli eins og sást hjá handboltalandsliðinu í Peking þegar það vann til silfurverðlauna. Það er gaman að skoða hversu vel okkur gekk þegar Gunnar var með í för. Hann komst ekki með okkur til Moskvu og þá gátum við ekki neitt!“ sagði Jó- hann og er ekki í vafa um besta árangur Íslands. „Árangur okkar í Manila stendur upp úr. Það er klárlega okkar besti árangur á alla mælikvarða. Sovétríkin höfðu liðast í sundur og fyrir vikið voru mun fleiri sterkar þjóðir mættar til leiks.“ „Árangurinn vakti gríðarlega athygli“ Jóhann Hjartarson bar hitann og þungann af, en hans þáttur í framvind- unni var ekki lítill. Ungu mennirnir láta að sér kveða Í ársbyrjun árið 1984 hélt Búnaðarbankinn alþjóðlegt skákmót þar sem starfsmenn bankans, Jóhann og Mar- geir, urðu í tveimur efstu sætunum. Til glöggvunar má nefna að Lev Alburt hafnaði í 10. sæti í mótinu en hann varð bandarískur meistari 1984 og ’85. Reykjavík- urskákmótið var haldið í kjölfarið og þar sigraði Jóhann aftur en deildi sigrinum með Helga og Samuel Res- hevsky. Íslensku skákmennirnir fóru því með gott vega- nesti til Þessalóníku í Grikklandi þar sem ólympíu- skákmótið var haldið árið 1984. Uppskeran varð 31,5 vinningar og hafnaði Ísland í 15. sæti af 88 þjóðum. Guð- mundur, fjórmenningarnir og Karl Þorsteins skipuðu sveitina. Jón L. fékk 8 vinninga í 11 skákum og var með besta vinningshlutfall Íslendinganna. Skákstríð við Persaflóa Vegna árangursins í Þessalóníku var ekki að undra að sama liði skyldi teflt fram á ólympíuskákmótinu tveim- ur árum síðar. Haldið var á framandi slóðir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og náðist þar ár- angur sem seint verður toppaður. Íslenska sveitin hafn- aði í 5. sæti af 108 þjóðum og hlaut 34 vinninga. Í mótinu gerði Ísland til dæmis jafntefli, 2:2, við Sovétríkin með þá Garry Kasparov og Anatoli Karpov innanborðs. Báðir hafa þeir náð betri tökum á skáklistinni en almennt þekkist í mannkynssögunni. Helgi tapaði fyrir Kasparov þar sem heimsmeistarinn þurfti að hafa mikið fyrir sigr- inum og á öðru borði gerðu þeir Jóhann og Karpov jafn- tefli. Ljóst má vera að úrslitin gegn Sovétríkjunum, 2:2 jafntefli með Kasparov og Karpov innanborðs, voru stórkostleg. Til að gefa einhverja mynd af því er líklega best að tína til árangur Kasparovs og Karpovs á ólymp- Stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson reyndist landsliðinu drjúgur liðsauki og er hér ásamt Helga í Manila 1992. Setið að tafli gegn Rússlandi í Manila 1992. Jóhann glímir við sjálfan Garry Kasparov á 1. borði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.