Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Netkosningakerfið ÍslendingaVal, sem greint var frá í fyrri hluta þessarar greinar, má aðlaga á þann hátt að það geti nýst við þjóðaratkvæða- greiðslur og sparað þannig tíma og til- kostnað. Í núverandi uppsetningu á Íslend- ingaVali var farin sú leið að nýta heimabanka til að leyfa kjósendum að útbúa sér auðkenni (lykilorð). Þetta er ekki góð lausn, þar sem t.d. fjölskyldumeðlimur eða óheiðarlegur starfsmaður banka gæti tekið yfir kennitölu ein- staklings. Nafnleyndarkerfið trygg- ir þó að þegar kjósendur greiða at- kvæði sjá þeir á óyggjandi hátt ef auðkenni þeirra hafa verið nýtt af öðrum. Fræðilega séð gætu óheið- arlegir kerfistjórar ÍslendingaVals, undir lok kosningar, nýtt sér kenni- tölur þeirra sem ekki hefðu þegar auðkennt sig í gegnum Íslend- ingaVal og svarað vélrænt fyrir þeirra hönd á kosningarvefnum. Í raun er samskonar áhætta til staðar í hefðbundnum kosningum, þ.e. þeir sem merkja við kjörskrána gætu greitt atkvæði fyrir alla þá sem ekki mæta á kjörstað. Hugsanlegt svindl er takmarkað í stærð með því að dreifa kjósendum á marga kjörstaði og kjördeildir og með því hafa þrjá eftirlitsmenn í hverri undirkjör- stjórn. Svipaða leið mætti fara í raf- rænni útfærslu, þ.e. dreifa kjós- endum á marga vefþjóna sem gegna sambærilegu hlutverki og ÍslendingaVal. Raf- ræna leiðin býður reyndar upp á miklu kostnaðarminni leið til að tryggja þetta. Hún er sú að láta alla kjós- endur afhenda Íslend- ingaVali rafræna und- irskrift með beiðni um þáttöku í tiltekinni kosningu. Fjöldi slíkra beiðna þyrfti þá að stemma við fjölda þeirra færslna sem er að finna í nafnlausu kjör- skránni sem nafnleyndarkerfið varðveitir. Þannig væri komið í veg fyrir möguleikann á því að óheið- arleigir kerfisstjórar ÍslendingaVals gætu svindlað með kennitölur þeirra sem nýta sér ekki atkvæð- isrétt sinn. Til að koma þessu kerfi í kring þurfa allir kjósendur að hafa svokallað rafrænt skírteini en vikið verður betur að þeim seinna. At- hyglisvert er að núverandi lög um kosningar til Alþingis gera ekki ráð fyrir því að kjósendur undirriti kjör- skrá við þáttöku heldur byggja ein- göngu á heiðarleika kjörstjórna. Slík undirritun rækist þó engan veginn á kröfur um nafnleynd. Til- vist rafrænna kvittana og möguleiki kjósenda til að sannreyna atkvæði sitt brýtur að vissu leyti í bága við nafnleynd þar sem kjósendur gætu verið beyttir þrýstingi og krafðir um kvittun sína eða jafnvel beðnir um að selja atkvæði sitt. Þetta er af flestum talið óheppilegt og í hefð- bundnum kosningum er reynt að koma í veg fyrir þetta með reglum um kjörklefa á kjörfundi, sbr. 69 grein og 87 grein laga um kosn- ingar. Þó ber að benda á að lög um Alþingiskosningar taka ekki á þeim möguleika að komið sé í veg fyrir að kjósandi komist á kjörstað til að tjá vilja sinn. Fyrrnefnda atriðið er ein af þeim ástæðum þess að margir hallast gegn netkosningum á meðan þeir hinir sömu tala sjaldnast máli netkosninga þótt þær geti auðveld- að mönnum að taka þátt í kjörfundi. Hér er ekki meiningin að reyna að tala máli þess að skipta hefð- bundnum kosningum út fyrir net- kosningar í einu vetfangi. Hins veg- ar er mikilvægt að benda á að auðvelt er að aðlaga netkosningu að tilteknum kjörstöðum og í stað þess að afhenda kjósendum rafræna kvittun, afhenda heldur sérstökum eftirlitsvef kvittunina þar sem kjós- andinn getur barið hana augum um leið og hann afhendir hana. Þannig má auðveldlega hafa tvöfalt (eða jafnvel margfalt) bókhald á atkvæð- um til að auka tiltrú manna á raf- rænni talningu þeirra. Þessar kvitt- anir mætti einnig prenta á pappír í augsýn kjósandans, til að auka traust hans á ferlinu enn frekar. Kvittanirnar væru þá varðveittar af kjörstjórn eins og atkvæðaseðlar í kjörkassa. Við talningar þyrfti ein- ungis að taka nokkur hundruð stikkprufur til að fá nánast full- komið tölfræðilegt mat á áreið- anleika rafræna kerfisins. Raun- særra er að hugsa sér að nota megi kerfi eins og ÍslendingaVal til að út- færa nokkurs konar „þjóðarpúls“, þ.e. kerfi sem leyfir þjóðinni að greiða atkvæði um jafnvel hvert ein- asta lagafrumvarp sem Alþingi af- greiðir. Á vefnum gæti verið að finna samantekt þingflokkanna eða þingmanna á afstöðu og rökfærslum þeirra um öll mál sem hver og einn gæti kynnt sér að vild. Í kjölfar samþykktar Alþingis væri svo hægt að kjósa með eða á móti því að við- komandi lög öðluðust gildi, t.d. inn- an við viku eftir að þau væru sam- þykkt af Alþingi. Ef tiltekinn fjöldi kjörbærra manna greiddi atkvæði gegn viðkomandi lögum mætti hugsa sér að Alþingi yrði að taka þau til endurskoðunnar eða að vísa þeim til hefðbundinnar þjóð- aratkvæðagreiðslu. Mikill fjöldi kosninga væri vís til að búa til kosn- ingaleiða hjá almenningi – ekki vilja allir vera Alþingismenn! Sökum þess væri að öllum líkindum heppi- legra að þessi þjóðarpúls væri lif- andi, þ.e. að almenningur gæti séð hvert hver kosning stefndi til þess að missa ekki af tækifærinu til að tjá sig um málið. Jafnvel mætti hugsa sér að hver og einn gæti breytt atkvæði sínu fram á síðustu stundu. Kostnaður við uppsetningu á svona vefkosningakerfi þarf ekki að vera mikill og hann er nær óháð- ur fjölda kosninga. Færa má fyrir því ákveðin rök að ofangreint kerfi gæti boðið upp á heilmikinn sparnað þar sem að fækka mætti þingmönn- um sökum meira aðhalds og þáttöku þjóðarinnar allrar. Kostnaður við hefðbundnar alþingis- og þjóð- arkosningar getur hlaupið á hundr- uðum milljóna króna og tekur sömu- leiðis mikinn tíma. Af þeim ástæðum einum og sér þykir æski- legt að halda fjölda almennra kosn- inga í skefjum. Eins og fyrr var greint frá mætti auka öryggi raf- rænna kosninga á ÍslendingaVali með notkun rafrænna skírteina þannig að kjósendur geti undirritað beiðnir um þátttöku í kosningum. Undanfarin ár hafa Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og Fjár- málaráðuneytið unnið að mótun al- menns dreifilyklaskipulags fyrir Ís- land og komið á laggirnar svonefndri vottunarrót fyrir Ísland, Íslandsrót. Þegar er farið að gefa út rafræn skilríki á snjallkortum (eða debetkortum) og heimabankar farn- ir að nýta þær til að auka öryggi við auðkenningu notenda sinna. Til stendur að nýta sömu kort fyrir lög- gildar undirritanir í viðskiptalegum tilgangi á netinu. Almenn notkun þessara korta á eftir að skapa mikla hægræðingu og fullyrða má að þeg- ar þau eru komin í almenna notkun að þá finnist fólki jafn sjálfsagt að hafa þau við hendi eins og veski eða farsíman sinn. Afhending þessara skilríkja kallar á formlegt ferli og fer nú að mestu í fram í útibúum viðskiptabankanna. Færa má fyrir því rök að rétt væri að afhenda ein- staklingum, þeim sem ekki hafa þau nú þegar, svona snjallkort næst þegar þeir mæta á kjörstað. Þá væri til staðar mikilvæg forsenda þess að hægt sé að framkvæma almennar þingkosningar og formlegar þjóð- aratkvæðagreiðslur með rafrænum hætti – á hraðan og ódýran hátt. Öll tæknin er þegar til staðar og ef raunverulegur vilji er fyrir hendi þá þarf það ekki að taka langan tíma að útbúa rafrænt kosningakerfi og að- laga kosningalögin að því. Rafrænar kosningar - raunhæfur kostur Eftir Hákon Guðbjartsson » Öll tæknin er þegar til staðar og ef raun- verulegur vilji er fyrir hendi þá þarf það ekki að taka langan tíma að útbúa rafrænt kosn- ingakerfi og aðlaga kosningalögin að því. Hákon Guðbjartsson Höfundur er frkvstj. upplýsinga- tæknisviðs Íslenskrar erfðagrein- ingar ehf. ICESAVE-málið er í uppnámi einn gang- inn enn og sér hvergi til lands. Þetta mál á upptök sín í frjáls- hyggjuskeiðinu sem leiddi hrunið yfir ís- lenskt bankakerfi. Geir H. Haarde og Ingi- björg Sólrún Gísladótt- ir, oddvitar í rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á árinu 2007-2008, innsigluðu hrunið og mótuðu þá stefnu um samninga við Breta og Hollendinga sem síðan hefur verið fylgt í meginatriðum. Þingflokkar þeirra lögðu blessun sína yfir þá stefnu á Alþingi 5. des- ember 2008. Framsóknarmenn sátu þá hjá en Vinstri grænir stóðu einir gegn því að fallast á tillöguna. Ástæða er til að rifja upp þessa ályktun Alþingis sem var svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að leiða til lykta samn- inga við viðeigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra við- skiptabanka á Evrópska efnahags- svæðinu á grundvelli þeirra sameig- inlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.“ Í þeim sameiginlegum viðmiðum sem þarna er vísað til og birt voru með tillögunni stendur þetta: „Að- ilar [íslensk, bresk og hollensk stjórnvöld] komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í sam- ræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðild- arríkjum Evrópusambandsins.“ Um pólitíska niðurstöðu sagði m.a. í greinargerð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde með tillögunni: „Gert er ráð fyrir því að þau ríki sem hlut eiga að máli muni aðstoða sjóðinn við að standa undir þessu verkefni og það verði í formi lánveit- inga viðkomandi ríkja til sjóðsins með ábyrgð íslenska ríkisins.“ Mistök ríkisstjórnar Jóhönnu og Stein- gríms Eftir fall ríkisstjórnar Geirs og Ingibjargar fyrir ári og myndun minnihlutastjórnar var samn- inganefnd við Breta og Hollendinga endurnýjuð með breytingum. Það voru augljós mistök af hálfu þeirra sem þá tóku við stjórnartaumum að bjóða ekki Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki formlega aðild að þeirri samninganefnd. Hefðu þeir hafnað því boði var staða þeirra til andófs að gerðum samningum önnur og lakari. Önnur augljós mistök sem gerð voru í júníbyrjun 2009 fólust í því að skrifa undir Icesave-samning án þess að tryggur þingmeirihluti væri fyrir honum. Þessir fing- urbrjótar hafa síðan fylgt málinu og gefið óprúttinni stjórnarandstöðu færi á að glamra og teygja málið og toga til þessa dags. Eftir að forseti Íslands hafnaði því að staðfesta ára- mótalöggjöfina hlýtur ríkistjórnin að átta sig á að hún hefur ekki vald á framvindu málsins, hvorki nú eða fari svo að lögunum verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þáttur for- setans er mál út af fyrir sig en ekki til umræðu í þessum pistli. Stjórnarandstaðan verði krafin svara Við þessar aðstæður er rétt að beina þeim spurningum til stjórn- arandstöðunnar hvaða málsmeðferð og efnislegar kröfur hún leggi til hér og nú í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslu og eftir atvikum að felldum lögunum sem vísað hefur verið í þjóðaratkvæði. Krefja verður Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk sagna um það hvað þessir flokkar geti hugsað sér sem samkomulags- grundvöll. Liggi svör um þetta ekki fyrir frá stjórnarandstöðunni er ver- ið að leiða þjóðina blindandi til kosn- inga og draga þetta afdrifaríka mál á langinn og út í fullkomna óvissu. Það er innihaldslaust með öllu að klifa á því nú, eins og stjórnarand- staðan gerir, að hún vilji nýja samninganefnd. Fá þarf fram hið fyrsta hvað það er efnislega sem stjórnarandstaðan gerir kröfu um að látið verði reyna á gagnvart er- lendum viðsemjendum og rík- isstjórnin þarf jafnframt að gera upp við sig, hvað hún vilji fallast á um breyttan málatilbúnað. – Ég hef litla trú á að Bretar og Hollendingar séu nú reiðubúnir til tilslakana, en það sakar ekki að láta á það reyna. Að öðrum kosti er dómstólaleiðin handan við hornið, en um niðurstöðu úr málaferlum, hvort sem um er að ræða jafnræðisreglu eða gildi ESB- tilskipana, getur enginn fullyrt fyr- irfram. Stjórnarandstaðan leggi spil sín á borðið Eftir Hjörleif Guttormsson » Liggi svör um þetta ekki fyrir er verið að leiða þjóðina blindandi til kosninga og draga þetta afdrifaríka mál á langinn og út í full- komna óvissu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur ÞEIR sem ekki eru kristinnar trúar eiga auðvitað að fá að rækta sína eigin trú eða trú- leysi. Og ala börn sín upp í samræmi við það. Það styð ég heilshugar. Ég er hinsvegar orð- inn dálítið þreyttur á látlausum árásum samtakanna Siðmennt- ar á kristna kirkju fyr- ir að boða kristna trú í skólum. Siðmennt segir það vera mannréttindabrot. Það er náttúrlega út í hött. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar er kristinnar trúar. Það er því bæði sjálfsagt og eðlilegt að krist- in fræði séu kennd og/eða boðuð í skólum. Það er auðvitað jafn sjálfsagt og eðlilegt að börn sem aðhyllast aðra trú eða enga þurfi ekki að sitja undir þessum messum. Það er auðvelt að komast hjá því með því einfaldlega að skilgreina skýrt hvað fellur undir kristin fræði. Þeir foreldrar sem ekki vilja slíkt þiggja geta þá undanþegið börn sín. Valgreinar eru orðnar al- gengar í skólum. Sjálfsagt er að börn viðkomandi foreldra fái þá eitthvað annað við að vera. Til dæmis kennslu í öðrum trúarbrögðum eða lífsskoðunum. Varaformaður Siðmenntar sagði í grein í Mogganum á dögunum að hann „hafi heyrt“ að algengasta kvörtun foreldra í skólum sé vegna trúmála. Er það virkilega svo? Hvað með þann margfalda meiri- hluta kristinna foreldra sem er sáttur og sæll með kristniboð í skólum? Hér þýðir ekkert að koma með tölur úr könnunum á viðhorfi manna til að- skilnaðar ríkis og kirkju. Ég er til dæmis hlynntur formlegum aðskiln- aði ríkis og kirkju. Ég vil hinsvegar að kirkjan starfi áfram í skólunum enda ekkert sem segir að það sé ekki hægt. Við eigum auðvitað að taka tillit til minni- hlutahópa og sýna þeim alla virðingu. Það er hinsvegar engin ástæða til að láta þá ráða. Það virðist vera eitt- hvert tískufyrirbrigði að háværir minni- hlutahópar berji meirihlutann til hlýðni í krafti slagorða eins og mann- réttinda og jafnræðis. Það á að bera vott um eitthvert umburðarlyndi að lúffa. Lúffa jafnvel þegar ekki hefur ver- ið óskað eftir því. Kjánalegt dæmi um það er þegar skólastjóri í Reykjavík ákvað að taka svínakjöt af matseðl- inum af því er hann taldi vera tillits- semi við börn múslima. Ágætur kennimaður múslima sagði að það væri alger óþarfi. Ef múslimabörnum væri gefinn annar valkostur, svosem lambakjöt eða fiskur gerðu þau engar athugasemdir við mataræði sinna kristnu vina. Trúlaust fólk á rétt á því að börn- um þess séu ekki kennd kristin fræði. Það á engan rétt á að taka þá kennslu frá öðrum. Leyfið Kristi að koma í skólana Eftir Óla Tynes Óli Tynes »Hvað með þann margfalda meiri- hluta kristinna foreldra sem er sáttur og sæll með kristniboð í skól- um? Höfundur er fréttamaður, kristinn faðir, afi og langafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.