Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 30

Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 ✝ Jenný Þóra Skarp-héðinsdóttir fæddist í Arnartungu á Snæfells- nesi 1. febrúar 1931. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala sunnudaginn 3. janúar sl. Foreldrar hennar voru Skarphéðinn Þór- arinsson, f. 10. desember 1898, d. 18. desember 1978, og Elín Sigurð- ardóttir, f. 10. september 1901, d. 15. júlí 1971. Jenný var önnur í röð fjögurra systkina. Hin eru Sigurvin Birkir, f. 17. maí 1929, Björg Hulda, f. 23. nóvember 1936, og Rakel Erna, f. 2. júlí 1947. Hinn 1. júní 1952 giftist Jenný Þóra Gissuri Kristjánssyni Breiðdal, f. 3. september 1922. Foreldrar hans voru Kristján Hólm Ágústs- son Breiðdal, f. 21. september 1895, d. 6. júlí 1959, og Ingibjörg Njálsdóttir, f. 4. nóv- ember 1885, d. 22. ágúst 1945. Börn Jennýjar Þóru og Gissurar eru: 1) Ingi- björg, f. 1953, maki Stig Svensson, dætur hennar; Jenný, Íris Dröfn og Heiðrún Klara. 2) Skarphéðinn, f. 1955; maki Ragnheiður E. Stefánsdóttir, börn þeirra; Stefán Vignir og Rakel Erna. 3) Smári, f. 1957, börn hans; Guð- mundur, Gissur Breiðdal, Rúnar Breiðdal, Skarphéðinn og Arnberg- ur. 4) Víðir, f. 1958, maki Nanthikan Seeklang, dætur hans; Katrín Þóra og Brynja Ósk. 5) Ellert, f. 1959, kvæntur Selmu Björk Petersen, börn þeirra; Elín Arna og Marteinn Áki. 6) Stefanía, f. 1960, gift Ásgeiri Helga- syni, börn þeirra; Ásta, Sólveig og Al- dís. Barnabarnabörn eru fimm. Jenný ólst upp á bænum Syðri- Tungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún stundaði nám í Húsmæðraskól- anum Hverabökkum í Hveragerði veturinn 1949-1950 og aftur 1951- 1952. Veturinn 1950-1951 vann hún á Vegamótum á Snæfellsnesi og þar kynntist hún Gissuri. Þau flytja í Borgarnes 1952 og búa þar til ársins 1999 er þau fluttu í Kópavog. Útför Jennýjar Þóru fór fram frá Hjallakirkju 13. janúar síðastliðinn í kyrrþey. 13. janúar sl. var Jenný Þóra Skarphéðinsdóttir tengdamóðir mín kvödd. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk og eftir hennar fyrirmæl- um. Jenný hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni og var hennar eigin útför engin undantekn- ing. Ég var aðeins 17 ára þegar hitti tengdamömmu í fyrsta skipti á heimili þeirra Gissurar á Þórólfsgötunni í Borgarnesi. Það var ekki verið að gera mikið tilstand þó að nýr einstak- lingur birtist á heimilinu, mér var bara kennt hvernig ætti að komast inn, þótt það væri læst, og þar með var ég orðin ein af heimilisfólkinu. Jen- nýju fannst það ekki tiltökumál eftir að hafa alið upp 6 börn hvort það bættist einn eða fleiri í hópinn við matarborðið. Oft var þröng á þingi í stofunni á Þórólfsgötunni þegar allir krakkarnir af Holtinu komu til að horfa á sjón- varpið, en það var eitt af fyrstu sjón- vörpum í Borgarnesi, keypt áður en Ríkissjónvarpið tók til starfa. Örugg- lega bæði til að minnka smá atgang- inn og til að börnin héldust heima við. Ég fór oft á Þórólfsgötuna fyrstu árin sem við Ellert, yngsti sonur Jennýjar og Gissurar, vorum að draga okkur saman. Ég sé það núna að ég hef ekki verið gæfuleg tengdadóttir fyrst í stað, vaknaði bara á sunnudags- morgnum beint í lambalærið og hafði mína hentisemi. En eftir því sem á leið, og ljóst varð að ég myndi nú kannski enda sem tengdadóttir, þá tók Jenný mig inn í fjölskylduna á sinn hlutlausa hátt. Ég fékk að skoða gersemarnar sem hún hafði gert þeg- ar hún var á Húsmæðraskólanum í Hveragerði, yndislegir útsaumaðir dúkar og vefnaður. Ljóst var að árin tvö í Húsmæðraskólanum voru Jen- nýju kær minning, þau voru ekki að- eins gullkorn í minningabankann heldur einnig undirbúningur undir rekstur á stóru heimili. Það var saum- að og prjónað á allan barnahópinn. Jenný var mikil prjónakona og eitt af uppáhaldinu mínu er lopateppi sem hún prjónaði og lét mig hafa til að breiða yfir mig, svo mér yrði ekki kalt í bílnum á leið til Reykjavíkur fyrir 30 árum. Ég fékk aldrei að skila því, við það var ekki komandi, gert úr afgöng- um. Það er einhver innri hlýja sem fylgir þessu teppi og þegar einhver er lasinn á mínu heimili þá er ömmutepp- ið tekið fram. Eftir að Jenný veiktist af blóðreki í lungum og varð bundin við súrefni þá fluttu þau Gissur frá Borgarnesi í Kópavoginn. Í fyrri íbúðinni uppgötv- aði Jenný að þar leið henni ekki vel því hún hafði ekki útsýni til „fóstra síns“, Snæfellsjökuls. Hún var ekki í rónni fyrr en ný íbúð hafði verið keypt og nú var vel gætt að því að úr stofuglugg- anum væri útsýni vestur á Snæfells- nes og kollurinn á jöklinum blasti við í góðu skyggni. Þarna í fjarlægð var sveitin hennar og æskuheimilið Syðri- Tunga í Staðarsveit. Jenný var mikill dýravinur og ein af síðustu stundum okkar saman var á Líknardeildinni á Landakoti milli jóla og nýárs, þá sat hún á rúmstokknum þegar ég kom og horfði á dýralífsmynd í sjónvarpinu. Við sátum þarna tvær með tárin í aug- unum þegar ungviðið varð undir í lífs- baráttu dýranna. Kæra tengdamamma, takk fyrir fallega samfylgd. Þín tengdadóttir, Selma Björk Petersen Elsku amma Jenný kvaddi okkur þegar við vorum rétt nýskriðin inn í nýja árið. Ég er ánægð yfir því að hafa Jenný Þóra Skarphéðinsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, LÁRUS ÞÓRARINSSON fyrrv. flugumferðarstjóri, Hverafold 19, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Kristín Lárusdóttir, Ásthildur Lárusdóttir, Erna Lárusdóttir, Einar Þór Lárusson, Álfheiður K. Lárusdóttir, Kristín Rúna Lárusdóttir, tengdabörn, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON vígslubiskup frá Grenjaðarstað, sem lést laugardaginn 9. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. janúar kl. 13.30. Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ ÞÓRA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Þverbrekku 2, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 3. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samtök lungnasjúklinga, sími 560 4812. Gissur Breiðdal, Ingibjörg Gissurardóttir, Stig Svensson, Skarphéðinn Gissurarson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Smári Gissurarson, Víðir Gissurarson, Nanthikan Seeklang, Ellert Gissurarson, Selma Björk Petersen, Stefanía Gissurardóttir, Ásgeir Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGUNN ANNA HERMANNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 4. janúar. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.00. Björn Jónasson, Hermann Páll Jónasson, Finnbogi Jónasson, Gunnar Börkur Jónasson, Dóra Hansen, Kristín Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBJARNI JÓHANNSSON húsasmíðameistari, Vesturgötu 98, Akranesi, lést á Landspítalanum mánudaginn 11. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Bára Guðjónsdóttir, Jóhann Rúnar Guðbjarnason, Margrét Björg Marteinsdóttir, Guðrún Guðbjarnadóttir og barnabörn. ✝ Þorleifur Pálmi Jónsson fæddist 28. mars árið 1919 að Geithól við Hrútafjörð í Vestur-Húnavatns- sýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu þann 6. jan- úar 2010. Foreldrar Þorleifs voru hjónin Jón Ás- mundsson (21.7.1887 – 19.6.1938) bóndi á Geithóli og orgelleik- ari, ættaður frá Snart- artungu í Bitrufirði og Jónína Sig- urlaug Þorleifsdóttir (22.6.1887 – 17.4.1925) frá Stóra-Búrfelli í Svína- vatnshreppi. Ættir Jóns föður hans voru úr Bitrunni, Gilsfirði og Dölum. Ættir Jónínu Sigurlaugar móður hans voru úr Austur Húnavatns- sýslu. Systur Þorleifs voru Guðbjörg (23.5.1914 – 28.10.2005) og Guðrún Birna (26.8.1916 – 13.3.1999), og hálfbróðir hans samfeðra er Erlend- ur (f. 8.4.1929), kennari, rithöfundur og bókmennta- gagnrýnandi, sem lifir nú einn þeirra systkina. Hann kvæntist 23.12. 1944 Hlíf Alfoldínu Schiöth Lárusdóttur, f . 18.5. 1920. Hún lést 8.12. 1993. Börn Þorleifs og Hlífar eru Jón Baldur f. 7.11. 1944, bifvélavirki, Örn Sævar f. 12.11. 1945, trúarbragða- fræðingur búsettur á Spáni, Ásbjörn f. 19.7. 1950, forstöðumaður, Lovísa f. 15.1. 1952 kaupmaður, tvíburarnir Brynja f. 25.2.1954 skrifstofumaður og Björk f. 26.2. 1954 atvinnurek- andi, og tvíburarnir Lárus f. 22.9. 1956 myndlistamaður, búsettur í Noregi og Helgi f. 22.9 .1956 stærð- fræðingur, búsettur í Þýskalandi. Þau eiga 16 barnabörn og barna- barnabörn orðin 28. Þorleifur verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin kl 13. Þorleifur var snemma efnilegur, sterkbyggður umfram flesta aðra og gæddur ágætri greind. Skólaganga hans gat ekki orðið löng frekar en venja var á þeim tímum. Hann gerð- ist snemma áhugasamur um bók- lestur, hafði frá fyrstu tíð mætur á Halldóri Laxness og John Steinbeck og hann safnaði ungur kveðskap. Hann gerðist liðtækur skákmaður. Hann flutti til Reykjavíkur snemma á stríðsárunum, 1941, þeg- ar ný atvinnutækifæri fóru að verða til þar, vann í fyrstu ýmis bygginga- störf en fann svo fljótlega starf lög- regluþjóns sem hann sinnti upp frá því í rúma fjóra áratugi. Þau Hlíf eignuðust 8 börn. Meðan ómegðin var mikil urðu áhugamál Þorleifs að sitja á hakanum meðan hann varð að vinna margfaldan vinnudag. Hann vann þá fullan vinnudag í byggingavinnu samhliða starfi sínu sem lögregluþjónn. Venjulegt var að jafnaldrar hans, hraustir ungir menn úr sveit, byrj- uðu atvinnulíf sitt í Reykjavík í byggingavinnu. Framlag þessa hóps til sköpunar nokkurra verðmæta þjóðarinnar sem hafa orðið varan- leg, er ómælt og ómetanlegt, þótt lít- ið hafi verið hugað að því í fræðum. Sem starfsmaður var Þorleifur ósérhlífinn og framúrskarandi dug- legur. Þess hafa margir minnst sem hafa séð hann að starfi. Þegar börnin uxu úr grasi fékk hann meiri tíma fyrir sjálfan sig. Hann var mikill áhugamaður um tónlist, einkum söng og kórsöng. Hann rifjaði upp og lærði að nýju að spila á orgel, lesa nótur og vinna með nótur. Hans kór var lögreglu- kórinn sem hann var félagi í frá 1945 og fór margar ferðir með á kóramót erlendis. Nú fékk hann gleðina af að skrifa útsetningar fyrir kórinn. Þorleifur var maður nægjusamur og hógvær, hlýr og góðviljaður og elskur að dýrum. Hann var ekki trú- maður en hafði djúpa tilfinningu fyr- ir því lífi sem fáir geta séð. Þessum eiginleika hans lýsir bróðir hans, Erlendur Jónsson, vel í bók sinni Að kvöldi dags (Bókaútg. Smáragil 2007). Alla ævina bar Þorleifur með sér eðli bóndans og saknaði sveitar sinnar og búfjár. Hrútafjarðarháls var honum sérstaklega hugleikinn enda hafði hann eytt þar mörgum stundum með fénu og hundinum sín- um í æsku. Það mótaði líf hans er móðir hans lést af barnsförum er hann var sex ára. Hann hefur óskað þess að aska hans verði flutt til Hrútafjarðar þangað sem líf hans hófst og þar sem það skal halda áfram eftir viðkomuna hér. Þorleifur fékk langt líf, 90 ár. Hann var skýr í huga fram til hins síðasta og hefði gjarnan mátt fá nokkur ár til, en líkaminn var þreyttur eftir langan vinnudag. Þorleifur bjó síðustu ár sín á hjúkrunarheimili Hrafnistu H-2, Reykjavík þar sem hann naut alúð- legrar og góðrar umönnunar sem hann mat mikils og færum við starfsfólki Hrafnistu okkar bestu þakkir fyrir. Við afkomendur hans minnumst hans með hlýhug og þakklæti. F.h. afkomenda, Ásbjörn S. Þorleifsson. Þá er komið að kveðjustund, hann Þorleifur tengdafaðir minn er látinn og er mér ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Ég man vel þá stund sem ég hitti hann fyrst, þessi stóri maður með svo stórar og vinnulúnar hendur og Þorleifur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.