SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 10
10 25. júlí 2010
06:20 Vekjaraklukkan í
formi GSM-síma hringir, kom-
inn tími til að vakna. Held upp í
eldhús og geri mig kláran í að
elda hafragraut að hætti húss-
ins. Læðist um húsið og passa
mig á því að vekja engan á leið-
inni út.
07:00 Mættur til vinnu á
slökkvistöðinni í Hafnarfirði,
skelli mér í sturtu og svo í fram-
haldi af því í vinnufötin sem eru
helst til of heit í svona veðri eins
og er úti.
07:20 Formleg vaktaskipti
fara fram í bílasal. Þar hittast
dagvaktin og næturvaktin og
fara yfir útköll næturinnar sem
og annað sem gæti skipt máli á
stöðinni. Símar og talstöðvar
ganga á milli manna og hver og
einn fær hlutverk fyrir daginn.
Í dag er ég stjórnandi reyk-
kafara á dælubíl, annar af
tveimur í áhöfn á sjúkrabíl,
ökumaður á körfubíl og gáma-
bíl. Fer og athuga með tækin og
búnaðinn og kanna hvort allt sé
eins og það á að vera.
08:15 Fundur yfir kaffibolla
og farið yfir fréttir líðandi
stundar, æfingar og verkefni
dagsins eru einnig rædd. Fjöl-
breytileiki og óvissa starfsins
býður hins vegar upp á það að
þú veist ekki hvernig dagurinn
kemur til með að þróast þó svo
að búið sé að ákveða eitthvað
fyrirfram.
08:30 Létt morgunæfing þar
sem vaktin fer yfir öndunar-
búnað úr sjúkrabílnum, fiktum
og prófum tækin, oftar en ekki
fylgja með reynslusögur um
notkun búnaðarins.
09:00 Fyrsta útkall dagsins
er á sjúkrabílinn, en stór partur
af okkar vinnudegi fer fram um
borð í honum. Heyri í talstöð-
inni að dælubíllinn er á leið í út-
kall á sama tíma og við erum
með sjúkling í sjúkrabílnum.
12.00 Eftir nokkra sjúkra-
flutninga í röð fáum við mat-
arhlé og það á réttum tíma sem
er ágætis tilbreyting. Matseðill
dagsins hljóðar upp á fisk og
kartöflur, skolað niður með ís-
köldu vatni.
13.30 Vinnudagurinn hálfn-
aður og þar sem við komumst
ekki í líkamsræktina í morgun
vegna anna ætlum við að reyna
að fara núna. Sólin skín glatt og
hitinn um 18 gráður svo við
ákveðum að æfa úti að þessu
sinni og ætlum í kjölfarið að
taka dæluæfingu á slökkvibíln-
um. Fékk símtal frá konunni um
stöðu mála heima þar sem allir á
heimilinu eru í sumarfríi.
14:15 Útkall á sjúkrabílinn,
förum sveittir í sjúkrabíla-
samfestinginn eftir stutta æf-
ingu; hefði alveg þegið að fara í
sturtu fyrir þetta útkall en það
er ekki í boði nú frekar en áður.
Sjúklingurinn hefur forgang.
17:00 Komum aftur á
slökkvistöð eftir nokkra sjúkra-
flutninga, sturtan farin að kalla
á mig en ákveð að taka nokkrar
æfingar í viðbót því ég náði ekki
að klára áðan. Dæluæfingin
verður hins vegar að bíða betri
tíma.
18:00 Sturta og tiltekt eftir
daginn, göngum frá og reynum
að skila bílunum í góðu standi
fyrir næturvaktina. Setjum í vél,
förum út með ruslið og hellum
upp á kaffi.
19:20 Formleg vaktaskipti í
bílasal þar sem næturvaktin
tekur við, förum yfir útköll
dagsins og afhendum síma og
talstöðvar.
20:00 Keyri í hlað heima eft-
ir 12 tíma vinnudag, allir heima
búnir að borða svo ég klára rest-
ina af matnum á meðan ég ræði
við konuna og börnin um þeirra
dag.
21:00 Ég og konan hjálp-
umst að við að koma liðinu í
sturtu og svo í náttföt og upp í
rúm. Þetta gengur yfirleitt eins
og í sögu enda samvinna lyk-
ilatriðið.
22:45 Leggst upp í sófa og
kveiki á tölvunni, skoða tölvu-
pósta og kíki á íþróttasíðuna.
Fylgist með 22:00 fréttum á
RÚV+ og að þeim loknum er það
rúmið sem kallar. Ekki seinna
vænna því það er önnur vakt á
morgun og vissara að vera vel
hvíldur fyrir þau átök sem bíða
mín þar, hver svo sem þau
verða.
kjartan@mbl.is
Eldheitur
vinnudagur
Dagur í lífi Harðar Halldórssonar slökkviliðsmanns
Búrmamaðurinn U Thant,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, kom hingað til
lands í opinbera heimsókn í
byrjun júlí 1966, fyrstur
manna sem gegnt höfðu því
embætti.
Synd væri að segja að Thant
hafi verið heppinn með veður
meðan á dvöl hans stóð. Hann
lenti „berhöfðaður og yfir-
hafnarlaus“, eins og Morg-
unblaðið greindi frá, í slag-
veðursrigningu og roki á
Keflavíkurflugvelli. Eftir það
var regnhlífin hans dyggasti
förunautur. Lítið lagðist því
fyrir spá Gunnars Thorodd-
sen, sendiherra í Danmörku,
þaðan sem Thant kom, en
hann gerði ráð fyrir sólskini á
Íslandi meðan framkvæmda-
stjórinn yrði þar fyrir þær
sakir að rigning var í Kaup-
mannahöfn.
Svo sem lög gera ráð fyrir
hitti Thant helstu ráðamenn
þjóðarinnar að máli, Emil
Jónsson utanríkisráðherra tók
á móti honum á flugvellinum
og fylgdi honum svo að segja
hvert fótmál, Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra sat
með honum fund og forseti Ís-
lands, Ásgeir Ásgeirsson, bauð
til veislu á Bessastöðum, ell-
egar veizlu, eins og það hét á
þeirri tíð. Á borðum voru nýr
lax og rjúpur.
Vitaskuld var brunað með
Thant á Þingvelli. Nokkur
rigning var og þungskýjað
þegar þangað var komið,
„heldur dapurlegt um að lit-
ast“, eins og blaðamaður
Morgunblaðsins komst að
orði. Eigi að síður lá vel á
Thant sem fræddist um sögu
staðarins hjá Þórði Einarssyni,
fulltrúa í menntamálaráðu-
neytinu. Vegna kulda lauk
Þórður máli sínu í bíl niðri við
Valhöll.
Á bakaleiðinni var komið
við í Eden í Hveragerði, Thant
skoðaði blóm og plöntur af
áhuga og fékk að bragða á ís-
lenskum banana hjá Óttari
Hróðbjartssyni, starfsmanni
gróðurhússins. Gaf fram-
kvæmdastjórinn banananum
góða einkunn.
U Thant var framkvæmda-
stjóri SÞ frá 1961-71. Hann lést
1974, 65 ára að aldri.
orri@mbl.is
U Thant ásamt fríðu föruneyti á Þingvöllum. Regnhlífin fékk litla
hvíld meðan á dvöl framkvæmdastjórans á landinu stóð.
Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon
U Thant og Emil Jónsson utanríkisráðherra gæða sér á banana.
Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon
U Thant gæddi sér á
banana í Hveragerði
Úr myndasafninu