Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 10. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF MARGFALDAÐ BÚSVÆÐI Í SELÁ «AFHÖNNUN Hönnunarstuldur í heimahúsum 6 Útilokað er talið að bankinn gangi að til- boði þeirra feðga óbreyttu, þar sem margt mun þykja óljóst um það hvernig þátttaka erlendra fjárfesta í kaupunum á í raun að verða og í hve miklum mæli. Sömu heimildir herma að bankinn telji tilboðið ekki slæmt, en það þurfi einfaldlega margt að skýra og setja ákveðnar tryggingar fyrir greiðslugetu. Óbærileg skuldastaða Skuldir 1998 ehf. í dag eru a.m.k. 50 millj- arðar króna, að því gefnu að engar skuldir félagsins hafi verið afskrifaðar í gamla Kaup- þingi, og skuldir Haga, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem fyrir liggja, en þær eru úr árshlutareikningi félagsins frá því 31. ágúst 2008, eru um 22 milljarðar króna. Samtals eru því skuldir félaganna yfir 70 milljarðar króna og hefur þá ekkert tillit verið tekið til Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is LJÓST er að tugi milljarða króna þarf til í nýju fjármagni inn í 1998 ehf., eignarhalds- félagið sem á Haga, til þess að rekstur Haga standi undir sér, þar sem rekstur Haga þarf einnig að standa undir lánum sem hvíla á 1998 ehf., félaginu sem á Haga, sem eru nú nánast að fullu í eigu Arion banka. Það er nú á borði Arion banka að ákveða hvernig framtíðareignarhaldi á 1998 ehf. og Högum verður háttað, en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verður fjallað um til- boð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar á fundi í Arion banka næsta mánudag. Samkvæmt sömu heimildum munu þeir Jón Ásgeir og Finnur Árnason mæta á þann fund. þess, hversu mikið skuldir Haga hafa hækkað á undanförnu einu og hálfu ári, en ljóst er að þær hafa hækkað umtalsvert, rétt eins og skuldir annarra fyrirtækja í landinu. Öll lán hækkuðu við gengisfall Við gengisfall krónunnar í október 2008 varð mikil hækkun allra áhvílandi lána í at- vinnurekstri og þar eru 1998 og Hagar að sjálfsögðu ekki undanskilin. Á sama tíma rýrnuðu flestar eignir mjög í verði, bæði fasteignir og aðrar eignir, og líklega rýrnuðu óefnislegar eignir (við- skiptavild) hvað mest, en samkvæmt árs- reikningum Haga hafa óefnislegar eignir jafnan verið stór hluti af eignum félagsins. Arion banki segir líklega nei  Bónus-feðgar þurfa að fá tugmilljarða í nýju hlutafé til þess að Hagar standi undir skuldunum  Enn ekki verið ákveðið hvort eða hversu mikið Arion banki hyggst afskrifa af skuldum félaganna  Hverjir munu eignast Haga? | Viðskipti Nokkur fjöldi stórra kröfuhafa Kaupþings er sagður vilja fresta sölunni á Högum og jafnvel setja fyrirtækið í opið sölu- ferli, enda um að ræða stærstu eign bankans. Einhverjir kröfuhafa hafa komið að máli við Brynjar Níelsson, lögmann Þjóðarhags, sem lýst hefur yfir áhuga á að kaupa Haga. Kröfuhafarnir sem um ræðir telja það geta veikt stöðu bankans ef Hagar yrðu seldir fyrri eigendum. Þeir telja að óánægja gæti orðið meðal við- skiptavina Arion ef eignir yrðu seldar að- ilum sem áður höfðu misst þær út úr höndunum. Vilja fresta sölu Haga Eftir Boga Þór Arason og Sigrúnu Rósu Björnsdóttur ÓTTAST er að tugir þúsunda hafi látist í gríðaröflugum jarðskjálfta sem reið yfir Haítí í fyrrakvöld, að sögn Renés Prevals, forseta lands- ins. Tölur um mannfall eru mjög á reiki, en AFP-fréttastofan hefur eftir þarlendum þingmanni að hann óttist að fjöldi látinna kunni að ná hálfri milljón. Höfuðborgin Port-au- Prince varð mjög illa úti og er nær rústir einar. Um fjórar milljónir manna búa í borginni og úthverfum hennar. Eignatjón er talið hlaupa á hundruðum milljarða króna. Um 40 manna hópur íslensku al- þjóðabjörgunarsveitarinnar fór á vegum utanríkisráðuneytisins til Haítí í gær og var lentur klukkan rúmlega níu í gærkvöldi eða um klukkan 16 að staðartíma, einna fyrstur erlendra hjálparsveita. Flugvélin átti síðan að fljúga til baka með erlenda ríkisborgara um miðnætti að íslenskum tíma. Rústa- björgunarsveitinni var vel fagnað en aðstæður til björgunar eru gríð- arlega erfiðar. Vitað er að einn Íslendingur, Halldór Elías Guðmundsson, var í höfuðborginni þegar skjálftinn reið yfir, en hann er óhultur. Reuters Lífgjöf Slasað barn fær læknisaðstoð eftir jarðskjálftann á Haítí, sem óttast er að hafi kostað fjölda manns lífið. Harmleikur á Haítí  Óttast er um afdrif hundraða þúsunda á Haítí eftir öflugan jarðskjálfta  Íslensk björgunarsveit komin á vettvang Í HNOTSKURN»Jarðskjálftinn mældist 7stig á Richters-kvarða. »Höfuðstöðvar Sameinuðuþjóðanna í Port-au-Prince voru meðal þeirra bygginga sem eyðilögðust og er ekki vit- að um afdrif 150 starfsmanna SÞ. »Um 238.000 manns búa ásvæðinu þar sem áhrifa skjálftans gætti mest.  Íslenska | 2, 18-19, 22  „ÞAÐ verða margir búnir með kvótann í byrjun mars og ég er smeykur um að þá komi högg og það dragi úr atvinnu í kringum fiskinn,“ segir Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands. Hann á þá einkum við út- gerðir á Snæfellsnesi, en vel hefur aflast á línu frá því í haust. Frið- þjófur Sævarsson, skipstjóri á Sax- hamri SH, segist reikna með að bát- urinn verði bundinn í allt að 20 vikur í ár. »8 Langt komnir með kvótann  ÍSLENSK stjórnvöld þurfa að átta sig betur á breskum stjórnvöldum og fjölmiðlum, segir Kevin Doran, stjórnandi hjá breska almanna- tengslafyrirtæk- inu Bell Pott- inger Public Affairs. Hann hvetur íslenska ráðamenn til að eiga í meiri óformlegum samskiptum við bresk stjórnvöld og telur mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og al- menningur veiti breskum fjöl- miðlum viðtöl. David Prosser, blaðamaður á In- dependent, segir hörkuna í mál- flutningi bankamálaráðherra Breta í garð Íslendinga minna á fram- komu gagnvart ríkjum sem eru upp á kant við alþjóðasamfélagið. Hann segist meta stöðuna svo að stjórn Gordons Browns sé reiðubúin til að endurskoða Icesave-samningana, enda vilji hún forðast að draga mál- ið fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsl- una á Íslandi og þar með fram yfir kosningabaráttuna í Bretlandi. »14 Íslendingar átti sig betur á Bretum Kevin Doran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.