Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Minna kólesteról
www.ms.is
Benecol er náttúrulegur
mjólkurdrykkur sem
lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda
kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of
hátt kólesteról í blóði er
einn helsti áhættuþáttur
kransæðasjúkdóma.
Ein flaska á dag dugar
til að ná hámarksvirkni.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
–
0
0
5
1
SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að
unnið verði að nýju skipulagi að Ingólfstorgi þar sem
fallið verður að hluta frá áður auglýstum tillögum
sem hafa mætt talsverðri andstöðu.
Samkvæmt nýju tillögunum mun skemmtistaðurinn
Nasa standa áfram í óbreyttri mynd, en fyrri breyt-
ingatillaga gerði ráð fyrir að staðurinn yrði rifinn og
endurbyggður í kjallara nýbyggingar sem átti að rísa
þar sem Nasa stendur nú. Einnig hefur verið hætt við
að færa húsin við Vallarstræti 4 og Austurstræti 7
framar á torgið. Verða húsin tvö áfram á sínum stað
og vernduð í þeirri mynd sem þau eru.
Hins vegar verður byggð fimm hæða tengibygging
á milli húsanna tveggja sem hýsa mun hótel, auk þess
sem byggt verður ofan á Nasa. Að sögn Júlíusar Víf-
ils Ingvarssonar, formanns skipulagsráðs, verða ný-
byggingarnar hannaðar í stíl við eldri byggð á svæð-
inu.
Hann segir að með nýrri breytingartillögu sé verið
að bregðast við þeirri gagnrýni sem fram kom á fyrri
skipulagstillögu. „Það er mikilvægt að vinna tillögur á
viðkvæmum svæðum sem þessu í samráði við alla þá
sem láta sig málið varða.“ hlynurorri@mbl.is
Hætt við óvinsælar fram-
kvæmdir við Ingólfstorg
Morgunblaðið/Heiddi
Verða á sínum stað Samkvæmt fyrri tillögu áttu þessi
hús, hið gula og hið rauða, að færast framar á torgið.
Rífa ekki Nasa og færa ekki
gula og rauða húsið fram
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
ÍSLENSKA alþjóðabjörgunarsveitin
lenti á flugvellinum í Port-au-Prince á
tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að
hafa haldið héðan um ellefu í gær-
morgun á vegum utanríkisráðuneyt-
isins. „Fátæka Ísland er fyrst til
Haítí,“ segir á vef norska ríkis-
útvarpsins, NRK, um för íslensku
rústabjörgunarsveitarinnar.
Að sögn Ólafar Snæhólm hjá Lands-
björgu blasti mikil eyðilegging við
sveitinni þegar flogið var yfir borgina.
Þar var rafmagnslaust svo afferma
varð vélina með handafli. Síma-
samband liggur nær niðri og erfitt er
að ná sambandi við sveitina.
Óvíst um lendingu á tímabili
Urður Gunnarsdóttir hjá utanríkis-
ráðuneytinu sagði að fljúga ætti vélinni
til baka á miðnætti í gær með erlenda
ríkisborgara. Vegna sambandsleysis
væri ekki komið á hreint hve margir
færu með eða frá hvaða löndum. Átti
rústabjörgunarsveitin, að sögn Ólafar,
að hjálpa til við að ferma vélina á ný áð-
ur en hún færi.
Misvísandi upplýsingar bárust frá
yfirvöldum um lendingarhæfni flug-
vallarins og var því lengi vel óvíst um
lendingu í Port-au-Prince. Kristinn
Ólafsson í rústabjörgunarsveitinni
sagði sveitina leggja mikla áherslu á að
geta athafnað sig sem mest strax í
björtu og því væri mikilvægt að ná
lendingunni. Búið var að finna túlk og
verið að athuga með flutning og stað-
setningu fyrir sveitina.
Vitað er að einn Íslendingur, Hall-
dór Elías Guðmundsson, var á Haítí
þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann
virðist þó vera óhultur. Halldór skrif-
aði á Twitter-síðu sína skömmu eftir
skjálftann að hann sæti fyrir utan hót-
elið sem væri rústir einar. Ekki náðist í
Halldór í gær.
Vonar að börnin hafi sloppið
Pétur Guðjónsson þekkir vel til á
Haítí eftir að hafa heimsótt eyjuna
mánaðarlega í mörg ár. Húman-
istahreyfingin rekur þar um 200 skóla
sem um 60.000 börn sækja. Tíu þeirra
eru í hæðum Port-au-Prince. Vonar
hann að börnin hafi sloppið þar sem
jarðskjálftinn varð utan skólatíma.
Pétur telur ganga kraftaverki næst að
hafa náð í tvígang sambandi við vin
sinn á Haítí. Í gegnum hann fékkst svo
túlkur fyrir rústabjörgunarsveitina.
Pétur segir mikla mildi að vinur hans
og fjölskylda skyldu sleppa lífs. Allt í
kringum þau hafi hús hrunið og margir
í kringum þau séu látnir. Húsin í Port-
au-Prince eru að mestu hlaðin úr múr-
steini og þola því illa jarðskjálfta.
SOS Barnaþorpum hefur ekki tekist
að afla upplýsinga um afdrif barna í
þorpunum tveimur sem margir Íslend-
ingar styðja.
Rauði kross Íslands hefur hafið
söfnun vegna jarðskjálftans á Haítí.
Sími söfnunarinnar er 904 1500 .
Íslenska rústabjörgunar-
sveitin einna fyrst til Haítí
Mjög erfiðar aðstæður til björgunarstarfa þar sem fjarskipti eru í lamasessi
Gríðarlegt björgunarstarf er fyrir
höndum á Haítí þar sem jarð-
skjálfti upp á rúm 7 stig á Richt-
ers-kvarða lagði höfuðborgina
Port-au-Prince nær því í rúst og
óttast er um tugi þúsunda.
Víkurfréttir / Hilmar Bragi
Hamfarir Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin undirbýr brottför.
Á vettvangi Rústabjörgunarsveitin lenti
rúmlega níu í gærkvöldi að íslenskum tíma.
Lögreglan
handtók í gær
tvo menn
grunaða um að
veita manni á
þrítugsaldri
hnífsstungu í
heimahúsi við
Þórðarsveig í
Grafarholti.
Maðurinn var fluttur á slysa-
deild eftir árásina í gær, en var
þó ekki lífshættulega slasaður
að sögn lögreglu.
Málið er í rannsókn og getur
lögreglan ekki veitt frekari
upplýsingar um það að svo
stöddu.
Á slysadeild eftir
líkamsárás
SALLY Magn-
usson, frétta-
maður BBC í
Skotlandi, var
ávítuð af yfir-
stjórn stofn-
unarinnar fyrir
ummæli sín í
lesendabréfi um
Icesave-deiluna.
Sally gagn-
rýndi bresk yfirvöld fyrir að
leggja miklar klyfjar á Íslendinga
með því að krefjast hárra vaxta
og spurði hvort ekki væri nær að
krefjast 2%–3% vaxta, í stað 5,5%.
Íslendinga munaði um það en
Bretar tækju varla eftir mun-
inum.
Ávítuð fyrir að
styðja Íslendinga
Sally Magnusson
ÁKVEÐIÐ hefur verið að draga
til baka boðaðar breytingar á
systkina- og námsmannaafslætti
hjá leikskólum Seltjarnarness.
„Ástæðan er sú að ég átti fund
með formönnum foreldrafélag-
anna á mánudaginn, þar sem
þeir komu með mjög málefna-
legar athugasemdir og ábend-
ingar varðandi þessar breyt-
ingar,“ segir Ásgerður
Halldórsdóttir bæjarstjóri. „Okk-
ur [í bæjarstjórn] fannst því eðli-
legt, miðað við þær forsendur
sem lagðar voru fram, að draga
þetta til baka.“
Hins vegar verður staðið við
7,5% hækkun á leikskólagjöldum,
og umtalsverða hækkun á verði
máltíða til að standa straum af
hækkandi afurðaverði. „Þessar
gjaldskrár höfðu ekki hækkað
frá 2002,“ segir Ásgerður.
Hætta við skerðingu
„Það er mjög erfitt að bíða,“ segir
Elda Þórisson Faurelien sem er
fædd á Haítí en fluttist hingað fyr-
ir rúmum þremur árum og rekur
nú Café Haítí ásamt manni sínum
Methúsalem Þórissyni.
Elda óttast um bróður sinn sem
býr í Port-au-Prince og rekur þar
vefnaðarvöruverslun, neðst í stóru
húsi sem oft er lokað kl. 17 en
skjálftinn varð 10 mínútum áður
að staðartíma. Önnur systkini
hennar og móðir búa í Bandaríkj-
unum. Hún hefur einnig áhyggjur
af frænda sínum sem rekur skóla
og er venjulega þar á þriðju eða
fjórðu hæð.
Hún stofnaði og rak einnig skóla
í einu fátækrahverfa Port-au-
Prince, sem um fimmtíu börn
sóttu, og bíður nú frétta af þeim.
Vinkonur Eldu í Bandaríkjunum
létu hana vita af jarðskjálftanum
um kl. 1 í fyrrinótt. Hún og Methús-
alem maður hennar reyndu strax
að fylgjast með á erlendum frétta-
stöðvum og hófu að hringja í ætt-
ingja og vini til að athuga um af-
drif þeirra.
Tæpum klukkutíma áður en
jarðskjálftinn reið yfir Haítí hafði
Elda verið að tala við frænda sinn í
síma. Hún hefur hvorki náð í hann
né aðra ættingja, þrátt fyrir hring-
ingar, sms-sendingar og tölvu-
pósta.
Erfitt að bíða frétta af ættingjum og vinum
Morgunblaðið/Golli
Ótti Elda Þórisson óttast um
bróður sinn í Port-au-Prince