Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND MEÐENSKU TALI ÍREGNBOGANUM HHH „...hefur sama sjarma til að bera og forverinn“ -S.V., MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI TILNEFNINGAR TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is HHHHH -H.S., MBL HHHHH -V.J.V., FBL HHHH -Á.J., DV The Road kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Taking Woodstock kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára Alvin and the Chipmunks (enskt tal) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ Julie and Julia kl. 5:30 - 8 - 10:35 LEYFÐ Did you hear about the Morgans kl. 10 B.i. 7 ára Mamma Gógó kl. 8 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir kl. 6 LEYFÐ Avatar kl. 6 - 9 B.i. 10 ára Mamma Gógó kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 5:50 LEYFÐ Avatar 3D kl. 10:10 B.i.10 ára Avatar 2D kl. 9 B.i.10 ára Whatever Works kl. 5:50 - 8 B.i.7 ára A Serious Man kl. 10:10 B.i.12 ára Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó YFIR 80.000 MANNS HUGH GRANT OG SARAH JESSICA PARKER FARA Á KOSTUM Í FRÁBÆRRI GAMANMYND HHH „Myndin er mann- leg og fyndin“ -S.V., MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K Hugverkastuldur er glæpursem er stundaður í öllumlistgreinum. Hver kann- ast ekki við umræðuna í tónlistar- og kvikmyndaiðnaðinum um hversu mikið tapið er vegna ólög- legs niðurhals og ólöglegrar fjöl- földunar og sölu ár hvert. Mál- verkafölsunarmál teljast til stórglæpa, menn sitja inni í ára- raðir ef þeir eru fundnir sekir um að hafa fjölfaldað verk einhverra meistara. Minna er talað um hönnunarstuld og fölsun í fataiðn- aði en reglulega koma þó upp mál þar sem fatahönnuðir saka aðra í faginu um að stela sinni hönnun og selja undir eigin nafni. Svo við tölum nú ekki um allar gervi- Prada-, -Dior- og -Chanel- töskurnar sem hægt er að kaupa upp úr bílskottum í flestum heimsborgum. Svo eru það fyr- irtækin sem fjöldaframleiða föt, þau fylgjast með því sem stóru tískuhúsin gera og hvaða línur þau leggja fyrir hverja árstíð og apa það upp í svipaðar, klæðilegri og ódýrari flíkur sem almenn- ingur hefur efni á að kaupa. Hönnunarstuldur er ódýr leið til að græða á sköpun og vinnu annarra. Eitt er samt að fá inn- blástur frá öðrum hönnuðum í sína eigin hönnun, annað er að stela henni.    Íslendingar hafa alltaf veriðduglegir við að bjarga sér og hefur verið stundaður víðtækur hönnunarstuldur í heimahúsum hérlendis um langa hríð. Skemmst er að minnast Emami- kjólsins sem sló í gegn fyrir tveimur árum. Allt í einu fóru konur að draga fram saumavélina til að eignast einn slíkan, fæstar tímdu þær að borga fyrir hann en Emami er tískumerki tveggja ungra íslenskra systra og var kjóllinn þeirra fyrsta hönn- unarvara í sölu. Eftir að prjónaæði greip land- ann og lopapeysur urðu að tísku- vöru hefur verið nokkuð mikið um það að íslensk lopahönnun sé stæld. Farmers Market-peysurnar hafa verið þar efstar á blaði og skammast sín enginn fyrir að við- urkenna að hafa stolið þeirra uppskriftum.    Heyrst hefur að konur séuorðnar svo kræfar í stuld- inum að þær hiki ekki við að fara inn í þær verslanir sem selja þess- ar vörur og taka fram peysuna sem þær langar til að eignast, leggja hana á verslunarborðið og telja lykkjurnar upphátt fyrir framan afgreiðsludömuna og skrifa samviskusamlega niður á blað svo ekkert klikki þegar stolna peysan er prjónuð. Ef Farmers Market myndi gefa út prjónabók þar sem uppskrift- irnar að þeirra peysum væru að- gengilegar öllum þeim sem bók- ina keyptu, eins og t.d. Álafoss gerir, væri sjálfsagt mál að prjóna slíkar peysur, en þeir bjóða ekki upp á það. Farmers Market er þeirra merki, þetta er þeirra mynstur og þeirra hönnun. Ekki myndi neinum, eða a.m.k. mjög fáum, detta í hug að ganga inn í gallerí með penna, blað og myndavél og byrja að skissa niður og taka myndir af því málverki, eða þeim listmun, sem þá langar til að eignast. Fara svo heim og gera nákvæmlega eins verk. Sá yrði úthrópaður falsari. Sá sem prjónar Farmers Market- lopapeysur er jafn mikill falsari, peysurnar eru jafn höfundarétt- arvarðar og málverk sem hangir uppi í galleríi. Glæpurinn er líka enn alvarlegri þegar málverkið eða peysan er fjöldaframleidd af þjófnum og seld til gróða.    Svo má líka spyrja sig hvortkom á undan, hænan eða egg- ið? Hönnun Farmers Market byggir á gamla íslenska lopa- peysumynstrinu og má eflaust finna svipuð mynstur í gömlum eða nýjum prjónablöðum. Það réttlætir að mínu mati samt ekki nákvæma eftiröpun á þeirra hönnun. Prjónafólk ætti að hafa meiri metnað en svo, finna upp eigin mynstur eða bara prjóna eftir löglegum uppskriftum. Auðvitað er skiljanlegt að allir vilji eignast það sem er í tísku án þess að þurfa að greiða mikið fyr- ir það. Ef þú getur gert eins flík heima fyrir helmingi lægra verð, hvers vegna ekki? Vegna þess að hönnunarstuldur er jafn alvar- legur glæpur og annar stuldur. ingveldur@mbl.is Hönnunarstuldur í heimahúsum Farmers Market Fyrirsæta klædd ullarpeysunni Stóra-Fljót og kjólnum Heiði frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Farmers Market. AF HÖNNUN Ingveldur Geirsdóttir »Eftir að prjónaæðigreip landann og lopapeysur urðu að tískuvöru hefur verið nokkuð mikið um það að íslensk lopahönnun sé stæld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.