SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 13
25. júlí 2010 13 H ann var eitthvað að væflast með þessar myndir á pappír og veit ekki almennilega hver ber ábyrgð á því að þær enduðu á sýningu. Senni- lega er það þó Sjálfstæðisflokkurinn. Hann var með kosningaskrifstofu í næsta húsi fyrir kosningarnar í vor og einhverjum datt í hug að setja kennaratyggjó á myndirnar og hengja þær upp. Þar var lausnin komin. Það er ekkert grín að ramma inn tugi mynda. Bergþór Sigurðsson er brattur þegar hann lóðsar mig um téða sýningu, í almennu rými á Norðurbrún 1, þar sem hann er til húsa. Léttur í spori og léttur í lund enda þótt hann sé orðinn 82 ára. Hann segir myndirnar flestar á bilinu fimmtán til tuttugu ára gamlar. „Það er langt síðan ég tók þessar myndir, þær hafa bara legið í rólegheitum í tölvunni, með ógrynni annarra mynda. Nýlega lét ég hins vegar verða af því að prenta þær á pappír. Og nú eru þær komnar á sýn- ingu.“ Dýr eru áberandi á myndum Bergþórs enda er hann sveitamaður að upplagi, ættaður úr Austur-Landeyjum. „Það er alltaf jafn gaman að mynda dýrin. Þau eru svo ynd- isleg,“ segir hann. Ein skemmtilegasta myndin er af þresti nokkrum sem situr í makindum á barmi kaffibolla. „Hann bara kom og sat þarna drykklanga stund á bollanum mín- um. Það var alveg makalaust.“ Á annarri mynd gægist geit fram fyrir stein. „Þú veist hvað þessi mynd heitir?“ spyr Bergþór. Nei. „Nú auðvitað, Steingeit.“ Kannski bara kurteisi Þetta er önnur sýningin sem Bergþór heldur um dagana. Fyrir nokkrum árum sýndi hann á kaffistofunni Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. „Mér fannst þær myndir ekk- ert sérstakar sjálfum en sumir voru að hæla þeim. Kannski hefur það bara verið kurteisi?“ Bergþór hefur myndað um langt árabil. Um tíu ára skeið starfaði hann sem umsjónarmaður húsa í Háskóla Íslands og var þá gjarnan fenginn til að taka myndir við hátíðleg tækifæri. Eftirminnilegasta myndin er af dr. Sigurbirni heitnum Einarssyni biskupi og sonum hans. „Þegar ég hætti hjá háskólanum var ég óspart hvattur til að taka meira af myndum og koma mér upp heimasíðu. Um svipað leyti kynnti þúsundþjalasmiðurinn og góðmennið Axel Sölvason mig fyrir stafrænu myndavélinni og við það færðist ég allur í aukana. Ég verð Axeli ævinlega þakklátur.“ Bergþór hefur margoft hætt að taka myndir um dagana en alltaf byrjað aftur. „Ég virðist ómögulega geta slitið mig frá þessu. Ég hætti einu sinni í heilt ár, kveikti ekki einu sinni á tölvunni. Síðan lét ég loksins verða af því að kveikja á henni og þá byrjaði þessi vitleysa aftur. Ætli þetta sé ekki sýki?“ Berþór lauk meistaraprófi í gull- og silfursmíði en hefur víða komið við um dagana. Mest sér hann þó eftir því að hafa ekki reynt fyrir sér í íþróttum. „Blessaður vertu, ég hljóp alla af mér í æsku en fattaði ekki fyrr en ég var orðinn gamall að ég hefði getað orðið íþróttamaður.“ Eins og skotið væri úr byssu Ungur var Bergþór í leikfimi hjá Vigni Andréssyni og þar vandist hann á að fara í ískalda sturtu. „Það er allra meina bót. Ég reyni að fara í ískalda sturtu a.m.k. einu sinni í viku. Maður yngist um tuttugu ár við það. Á tímabili hætti ég þessu en þegar ég greindist með hjartakvilla fyrir all- mörgum árum ráðlagði læknirinn mér að byrja aftur að fara í kalda sturtu. Ég gegndi því og kvillinn hvarf eins og skotið væri úr byssu.“ Enda þótt Bergþór kunni best við sig fyrir aftan mynda- vélina á hann býsna athyglisverðan fyrirsætuferil að baki. Það hófst með því að Myndlistaskólinn í Reykjavík auglýsti eftir karlmanni til að sitja nakinn fyrir í tímum. „Ég gaf mig fram og var ráðinn. Daginn eftir mætti ég í fyrsta tímann. Það er það erfiðasta sem ég hef gert um dagana,“ rifjar Bergþór upp og dæsir. Hann var á fertugsaldri á þessum tíma. „Ég skalf og nötraði bak við tjaldið meðan ég var að klæða mig úr og reyndi að herða mig upp með slurk af brennivíni. Það var hins vegar svo merkilegt að um leið og ég steig fram hvarf öll feimnin eins og dögg fyrir sólu. Þetta voru mestallt stúlkur, flestar hverjar bráðhuggulegar,“ bætir hann við kíminn. Settist niður með ágætu fólki Bergþór á enga mynd til minningar um þetta óvenjulega starf, ekki heldur leirhöfuð sem nemendurnir brenndu eftir höfðinu á honum, en á veggnum í íbúð hans getur að líta fjölda auglýsingaspjalda sem hann hefur setið fyrir á. „Það er af einhverjum ástæðum oft hóað í mig. Ég hef bara gam- an af því, svo fæ ég yfirleitt ágætlega greitt líka.“ Hann bendir á huggulega hópmynd máli sínu til stuðn- ings. „Það var eitthvert tryggingafélag sem borgaði mér 40.000 krónur fyrir að setjast niður með þessu ágæta fólki í smástund. Það er ekki slæmt.“ Bergþór er tvíkvæntur. „Ég eyðilagði fyrra hjónabandið með drykkju,“ viðurkennir hann. „Ég kynntist ungri og fallegri konu, Áslaugu Gyðu Guðmundsdóttur. Við áttum svo sem góða daga og nutum lífsins en ég drakk alltaf. Á endanum gafst hún upp. Sagði: Tak sæng þína og gakk!“ Það varð til þess að Bergþór lagði flöskuna frá sér, gekk í AA-samtökin og byrjaði nýtt líf. Um það leyti kynntist hann seinni eiginkonu sinni, Vöku Sigurjónsdóttur. „Hún var yndisleg kona. Við rifumst til að mynda aldrei. Stefndi í það fórum við bara að tala um eitthvað allt annað. Það brást aldrei. Those were the days, my friend!“ Vaka féll frá fyrir nokkrum árum. „Hún dó í fanginu á mér meðan við vorum að dansa á Hrafnistuballi. Það var ljóta kjaftshöggið.“ Bergþór yljar sér þó við ljúfar minningar – og auðvitað kynstrin öll af ljósmyndum. Bergþór Sigurðsson hefur víða komið við um dagana en myndavélin er aldrei langt undan. Morgunblaðið/RAX Ætli þetta sé ekki sýki? Hann hljóp alla af sér í æsku, læknaði hjartakvilla með kaldri sturtu og sat nakinn fyrir hjá myndlistarnemum. Nú sýnir Bergþór Sigurðsson, 82 ára, ljósmyndir á Norðurbrún 1, þjónustuíbúðum aldraðra. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þrösturinn þaulsætni. ’ Ég skalf og nötraði bak við tjaldið meðan ég var að klæða mig úr og reyndi að herða mig upp með slurk af brennivíni. Fyrirsætan Bergþór að störfum. Hvaða fyrirbæri er þetta? Nú, steingeit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.