Morgunblaðið - 14.01.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.01.2010, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Vigdís Hauksdóttir, þingmaðurFramsóknarflokksins, gerir at- hugasemd við það í aðsendri grein í Morgunblaðinu að fjármálaráðherra hafi ekki verið spurður út í nýleg um- mæli Eiríks Tómassonar lagaprófess- ors.     Eiríkur sagðifyrr í mán- uðinum að vegna starfa sinna fyrir ríkisstjórnina, sem hann væri bundinn trúnaði um, hefði hann séð samninga sem lágu Icesave- samningnum til grundvallar en hefðu ekki verið gerðir opinberir.     ÁEiríki mátti skilja að þær upplýs-ingar sem hann byggi yfir gætu skipt töluverðu máli.     Skiljanlegt er að Vigdís vilji látaræða við ráðherra og fá fram þessar upplýsingar sem Eiríkur segir að enn hvíli leynd yfir. Og raunin er sú að Morgunblaðið hefur ítrekað reynt að afla þessara upplýsinga, en svörin sem fengist hafa frá stjórn- völdum eru þau að enginn kannist við gögnin eða upplýsingarnar sem Ei- ríkur vísar til.     Þetta mál er eitt þeirra fjölmörgusem enn eru óupplýst í tengslum við Icesave-samningana. Pukrið hef- ur verið svo mikið að sennilega er fólk hætt að kippa sér upp við það þegar prófessor kemur fram og greinir frá því að enn séu til óbirt skjöl.     Ábending Vigdísar var þess vegnagagnleg og verður ef til vill til þess að farið verður að leita í ráðu- neytum að fleiri hliðarsamningum. Hún gæti líka fylgt málinu eftir á þingi, en full ástæða er fyrir þingið að fara rækilega yfir upplýsingagjöf í þessu máli og reyna að fylla í þær eyður sem stjórnvöld hafa skilið eftir. Vigdís Hauksdóttir. Enn eitt leyndarmálið Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 5 skýjað Lúxemborg 1 þoka Algarve 17 skýjað Bolungarvík -3 heiðskírt Brussel 0 snjóél Madríd 5 skúrir Akureyri 3 léttskýjað Dublin 4 súld Barcelona 13 léttskýjað Egilsstaðir 6 skýjað Glasgow 2 alskýjað Mallorca 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 rigning London 0 þoka Róm 6 súld Nuuk -7 snjókoma París 3 þoka Aþena 11 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Amsterdam -2 snjókoma Winnipeg -7 skýjað Ósló -13 snjókoma Hamborg -2 skýjað Montreal -11 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Berlín -2 skýjað New York -2 léttskýjað Stokkhólmur -10 alskýjað Vín -1 alskýjað Chicago -3 heiðskírt Helsinki -5 þoka Moskva -8 snjókoma Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 14. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.22 0,2 8.36 4,4 14.56 0,2 21.03 3,9 10:57 16:17 ÍSAFJÖRÐUR 4.28 0,1 10.29 2,4 17.05 0,0 23.02 2,0 11:30 15:55 SIGLUFJÖRÐUR 0.58 1,2 6.40 0,1 13.04 1,3 19.22 -0,1 11:14 15:36 DJÚPIVOGUR 5.49 2,2 12.04 0,2 18.00 1,9 10:34 15:40 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Austanátt, 10-15 m/s um tíma við suður- og austurströndina, annars yfirleitt 5-10. Rigning, einkum SA-lands og hiti 2 til 7 stig, en úrkomulítið og hiti ná- lægt frostmarki norðantil á landinu. Á laugardag Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum suðaustantil. Hiti 1 til 7 stig. Á sunnudag og mánudag Suðvestanátt og skúrir eða slydduél, en þurrt á aust- anverðu landinu. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á þriðjudag Sunnanátt og víða rigning. Hlýnandi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13. Rigning SA- lands og smáskúrir V-til, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, en sums staðar vægt frost fyrir norðan. STÓRU olíufélögin þrjú, N1, Olís og Skeljungur, hafa í þessari viku hækkað eldsneytisverð og kostar lítri af bensíni nú 201,2 krónur. Það er nokkru ódýrara ef viðskiptavinir dæla sjálfir. Það er athyglisvert að ekkert er fjallað um þessar hækkanir á vef- síðum N1 og Olís og þar kemur raunar hvergi fram hvað bensínið kostar með fullri þjónustu. Á vef Skeljungs má sjá hvað bensínið kostar, þótt ekki sé birt sérstök til- kynning um hækkunina. Þjón- ustuverð á díselolíu hjá Skeljungi er 199,90 krónur. Sérafsláttur fyrir suma Ekki er þó nauðsynlegt að greiða svona mikið fyrir eldsneytið. Sjálfs- afgreiðsluverð er töluvert lægra og yfirleitt er það lægst á sjálfs- afgreiðslustöðvum, s.s. hjá Orkunni, Atlantsolíu og ÓB. Þar að auki bjóða olíufélögin félagsmönn- um í ýmsum aksturs- og ferða- félögum og starfsmönnum tiltek- inna fyrirtækja mun betri afsláttarkjör en hinum venjulega viðskiptavini. Afslátturinn nemur oft 6-7 krónum, skv. lauslegri könn- un blaðamanns. Meðal þeirra félaga sem hafa samið um afslátt eru Sniglarnir, Ferðaklúbburinn 4x4, Bílaklúbb- urinn Krúser, Ferðafélag Íslands, starfsmannafélag Landspítalans og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Starfsmenn ýmissa fyrirtækja fá einnig sérafslátt. „Venjulegir“ viðskiptavinir geta fengið ódýrara bensín er þeir fá sér dælulykla eða staðgreiðslukort sem veita 2-3 krónu afslátt af sjálfs- afgreiðsluverði. Í ljósi þess að lítri af bensíni kostar víða um 195 krón- ur í sjálfsafgreiðslu er afslátturinn ekki ýkja mikill og á einu ári gæti sparnaðurinn numið um 4.000- 5.000 krónum, á hvern bíl. Meira munar um þær 10-11.000 krónur sem má spara á sérkjörum olíu- félaganna. runarp@mbl.is. Tilboð Einu sinni þótti þetta mikið. Morgunblaðið/Eggert Bensínverð yfir 200 krónur með þjónustu Auðvelt að komast hjá að borga fullt verð fyrir bensín Tólf þúsund manns, eða 6,7% vinnuaflsins, voru að meðaltali án vinnu og í atvinnuleit á fjórða árs- fjórðungi 2009 að því er fram kemur í vinnumark- aðstölum Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi mældist 7,9% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Sé litið til bú- setu mældist atvinnuleysi 6,6% á höfuðborgar- svæðinu en 7% utan þess. Þegar horft er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16- 24 ára eða 16,1%. Á fjórða ársfjórðungi 2009 höfðu um 1.700 manns, eða 14% atvinnulausra, verið at- vinnulausir í 12 mánuði eða lengur, en voru á sama tímabili 2008 um 200 manns. Tölur hagstofunnar byggjast á símakönnun sem gerð var frá 28. september til 27. desember sl. Heildarúrtakið var 3.935 manns á aldrinum 16-74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Svarhlutfall var rúmt 81%. Samkvæmt aðferða- fræði hagstofunnar, sem er í samræmi við vinnu- aðferðir Eurostat, evrópsku hagstofunnar, teljast þeir atvinnulausir sem ekki hafa atvinnu í viðmið- unarviku könnunarinnar, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa feng- ið vinnu sem hefst innan þriggja mánaða. Að sama skapi telst fólk starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða meira í viðmiðmunarvikunni. Fjöldi starfandi á fjórða ársfjórðungi 2009 var 166.500 manns og fækkaði um 8.500 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 178.500 manns sem jafngildir 80,3% atvinnuþátttöku. Atvinnu- þátttaka karla var 83,3% og kvenna 77,3%. Hagstofan mælir 6,7% atvinnuleysi Í HNOTSKURN »Meðalfjöldi vinnustunda helduráfram að minnka milli ára. Hann var 38,9 klst. á fjórða árs- fjórðungi 2009, en 42,3 klst. á sama tíma 2006. »Á fjórða ársfjórðungi 2009 varmeðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi 44,6 klst. en 23 klst. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.