Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 18
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÓTTAST er að þúsundir manna hafi farist í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Haítí í fyrrakvöld, að sögn for- seta landsins, Renés Prevals, sem gaf út beiðni um alþjóðlega aðstoð vegna hamfaranna. „Þinghúsið hrundi. Skattstofan, skólar og sjúkrahús hrundu,“ sagði forsetinn í viðtali við bandaríska dag- blaðið Miami Herald eftir jarð- skjálfta sem mældist 7 stig á Richt- ers-kvarða og reið yfir Haítí laust fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld að ís- lenskum tíma, klukkan 16.53 að stað- artíma. „Í mörgum skólum eru fjöl- mörg lík,“ sagði Preval og bætti við að á meðal þeirra sem hefðu grafist undir rústum þinghússins væri for- seti öldungadeildar þingsins, Kely Bastien. Forsætisráðherra Haítí, Jean- Max Bellerive, taldi jafnvel hugsan- legt að yfir 100.000 manns hefðu far- ist. „Ég vona að þetta sé ekki rétt, vegna þess að ég vona að fólk hafi haft tíma til að forða sér,“ sagði for- sætisráðherrann í viðtali við CNN- sjónvarpið. Mörg lík á götunum Björgunarmenn grófu með hönd- unum í húsarústum í örvæntingar- fullri leit að fólki sem hrópaði á hjálp. Eiginkona forsetans, Elisabeth Pre- val, kvaðst hafa séð mörg lík á götum höfuðborgarinnar, Port-au-Prince, og heyrt hróp fólks sem kæmist ekki úr rústum þinghússins. „Ég þurfti að stíga yfir lík. Margir grófust undir byggingum sem hrundu. Aðalsjúkra- húsið er í rúst. Við þurfum stuðning og hjálp.“ Sendiherra Haítí hjá Samtökum Ameríkuríkja, Duly Brutus, sagði að tugir þúsunda hefðu farist eða slas- ast í náttúruhamförunum. „Ljóst er að jarðskjálftinn hefur haft skelfilegar afleiðingar í höfuð- borginni, Port-au-Prince,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. „Við vitum ekki enn tölu látinna eða slasaðra, en við telj- um að hundruð manna hafi farist.“ Margra starfsmanna SÞ saknað Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í Port-au-Prince voru á meðal bygginganna sem eyðilögðust í skjálftanum. Talsmaður samtakanna sagði í gærkvöldi að fimmtán starfs- menn SÞ hefðu fundist látnir, 56 slas- aðir og að ekki væri vitað um afdrif allt að 150 starfsmanna til viðbótar sem voru í byggingunni er hamfar- irnar urðu. Þeirra á meðal var yfir- maður þeirra, Túnisinn Hedi Annabi, sem var að ræða við kínverska sendi- nefnd þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hermt er að margir hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna hafi látið lífið, þeirra á meðal minnst ellefu Brasilíumenn, þrír Jórdanar, og Argentínumaður. Að minnsta kosti átta kínverskir hermenn gróf- ust undir húsarústum. Sjö brasil- ískra hermanna til viðbótar og frið- argæsluliða frá Argentínu var saknað. Í friðargæsluliðinu eru alls um 7.000 hermenn og 2.000 lögreglu- menn og það starfar undir stjórn Brasilíumanna. Gríðarlegt eignatjón Á meðal þeirra sem var saknað í höfuðborginni voru um 200 útlend- ingar í Montana-hótelinu sem hrundi, að sögn franska ráðherrans Alains Joyandets. „Við vitum að 300 manns voru í hótelinu þegar það hrundi og aðeins um 100 komust út,“ sagði ráðherrann. Á meðal Haíta, sem vitað er að fórust, er erkibiskup kaþólsku kirkjunnar, Joseph Serge Miot, sem fannst látinn á skrifstofu sinni. Rauði krossinn sagði að allt að þrjár milljónir manna hefðu orðið fyrir tjóni vegna hamfaranna. Sendi- herra Haítís í Bandaríkjunum sagði ljóst að eignatjónið væri gríðarlegt, eða sem svarar hundruðum milljarða króna. Tafarlausri aðstoð lofað Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var á meðal björgunarsveita sem sendar voru til Haítí í gær. Stjórn- völd í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Danmörku lof- uðu tafarlausri aðstoð við björgunar- starfið. „Þessar hörmulegu hamfarir eru skelfilegar og óskiljanlegar,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sem hét tafarlausri og um- fangsmikilli aðstoð við að bjarga mannslífum á Haítí. Benedikt XVI páfi hvatti þjóðir heims til að koma íbúum landsins til hjálpar með rausn- arlegum hætti. Kanadísk yfirvöld sendu strax flugvél með hjálpargögn og 200 manna lið hermanna, verkfræðinga og lækna sem eiga að kanna ástandið og meta þörfina á aðstoð. Banda- ríkjaher sendi flugvélar og skip til Haítí og gert er ráð fyrir að banda- rískt flugvélamóðurskip komi að strönd landsins í dag. Grófu í niðamyrkri Mikill skortur var á tækjum til björgunarstarfa í landinu og björg- unarmenn grófu í rústunum með ber- um höndum. Rafmagnslaust varð í hamförunum og niðamyrkur var því í borginni eftir skjálftann. „Þúsundir manna sátu á götunum eftir að hafa misst heimili sitt,“ sagði Rachmani Domersant, framkvæmdastjóri góð- gerðarstofnunar sem sér fátækum íbúum Haítí fyrir matvælum. „Sumir voru með vasaljós og reyndu að grafa fólk úr rústunum. Það væri mikið vanmat að tala um að hundruð manna hefðu farist.“ Óttast að þúsundir manna hafi farist í hamförunum Reuters Björgunarstarf Íbúar Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, leita að fólki í rústum byggingar sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir landið í fyrrakvöld. 1 5 9 3 2 1 km Dómhús hæstaréttar eyðilagðist DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ HAÍTÍ Santo Domingo Norður-Ameríkuflekinn Karíbaflekinn Port-au-Prince H i s p a n í ó l a Púertó Ríkó- trog Hispaníóla-trog Sniðgengi Niðurstreymis- belti Kl. 21.53 að ísl. tíma 7,0 stig á Richter Port-au- Prince Carrefour Petit Goave Leogane Canal de la Gonave Eftirskjálftar mældust yfir 4 stig á Richter 50 km 25 km Jarðskjálftinn varð á misgengi á mótum Karíbaflekans og Norður-Ameríkuflekans Skjálftamiðjan var aðeins um 16 km frá Port-au-Prince, sem er með um það bil milljón íbúa Mikið manntjón varð þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí í fyrrakvöld og margar byggingar í höfuðborginni, Port-au-Prince, lögðust í rúst. Er þetta öflugasti landskjálfti á Haítí í um það bil tvær aldir. JARÐSKJÁLFTINN Á HAÍTÍ Heimildir: USGS, fréttir fjölmiðla EYÐILEGGING Í HÖFUÐBORGINNI Petionville Sjúkrahús í rúst og miklar skemmdir á Montana-hótelinu Þinghúsið eyðilagðist Bygging iðskiptaráðu- neytisins skemmdist Höfuðstöðvar starfsliðs SÞ skemmdust Dómkirkjan í borginni eyðilagðist Forseta- höllin eyðilagðist Alþjóða- flugvöllurinn skemmdistPORT-AU-PRINCE  Forsætisráðherra Haítí telur hugsanlegt að yfir 100.000 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum  Alþjóðlegar björgunarsveitir sendar á staðinn til að leita að fólki sem grófst undir húsarústunum 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 JARÐSKJÁLFTINN á Haítí varð á misgengi á mótum Norður- Ameríkuflekans og Karíbaflekans. Upptök hans voru um það bil 16 kílómetra frá höfuðborginni, Port- au-Prince. Sigþrúður Ármannsdóttir, land- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði að skjálftinn hefði orðið á sniðgengisbelti á flekaskilum sunnarlega á eyjunni. Skjálftinn hefði verið grunnur, upptökin hefðu verið nálægt yfirborðinu, hugsanlega á um það bil 10 kíló- metra dýpi. Að sögn Sigþrúðar varð skjálft- inn á þekktum flekaskilum. „Það er langt síðan svo stór skjálfti hefur orðið á þessum slóðum, hugsanlega á nítjándu öldinni seinast.“ Jarðskjálftinn kom greinilega fram á jarðskjálftamælum hér- lendis, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Af 55 mælum á landinu sendu 47 þeirra rafræn skilaboð um skjálftann inn á eft- irlitsvakt Veðurstofunnar, en það gerist nokkuð oft að skjálftar í fjarlægum löndum komi fram á mælum hér á landi. 32 eftirskjálftar Jarðskjálftamiðstöð Bandaríkj- anna (USGS) sagði að 32 snarpir eftirskjálftar hefðu orðið á Haítí eftir stóra skjálftann í fyrrakvöld og þeir öflugustu hefðu mælst 5,9 og 5,5 stig á Richters-kvarða. Sus- an Potter, jarðfræðingur stofnun- arinnar, sagði að svo öflugur skjálfti hefði ekki orðið á Haítí frá árinu 1897 eða jafnvel frá 1770. Upptökin voru ná- lægt yfir- borðinu Jarðskjálfti á Haítí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.