Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UTANRÍKISRÁÐHERRA og fjár- málaráðherra héldu áfram að ræða við sendiherra erlendra ríkja hér á landi og starfsbræður sína í útlöndum í gær, þó ekki í Bretlandi eða Hol- landi. Að öðru leyti virtist í gær vera lítil hreyfing á Icesave-málinu, jafnt innan lands sem utan. Steingrímur J. Sigfússon orðaði það þannig í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld í aðildarríkjum Icesave- deilunnar væru „í sambandi“, en eng- ar viðræður ættu sér stað þessa dag- ana, hvorki formlegar né óformlegar. Steingrímur hafði hins vegar fundað með sendiherrum fimm stórra ríkja hér á landi, sem öll eiga fastafull- trúa í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. „Við höfum verið að reyna að út- skýra fyrir þeim stöðuna og leita stuðnings og skilnings á því að ekki standi á okkur að semja í málinu og allt sé í raun klárt af okkar hálfu,“ sagði Steingrímur. Einnig hafði hann talað við fjár- málaráðherra Póllands, Jan Vincent Rostowski. „Það var mjög gott samtal. Hann staðfesti það sem áður hefur komið fram, að lán þeirra sé ekki skil- yrt neinu, nema bara endurskoðuninni sjálfri,“ sagði Steingrímur. Sem kunn- ugt er hafa stjórnvöld áhyggjur af því að næsta endurskoðun samstarfs AGS við Ísland frestist vegna Icesave- málsins. „Maður hefur áhyggjur af því að það sé ekki verið að fara fram á betri niðurstöðu, heldur ætli ríkisstjórnin að halda sig við það að knýja fram niðurstöðu sér í hag í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins. Farið verði fram á að rík- isstjórnin lýsi því yfir að Icesave- samningarnir séu ekki nógu góðir. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni sagði ekki ólíklegt að stjórnarand- staðan myndi stilla saman strengi sína á ný í málinu á næstunni. Töldu enn aðrir stjórnarandstöðuþingmenn að hálfgert stopp væri í málinu og að ríkisstjórnin færi sér afar varfærn- islega í samskiptum við Breta og Hollendinga. Ekki væri því líklegt að mikið gerðist fyrr en málið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stopp í Icesave-málinu þessa dagana  Ráðherrar halda áfram að ræða við fulltrúa ríkja, annarra en Bretlands og Hollands, um Icesave  Formaður Framsóknarflokks segir tækifærið ekki nýtt til að krefjast betri niðurstöðu í málinu Í HNOTSKURN »Forystumenn flokka fund-uðu ekki í gær, en líklegt er að þeir hittist í dag. »Óánægja er í stjórnarand-stöðu með að stjórnin kveði áfram niður málflutning í Íslands þágu, eftir að sam- mælst hafi verið um það á mánudag að lægja öldurnar. Morgunblaðið/Ómar Bessastaðir Mótmælt daginn sem forseti neitaði að staðfesta Icesave-lögin. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SÓLVIRKNI hefur verið með minnsta móti undanfarin ár. Ládeyð- an hefur staðið óvenju lengi og lítið sést af sólblettum. Kenningar eru um að lítil virkni sólar valdi kuldaskeiðum á jörðu. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur segir slíkar kenn- ingar vera ósannaðar tilgátur og fræðilegan rökstuðning skorti. Þorsteinn sagði að langt væri síðan að menn bentu fyrst á að svo virtist sem lítilli sólvirkni fylgdu kuldaskeið á jörðu. Dæmi um það eru skeið kennd við Maunder (1645-1715) og Dalton (1790-1830). Þá var sólvirkni óvenju lítil, sérstaklega á Maunder-skeiðinu, en þá var einmitt kuldatímabil í Evr- ópu sem kallað hefur verið „Litla ís- öldin“. Sólvirkni fylgja sólblettir á yfirborði sólar og sjást þeir greinilega frá jörðu. Einnig fylgja sólvirkninni rafagna- straumar sem berast til jarðar, trufla segulsvið hennar og valda norður- ljósum. „Það sem vekur eftirtekt nú er að sólin er í óvenjulegu lágmarki. Sól- virkni er sennilega sú minnsta í 100 ár,“ sagði Þorsteinn. Hann starfar á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands en þar er fylgst með breytingum á segulsviði jarðar. Segulmælingar hafa verið stundaðar í segulmælingastöð Háskólans í meira en hálfa öld. „Við höfum aldrei fyrr séð jafn ró- legt segulsvið og nú á þessum rúmlega fimmtíu árum,“ sagði Þorsteinn um mælingarnar. Það sama gildir um norðurljósin, þau hafa verið í lág- marki. Reiknað hafði verið með því að sólvirknin myndi aftur aukast á ár- unum 2006-2007. Þorsteinn sagði að sú spá hefði ekki ræst heldur hefði virkn- in haldið áfram að minnka og verið í lágmarki fram undir árslok 2009. Undanfarið hafa verið kuldaskeið í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og víð- ar. Þorsteinn sagði að óhjákvæmilega flygi um hugi manna tilgátan um að tengsl væru á milli kuldanna og lítillar virkni sólar. „Ég mundi ekki vilja fullyrða neitt um þetta, því menn sjá ekki skýr or- sakatengsl, “ sagði Þorsteinn. Hann sagði að ýmsum tilgátum hefði verið slegið fram. T.d. þeirri að um áhrif geimgeisla væri að ræða en menn hafa getið sér þess til að geimgeislar geti haft áhrif á veðurfar. Rafagnastraum- arnir bægja geimgeislum frá jörðu og eru áhrif geimgeisla því mest þegar sólvirkni er minnst og rafagna- straumar í lágmarki. Sólblettaskeið eru að meðaltali 11 ár til langs tíma litið. Á því tímabili fjölgar og fækkar sólblettum reglu- lega. Á síðustu öld voru sólbletta- skeiðin tiltölulega stutt og nær tíu ár- um en ellefu að lengd. Það sólbletta- skeið sem nú virðist ætla að fara að ljúka er orðið meira en 13 ára langt, sem er mjög óvenjulegt. Sumir fræðimenn telja sig hafa fundið tengsl milli lengdar sólblettaskeiða og veðurfars á jörðu. Þegar sólbletta- skeið séu löng verði kaldara á jörð- inni en þegar þau eru styttri. Þessi kenning er umdeild og Þorsteinn segist ekki sérlega trúaður á hana. Oft sé erfitt að greina milli tilviljana og orsakasambands. Ládeyða í virkni sólar  Virkni sólar hefur verið með minnsta móti undanfarið  Kenningar eru um að þannig ástand geti valdið kuldaskeiðum á jörðu  Slíkar tilgátur eru ósannaðar Ljósmynd/NASA Sólblettir Óvenju stór sólblettur sást á sólu í september árið 2000. Undanfarið hefur verið óvenjulítil virkni í sólinni. MÆÐRASTYRKSNEFND og Fjöl- skylduhjálp Íslands fengu góðar gjafir er útgerðir og fiskvinnslur á Íslandi, í samstarfi við SM Kvóta- þing og Eimskip, gáfu 13 tonn af fiski. Jafngildir þetta 52.000 mat- arskömmtum. Auk þess afhenti Eimskip Mæðrastyrksnefnd 1.750.000 kr. sem söfnuðust í ár- legri skötuveislu félagsins. SM Kvótaþing og Eimskip stóðu fyrir söfnuninni sem efnt var til með það fyrir augum að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda og stóð ekki á viðbrögðunum. Auk fisksins söfnuðust 700 flösk- ur af lýsi, sem og áðurnefnt pen- ingaframlag. Góðar gjafir til inn- lends hjálparstarfs Hvað eru sólblettir? Sólblettir eru dökkleit svæði í ljós- hvolfi sólarinnar. Dæmigerður sól- blettur er um 30.000 km að þver- máli. Þeir myndast þar sem sterkt staðbundið segulsvið hindrar heitara gas í að stíga upp á við, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Sam- kvæmt útreikningum er hitastig sól- bletts rétt yfir 4.000 °C en ljóshvolf sólarinnar í kringum 5.600 °C. Sól- blettir geta varað frá fáeinum stund- um upp í nokkra mánuði. Hvað er sólblettasveifla? Sólblettum fjölgar og fækkar í sól- blettasveiflu. Venjulega er miðað við að hún sé 11,2 ár. Þegar sólbletta- sveifla er í lágmarki eru fáir og jafn- vel engir sólblettir sjáanlegir. Þegar sveiflan er í hámarki er sólin mjög virk og margir sólblettir myndast. Fjöldi og staðsetning sólbletta breyt- ist í sólblettasveiflu. Lágmörk sól- blettasveiflna hafa verið tengd svölu loftslagi á jörðu og hámörk sólbletta- sveiflna hlýindum. S&S VEGAGERÐIN vonast til að fyrir- komulag siglinga til Vestmanna- eyja, eftir að Landeyjahöfn verður tekin í gagnið 1. júlí nk., skýrist í þessum mánuði. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir erfitt að selja ferðafólki ferðir til Vest- mannaeyja í sumar þegar ekki er vitað um ferðaáætlun og gjaldskrá. Stefnt er að því að Landeyjahöfn verði tilbúin 1. júlí og að Herjólfur sigli þá þangað. Framkvæmdir við höfnina ganga vel og búið er að semja við verktaka um dýpkun og mannvirki inni í höfninni. Á næst- unni verður samið við verktaka um byggingu aðstöðuhúss. Eimskip annast rekstur Vest- mannaeyjaferjunnar, skv. samningi sem gildir út árið. Auður Eyvinds, forstöðumaður hagdeildar Vega- gerðarinnar, segir að verið sé að reyna að ná samningum við Eim- skip um breytingar á samningum og tilraunarekstur á ferjunni í nokkra mánuði. Ekki hægt að bóka Hjá Eimskip fengust þær upplýs- ingar að aðeins væri hægt að bóka í ferðir út júní. Guðmundur Peder- sen rekstrarstjóri segir óvíst hvort Eimskip komi að rekstrinum eftir þann tíma og ekki sé hægt að lofa fyrir hönd þeirra sem þá taka hugs- anlega við. helgi@mbl.is Reynt að semja um tilrauna- rekstur ferjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.