Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Eldgos ekki talið yfirvofandi Jarðhræringar djúpt undir Eyjafjallajökli í fyrradag gefa ekki ástæðu til að ætla að yfirvof- andi hætta sé á eldgosi, að mati Matthews J. Ro- berts, sérfræð- ings á Veðurstofu Íslands. Þær beri einungis vott um kvikuhreyfingar sem valdi litlum jarðskjálftum djúpt í jörðu undir jöklinum. Auk jarðskjálftamælinga er fylgst með yfirborðsbreytingum í nágrenni jökulsins. Á Þorvaldseyri er rekin GPS-mælistöð í þeim tilgangi. Hún færðist um einn sentimetra til suð- urs á liðnu sumri samfara skjálfta- virkni þá. Stöðin hefur færst örfáa millimetra í þessum mánuði og ber það vott um kvikuinnskotið undir jöklinum. Náið er fylgst með þessum yfirborðsbreytingum. Roberts sagði engin merki um breytingar undir Mýrdalsjökli en eldstöðvarnar Katla og Eyjafjallajökull virðast tengdar. Skjálftavirkni undir Eyjafjalla- jökli virðist hafa færst í aukana und- anfarnar tvær vikur miðað við fjóra mánuði þar á undan. gudni@mbl.is Virkni Kvika undir Eyjafjallajökli. Kvikuinnskot er undir Eyjafjallajökli Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TEKJUR Keflavíkurflugvallar ohf. drógust saman um rúmlega 5% milli áranna 2008 og 2009. Samdrátturinn nam um 300 milljónum í krónum talið. Friðþór Eydal, varnarmála- og upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar ohf., seg- ir þetta hafa haft veruleg áhrif á rekstur félags- ins. Ráðist var í umfangsmikla hagræðingu í upp- hafi árs 2009 og var gætt aðhalds í rekstri fé- lagsins allt síðasta ár. Nokkrir starfsmenn fóru í 50% störf fram að sumarönnum og sumarafleys- ingar voru hafðar í lágmarki. Einnig var reynt að halda yfirvinnu í lágmarki. Hertar kröfur í flugvernd leiddu til þess að fjölga þurfti örygg- isvörðum í flugstöðinni síðari hluta ársins. End- ursamið var við alla birgja, öllum fjárfestingum og meiriháttar viðhaldi frestað og endursamið var við kröfuhafa félagsins. Að sögn Friðþórs fækkaði stöðugildum um 25 frá stofnun félagsins í ársbyrjun 2009 og voru þau 272 í lok ársins. Nokkrar uppsagnir starfs- fólks urðu á árinu en áhersla var lögð á að ná niður launakostnaði með hagræðingu og sam- nýtingu starfa ásamt minni yfirvinnu. Þá var endurráðið í fáar stöður sem losnuðu. Minni samdráttur varð í verslun í flugstöðinni en varð í farþegafjölda Velta verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar dróst nokkuð saman á árinu 2009. Samdráttur í verslun varð þó ekki í beinu hlutfalli við sam- drátt í farþegafjölda. Friðþór segir að á því séu skýringar eins og t.d. verðhækkanir. Veik staða krónunnar hafi einnig leitt til söluaukningar í flugstöðinni eins og innanlands. Keflavíkurflugvöllur ohf. hefur nú starfað í rétt rúmlega eitt ár. Innan skamms mun félagið renna inn í nýtt félag ásamt Flugstoðum ohf. Keflavíkurflugvöllur ohf. varð til við samruna Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og öryggisvarðadeild- ar sýslumannsembættisins á Suðurnesjum. Unnið er að gerð nýrrar gjaldskrár fyrir þjón- ustu félagsins eins og gert er ráð fyrir í lögum. Við gerð gjaldskrárinnar er viðhaft samráð sem veitir notendum þjónustunnar ákveðna aðkomu að gjaldskrárgerðinni, samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli ohf. 300 milljónum minni tekjur Keflavíkurflugvöllur ohf. greip til umfangsmikillar hagræðingar og sparnaðar í fyrra til að mæta minnkandi tekjum, en þær minnkuðu um rúm 5% milli ára Morgunblaðið/ÞÖK Keflavíkurflugvöllur Farþegum hefur fækkað og tekjur minnkað. GYLFI Magn- ússon, við- skiptaráðherra, segir að tafir á Icesave-málinu gætu leitt til þess að önnur endur- skoðun á áætlun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins fyrir Ísland tefðist. Í viðtali við Reuters í gær sagði hann að ríkissstjórnin væri „mjög langt“ frá því að ná nýjum samningi um Icesave. AGS hefur lýst því yfir að lausn Icesave-deilunnar væri ekki skil- yrði fyrir áætlun sjóðsins fyrir Ís- land, svo lengi sem áætlunin væri fjármögnuð að fullu. Gylfi sagði að ef endurskoðunin myndi frestast myndi hún stranda á lánum frá hin- um Norðurlöndunum, nákvæmlega eins og hefði gerst í fyrra. Hann benti á að afgreiðsla á lánum frá sjóðnum hefði tafist í um átta mán- uði í fyrra, meðan beðið var eftir lausn á deilunni. „Það væri skelfi- leg tilhugsun ef það endurtekur sig,“ sagði hann. „Það er ekki útséð að þetta gangi ekki núna en mér sýnist að róðurinn verði ansi þung- ur.“ Gylfi sagði ekki úrslitaatriði þótt endurskoðunin drægist um nokkr- ar vikur en ef hún drægist fram eft- ir árinu myndi slíkt kollvarpa þjóð- hagsáætlun og ýmiskonar fjárfestingum sem ætlunin væri að leggja í. runarp@mbl.is Icesave gæti tafið áætlun Gylfi Magnússon OFT hvílir sérstök ró yfir Reykjavíkurtjörn og næsta nágrenni. Hamingja ríkir gjarnan í Hljómskálagarð- inum, listin blómstrar í Listasafni Íslands, andinn svíf- ur yfir vötnum í Fríkirkjunni og Kvennaskólinn, Mið- bæjarskólinn og Menntaskólinn í Reykjavík standa vörð um menntunina á meðan fólkið fer sína leið. Morgunblaðið/Kristinn HAMINGJA Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM 25-60% © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is NALÚT AS ER Í FULLUM GANGI AF VÖLDUM VÖRUM YFIR 1500 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI GUNNLAUGUR Finnsson, bóndi á Hvilft í Önundarfirði og fyrrverandi alþing- ismaður, lést í gær- morgun 81 árs að aldri. Gunnlaugur fæddist á Hvilft 11. maí 1928. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og útskrif- aðist þaðan með stúd- entspróf árið 1949. Hann var bóndi á Hvilft frá árinu 1950 og allt fram til ársins 2007. Veturinn 1953 til 1954 kenndi hann við Héraðsskólann á Núpi, og síðar við barna- og ungl- ingaskóla á Flateyri árin 1959 til 1974. Þá var hann kaupfélagsstjóri á Flateyri frá árinu 1980 til ársins 1988. Á árunum 1974 til 1978 sat Gunn- laugur á Alþingi fyrir Framsókn- arflokkinn, auk þess sem hann var varaþingmaður fyrir flokkinn í byrjun árs 1979. Gunnlaugur sat í hreppsnefnd Flateyrar- hrepps árin 1954 til 1958 og 1962 til 1968, og var oddviti 1966 til 1970 og 1974 til 1978. Þá var hann formaður Fjórð- ungssambands Vest- fjarða árin 1970 til 1974, og gegndi trún- aðarstörfum fyrir kirkjuráð þjóðkirkj- unnar og Hjálparstofnun kirkj- unnar. Gunnlaugur kvæntist Sigríði Jó- hönnu Bjarnadóttur og eignuðust þau sjö börn, en þau eru: Sigurlaug, Halldóra Valgerður, María, Finnur Magnús, Bergljót, Birna og Einar Þór. Hin síðari ár dvaldist Gunnlaugur á hjúkrunarheimilinu Sólborg á Flateyri. Andlát Gunnlaugur Finnsson Skrifstofustjóri sveitarstjórn- armála í sam- göngu- og sveitar- stjórnarráðu- neyti hefur ritað bréf til forsvars- manna þeirra sveitarfélaga sem enn hafa ekki skilað afriti af fjárhagsáætlun 2010 til ráðuneyt- isins þar sem þeim er veittur tveggja vikna frestur til að skila umbeðnum gögnum. Hafi sveitarfélög ekki skilað af- ritum, bæði í prentuðu og rafrænu formi, að þeim tíma liðnum þá áskilur ráðuneytið sér rétt til þess að fresta greiðslum til þeirra úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum bar sveitarfélögum að skila afriti af fjárhagsáætlun 2010 fyrir áramót. Fá tveggja vikna frest til að skila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.