Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÍSLENSK stjórnvöld þurfa að átta sig betur á breskum fjöl- miðlum. Þau þurfa líka að skilja bresk stjórnvöld betur og leita ráða hjá færustu sérfræðingum til þess á næstu vikum og mán- uðum,“ segir Kevin Doran, stjórnandi Evrópudeildar breska almannatengslafyrirtækisins Bell Pottinger Public Affairs. „Það þurfa að vera mun meiri óformleg samskipti á milli ís- lenskra og breskra stjórnvalda. Mér sýnist staðan vera sú að Bretar bíði eftir næsta skrefi ís- lenskra stjórn- valda. Ef stjórnin á Ís- landi eykur þessi samskipti á næstu vikum tel ég allar lík- ur á að henni takist að ná fram betra samkomulagi.“ Gæti orðið að kosningamáli Doran og samstarfsfélagar hans í Lundúnum eiga í reglu- legum samskiptum við breska þingið og fjármálaráðuneytið og byggir hann stöðumat sitt á upp- lýsingum úr breska stjórnkerfinu. Doran lítur svo á að ef næsta skref í málinu dragist fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Ice- save-lögin á Íslandi, sem Íslend- ingar muni líklega hafna, gæti málið blandast í kosningabarátt- una í Bretlandi en kosningar eiga að fara fram eigi síðar en í júní. „Fari svo mun þrýstingurinn á bresk stjórnvöld á að sýna hörku í málinu aukast.“ – Myndi stjórnarandstaðan þá bregðast við með kröfum um að sýna Íslandi enn meiri hörku? „Já. Þótt þetta séu vitaskuld aðeins vangaveltur myndi ég reikna með því. Það yrði erfitt fyrir Íhaldsmenn að leggja til mildari nálgun. Ef samningnum við Bretland verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni myndu fjölmiðlar túlka það sem eiðrof af hálfu Íslendinga og að þeim sé ekki treystandi. Þið mynduð horfa fram á neikvæðan frétta- flutning.“ – Telurðu að íslensk stjórnvöld geti slegið á þessa fyrirséðu nei- kvæðni með því að nota næstu vikur til að gefa meiri kost á við- tölum við ráðherra og draga fram hugsanlegar afleiðingar þess fyrir íslensku þjóðina ef Icesave- samkomulagið verður samþykkt? Ráðherrar veiti viðtöl „Já. Það væri Íslendingum í hag ef ráðherrar veittu erlendum fjölmiðlum færi á viðtölum á allra næstu dögum og þar til þjóðar- atkvæðagreiðslan fer fram. Þessu ætti að fylgja eftir með því að stuðla að viðtölum erlendra fjöl- miðla við venjulegar fjölskyldur á Íslandi. Þetta þarf að gera þegar í stað. Slík umfjöllun yrði til að milda almenningsálitið í Bretlandi um það leyti sem niðurstaðan í at- kvæðagreiðslunni liggur fyrir.“ Umfjöllun geti reynst dýrmæt. „Viðtal BBC við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, dró at- hyglina að þeirri staðreynd að ís- lensk stjórnvöld hafa vanrækt að kynna málstað sinn í breskum fjölmiðlum,“ segir Doran, sem veitir fyrirtækjum og samtökum ráðgjöf um hvernig beri að haga samskiptum við stofnanir Evrópusambandsins. Skýra þarf afleiðingarnar Reuters Vetrarríki Stúlka skýlir sér fyrir snjókomunni í Lundúnum með regnhlíf. Breska þingið er í baksýn.  Breskur sérfræðingur í almannatengslum telur íslensk stjórnvöld hafa vanrækt að veita viðtöl  Þurfa að gera betri grein fyrir afleiðingum Icesave-samningsins fyrir þjóðina  Forsetinn hafði áhrif Kevin Doran Harkan í málflutningi Paul Myners, banka- málaráðherra Bret- lands, og annarra þarlendra ráða- manna í garð Íslands minnir á framkomu gagnvart ríkjum sem eru upp á kant við alþjóðasamfélagið, á borð við Simbabve. Þetta er mat Davids Prosser, blaða- manns hjá breska dagblaðinu Independ- ent, sem er til vinstri, en að hans sögn er það opinbert leyndarmál að fulltrúar breskra og íslenskra stjórnvalda eigi í við- ræðum um næstu skref í deilunni um málalyktir Icesave-málsins. Spurður hvort greina megi vaxandi samúð í Bretlandi í garð íslensku þjóð- arinnar vegna þeirra skulda sem hún þarf að taka á herðar sér vegna Icesave leggur Prosser áherslu á að hann telji það enn skoðun meirihluta Breta að Íslandi beri að bæta tjónið, ef ekki að fullu þá að minnsta kosti að hluta. Inntur eftir vægi málsins í komandi þingkosningum í Bretlandi kveðst Prosser meta stöðuna svo að stjórn Gordons Brown forsætisráðherra sé reiðubúin að endurskoða Icesave-samningana, enda vilji hún forðast að draga málið fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Íslandi og þar með inn í kosningabaráttuna heima fyrir. Prosser gagnrýnir stjórn Brown. „Tilraunir stjórnarinnar til að ná fram vilja sínum eru ekki í samræmi við alvar- leika málsins [...] Margir Bretar hafa sam- úð með Íslendingum, að frátöldum þeim sem gegndu lykilhlutverki í fjármálalífinu. Bretar ganga í gegnum það sama þótt með vægari hætti sé. Fjöldi Breta hefur farið hart út úr niðursveiflunni.“ Prosser bætir því svo við að bresk stjórnvöld skammist sín fyrir frammi- stöðu sína í aðdraganda hrunsins enda hafi fall bankans Northern Rock vorið 2008 átt að leiða til athugunar á þeim bönkum sem stæðu tæpt, þar með talin útibú íslensku útrásarbankanna. Bresk stjórnvöld hafi málað sig út í horn og verði nú að koma málinu í þá höfn að Ísland bæti sparifjáreigendum þar í landi tjón sitt. Lendingin verði nýir samningar þar sem Bretar reyni að bjarga andlitinu. Komið fram við Ísland eins og Simbabve David Prosser fessor lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni þannig að hún kvæði skýrar á um þennan þátt stjórnskipunarinnar. „Það er ekki lengur ásættanlegt að valdið til þess að taka fram fyrir hend- ur löggjafans hvíli á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, og sé al- gjörlega án efnislegra takmarkana.“ Í lýðræðisþjóðfélagi væri eðlilegt að þjóðinni væri fært aukið vald, en það væri hinsvegar flókið mál og gæti haft margvíslegar pólitískar og stjórnskip- unarlegar afleiðingar. Þriðjungur þings fái valdið Bæði Björg og Eiríkur véku máli sínu að hugsanlegum leiðum til að vísa málum til þjóðarinnar, m.a. þeirri leið sem kveðið er á um í dönsku stjórn- arskránni, að þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðis í ákveðnum málum. „Fræðimenn eru almennt sammála um að vitundin um að þriðjungur Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „Á ÞJÓÐIN að setja lög?“ Þannig hljóðaði yfirskrift málstofu Lagastofn- unar og Orators í gær þar sem rætt var um beint og óbeint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í erindi sínu að þjóðaratkvæða- greiðslan sem í vændum er markaði ákveðin tímamót í sögu íslenska lýð- veldisins. Miklar hræringar væru nú í stjórnskipan landsins og mörgum spurningum ósvarað. Þótt það hafi í gegnum tíðina verið umdeilt sagði Björg það nú vera við- urkennt að forseti hefði þetta vald til að vísa málum til þjóðarinnar, um það yrði ekki lengur deilt. Vandinn sem nú þyrfti að leysa væri hvenær eðlilegt gæti talist að for- setinn beitti þessu valdi, því ákvæðið í stjórnarskrá væri mjög óskýrt. Þau Björg og Eiríkur Tómasson lagapró- þingmanna geti krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu hefur orðið til þess að viðhorf danskra stjórnmálamanna eru allt önnur en íslenskra. Þar tíðk- ast sá háttur að reyna að ná samstöðu um mál í stað þeirra átakastjórnmála sem við höfum orðið vitni að hér á landi.“ Björg benti á að mjög misjafnt sé eftir ríkjum hvernig beinu lýðræði sé háttað. „Það er engin ein leið eða fyr- irmyndarmódel sem við getum litið til [heldur] eru það þættir í sögu og þró- un stjórnskipunar hverrar þjóðar sem ráða úrslitum um þetta.“ Löngu tímabærar breytingar  Samhljómur var um það á málstofu í HÍ að breyta þyrfti stjórnarskrá og að tímabært væri að þjóðinni yrði fært aukið vald  Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar flóknar og of mikið beint lýðræði þungt í vöfum Morgunblaðið/Golli Málstofa Salur HÍ var þéttskipaður í gær og áhuginn augsýnilega mikill. Í HNOTSKURN »Eiríkur Tómasson sagðihætt við því að stjórn rík- isins yrði ekki eins stöðug og ella ef beint lýðræði væri við- haft í ríkum mæli. »Fulltrúalýðræðið er ekkifullkomið að sögn Eiríks en beint lýðræði yrði miklu tímafrekara og hefði meiri kostnað í för með sér. »Sumar ákvarðanir varðaalmannahag en njóta ekki vinsælda, t.d. um skatta. Sú ályktun að deila um 1,3 milljarða evra við Ísland [vegna Icesave] muni skyggja á þessi mál er því með öllu óraunhæf.“ Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur Van Wijnbergen komið að endurskipulagningu skulda hjá nokkrum ríkjum á barmi greiðsluþrots. Hann telur út frá reynslu sinni að íslensk stjórn- völd hafi haldið illa á málum og að þau eigi að finna sér samstarfsland til að leiða samninga við Hollend- inga og Breta og önnur ríki sem eigi hér kröfur. Ísland eigi þannig að fara að fordæmi Mexíkó sem hafi á sínum tíma fengið Bandaríkin í lið með sér til að semja upp á nýtt um skuldir við til dæmis franska banka sem hafi áður ekki tekið það í mál. ÍSLENDINGAR skyldu ekki ofmeta mikilvægi Ice- save-málsins í hollenskum stjórnmálum, enda liggja fyrir miklu stærri mál sem skyggja á það. Þetta segir Sweder van Wijnbergen, prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam, sem er á öndverðum meiði við hagfræðiprófessorinn Sylves- ter Eijffinger, ráðgjafa hollenskra stjórnvalda í Icesave-málinu, sem sagði það mundu verða að stóru kosningamáli í samtali við Morgunblaðið. „Wouter Bos fjármálaráðherra setti 70 milljarða evra í björgun bankanna, undirbýr 35 milljarða evra endurskipulagningu á fjárlögum og vinnur að 200 milljarða tryggingakerfi í millibankakerfinu, auk þess að taka þátt í deilum um stefnuna í Írak. Ofmeti ekki vægi Icesave í kosningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.