Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Bryndís Rún Hansen, sundkona í Óðni, var í gærkvöldi krýnd Íþróttamaður Akureyrar fyr- ir 2009 í glæsilegu hófi í Ketilhúsinu. Rakel Hönnudóttir knattspyrnumaður varð í öðru sæti í kjörinu og handboltamaðurinn Oddur Grétarsson þriðji. Glæsilegt íþróttafólk allt saman, félögum sínum og bæjarfélaginu til sóma.    Þetta er annað árið í röð sem kona er hlut- skörpust í kjörinu og fyrir ári voru konur meira að segja í þremur fyrstu sætunum; Rak- el Hönnudóttir hlaut þá nafnbótina, Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona varð önnur og Bryndís Rún þriðja.    Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára er Bryndís Rún ein besta sundkona landsins. Nýliðið ár var hennar besta og framfarirnar eru stöðugar. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu og á tvö Íslandsmet. Bryndís komst annað árið í röð í úrslit á Evrópumeistaramóti unglinga.    Rakel Hönnudóttir er fyrirliði Þórs/KA og var í landsliðshópnum sem tók þátt í Evrópu- keppninni í Finnlandi í sumar. Hún varð næst- markahæst á Íslandsmótinu í sumar og hlaut því silfurskóinn. Hún var kjörin íþróttamaður Þórs á dögunum.    Oddur Grétarsson hefur farið á kostum með Akureyri – handboltafélagi í vetur. Hann er 19 ára. Oddur lék með landsliði 20 ára og yngri í undankeppni EM og í úrslitakeppninni í Egyptalandi en hæst bar glæsilegan árangur á HM 19 ára og yngri í Túnis þar sem Ísland fékk silfurverðlaun. Oddur er lykilmaður í því liði.    Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri skrifaði undir sjö styrktarsamninga fyrir hönd bæj- arins í hófinu. Bærinn greiðir tæpar tvær millj- ónir kr. vegna þessara samninga á árinu.    Gerðir voru svokallaðir B-samningar við sex íþróttamenn, sem fá samtals 300.000 krónur frá bænum á þessu ári; Íris Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Katrín Kristjáns- dóttir, Tinna Dagbjartsdóttir og Sigurgeir Halldórsson, öll í Skíðafélagi Akureyrar, og Bryndís Rún Hansen, sundfélaginu Óðni. Gerður var C-samningur við Gunnar Þór Hall- dórsson, Skíðafélagi Akureyrar. Hann fær 180.000 krónur á árinu frá Afreks- og styrkt- arsjóði Akureyrarbæjar.    Styrkir Akureyrarbæjar til aðildarfélaga ÍBA í fyrra voru alls rúmar 5,3 milljónir króna að því er upplýst var í gærkvöldi; eingreiðslur til fé- laga vegna einstaklinga, styrktarsamningar, ferðastyrkir og styrkir vegna þátttöku í lands- liðsverkefnum.    Fimm hlutu sérstakar heiðursviðurkenningar frá Íþróttaráði Akureyrar í hófinu í gærkvöldi, vegna starfa að íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundamálum. Þetta voru Guðmundur Pét- ursson, Skautafélagi Akureyrar, Kolbrún Ing- ólfsdóttir, Þroskahjálp og Skíðafélagi Akureyrar, Viðar Garðarsson, Skíðafélagi Ak- ureyrar, og KA-mennirnir Jóhann Að- alsteinsson og Siguróli M. Sigurðsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þau bestu Rakel Hönnudóttir, lengst til vinstri, Bryndís Rún Hansen, Íþróttamaður Akureyrar 2008, og Oddur Grétarsson í gærkvöldi. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Bónus Gildir 14.-17. janúar verð nú áður mælie. verð KS frosið lambalæri 08 .............. 998 1.098 998 kr. kg KS lambasvið ............................ 268 298 268 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 179 289 232 kr. kg Létt og laggott grænt, 400 g ....... 185 228 462 kr. kg Kók light í dós, 500 ml............... 98 115 196 kr. ltr Hámark próteindrykkur, 250 ml .. 168 195 672 kr. ltr NV ferskir nautaborgarar, 4 stk.... 498 629 124 kr. stk. Fjarðarkaup Gildir 14.-16. janúar verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.298 998 kr. kg Hamborgarar 4x80g, m/brauði ... 456 548 456 kr. pk. Móa kjúklingaleggir.................... 599 998 599 kr. kg Ali bjúgu, 4 stk. ......................... 541 721 541 kr. kg Fjallalambs fjallalæri, kryddað .... 1.583 2.473 1.583 kr. kg Fjallalambs hangilæri, úrb. ......... 2.478 3.098 2.478 kr. kg Hagkaup Gildir 14.-17. janúar verð nú áður mælie. verð Lambalæri kryddlegið................. 1.429 2.199 1.429 kr. kg Íslandsgrís kótelettur.................. 979 1.398 979 kr. kg Nautaats hakk........................... 949 0 949 kr. kg Nautaats file ............................. 2.209 3.398 2.209 kr. kg Ferskar kjúklingabringur ............. 1.884 2.898 1.884 kr. kg Kjúklingalundir, Western ............. 1.884 2.899 1.884 kr. kg Epli Ambrosia............................ 199 399 199 kr. kg Krónan Gildir 14.-17. janúar verð nú áður mælie. verð Grísagúllas................................ 959 1.598 959 kr. kg Grísasnitsel ............................... 959 1.698 959 kr. kg Grísalundir erlendar ................... 1.498 2.598 1.498 kr. kg Grísakótilettur............................ 879 1.498 879 kr. kg Grísabógur hringskorinn ............. 498 498 498 kr. kg Krónu appelsínusafi, ferskur ....... 189 189 189 kr. ltr Krónu kjúklingavængir................ 249 499 249 kr. kg Nóatún Gildir 14.-17. janúar verð nú áður mælie. verð Ungnautahakk........................... 998 1.398 998 kr. kg Kjötfars nýtt............................... 498 779 498 kr. kg Kjötfars saltað ........................... 498 779 498 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambakótilettur ......................... 1.698 2.198 1.698 kr. kg HD 100% multivítamínsafi.......... 199 239 199 kr. ltr Þín verslun Gildir 14.-20. janúar verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur heill................. 682 975 682 kr. kg Jacobs pítubrauð fín/gróf, 400 g. 215 279 538 kr. kg Build Up drykkur súkkulaðibr. ..... 625 798 4.112 kr. kg Hatting pítubrauð fín, 6 stk. ........ 215 315 36 kr. stk. Pataks Butter kjúkl.sósa, 540 g .. 449 569 832 kr. kg Chicago Town flatbaka, 340 g..... 689 989 2.027 kr. kg helgartilboðin Kjúklingur og lambakjöt Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Ásíðasta ári veiddust tæplega 2.000laxar í Selá í Vopnafirði. Veiði þarhefur verið mjög góð það sem afer öldinni, en metveiði varð 2006, þegar 2.715 laxar veiddust. Það er ólíkt ástandinu sem var á sjöunda áratugnum, þegar veiðiklúbburinn Strengur kom fyrst að Selá og hóf að byggja hana upp í sam- vinnu við bændur á svæðinu. Þá komu á land um 150 fiskar á ári, sem var þó aukning frá fyrstu árum veiðanna. Veiðisvæðið var þá sjö kílómetrar, upp að ógengum fossi. Fyrsta verkefnið, árið 1968, var að gera laxastiga upp fyrir fossinn, en með því fjór- faldaðist búsvæðið í ánni og varð 28 kíló- metrar. Það var Vífill Oddsson verkfræð- ingur sem hannaði stigann, en hann er í dag eini stofnfélaginn í Streng sem enn er í fé- laginu, fimmtíu árum eftir stofnun þess. Eftir tilkomu stigans hófst uppgangur stofnsins í ánni, sem staðið hefur svo til óslitinn allar götur síðan. Í dag eru níu eig- endur að Streng og á félagið um fjórðung í ánni. Þrjú atriði sem huga þarf að Orri Vigfússon, einn af forvígismönnum Strengs, segir þó fleira stuðla að þessari velgengni. „Hugmyndafræði mín í því að byggja upp laxastofna byggist á þremur að- alatriðum. Í fyrsta lagi að hætta að veiða hann í sjó. Ég geri ráð fyrir því að 90 til 99 prósent af laxinum deyi í hafinu. Með því að kaupa upp kvóta erum við að verja þessi fáu prósent sem enn lifa þegar náttúrudauðinn er búinn.“ Orri er einnig í forsvari fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna sem hefur keypt upp kvóta í þessum tilgangi. „Næst er svo að tala fyrir því að menn veiði og sleppi, til að að auka hinn nátt- úrulega hrygningarstofn í ánni. Þriðja hug- myndin er svo að verja, vernda og auka bú- svæðin,“ segir Orri. „Þetta er fyrirmyndará fyrir mig, í sam- bandi við verndun laxa og hvernig eigi að byggja upp ár,“ segir hann um Selá. Fleiri ár hafi þó viðlíka möguleika til vaxtar. Nefn- ir hann meðal annars Sandá og Hafralónsá og fleiri ár víðar um land. Hann segir ekki mikið hafa verið gert til að breyta búsvæðum í Selánni, en þess sé þeim mun meiri þörf víða annars staðar, bæði á Íslandi og utan landsteinanna. Stífl- ur geti verið mjög skaðlegar, en einnig sé barist gegn jarðvegsrofi á árbökkum, sem hefur oftar en ekki slæm áhrif á árbotninn, þar sem fiskurinn hrygnir. Þetta þrennt hefur skilað sér í Selánni. Um miðjan áttunda áratuginn var farið að veiðast á þriðja hundrað laxa á ári og hafði aflinn því þrefaldast frá því á árdögum stangveiðanna. Í lok níunda áratugarins veiddust um 700 laxar á ári. Aftur hafði afl- inn þrefaldast. Síðustu fimm árin hafa svo veiðst að meðaltali 2.258 laxar í ánni á ári, en gríðarlegur kippur hefur komið í veiðina eftir að farið var að sleppa veiddum löxum upp úr 1990. Enn á ný hefur veiðin því þre- faldast. Áætlað er að metárið 2006 hafi 1.700 lax- ar verið veiddir og þeim sleppt, 510 verið veiddir tvisvar og þeim sleppt tvisvar en 35 laxar veiddir í þrígang og alltaf sleppt. Enn er þó leyft að drepa einn eða tvo smálaxa á hverja stöng á dag, svo menn fari nú ekki fisklausir heim. Orri segir flesta útlendinga leita að ám þar sem veitt sé og sleppt. Verðmætustu kúnnarnir fari ekki í veiði í þeim tilgangi að fylla frystikistuna. „Þetta er ódýrasta leiðin til að byggja upp stofna. Það má aldrei klikka að við skiljum eftir nægilegt magn til að halda ánni á lífi eða helst auka hana ef hún er í lægð,“ segir hann. Og enn segir Orri að Seláin hafi mögu- leika til vaxtar. Næst er fyrirhugað að gera breytingar á Efri-Fossi til að lengja bú- svæðið enn frekar. Nú þegar er byrjað að flytja laxa upp fyrir fossinn til að láta þá hrygna á efra svæðinu, en Orri áætlar að tíu til tuttugu kílómetra veiðisvæði gæti bæst við með þessari breytingu. Hlæjandi segir hann að verði náttúrufarið áfram hagstætt og allt gangi vel geti áin farið í fjögur til fimm þúsund laxa á ári. Þrefölduðu veiðina þrisvar Morgunblaðið/Einar Falur Kveðjukoss Ánægður veiðimaður í Selá gefur myndarlegri hrygnu líf. Í ánni er veitt og sleppt, sem hefur spilað stórt hlutverk í því að byggja upp hinn villta laxastofn árinnar. Félagar í Veiðiklúbbnum Streng fagna í dag fimmtugs- afmæli. Strengur var stofn- aður 29. október 1959 og hef- ur leigt Selá í Vopnafirði síðan 1970. Veiðin þar hefur nú þrefaldast í þrígang. „Þetta er ódýrasta leiðin til að byggja upp laxastofna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.