Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 EKKI er enn búið að ákveða hvaða dag komandi þjóðaratkvæða- greiðsla um Icesave-lögin fer fram, en það verður ákveðið í síðasta lagi í næstu viku. Þetta segir Ása Ólafs- dóttir, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra. Segir hún verið að skoða þau praktísku atriði sem þurfi að vera á hreinu áður en hægt er að ákveða daginn, s.s. hvort húsnæði sé á lausu og hvenær hægt verði að prenta kjörseðla. Að sögn Ásu er undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslunnar í full- um gangi í ráðuneytinu og miðar vel, en ljóst megi vera að ekkert megi út bregða til þess að allt gangi upp þar sem mjög knappur tími sé til stefnu. Morgunblaðið/Ómar Dagsetning þjóðar- atkvæðagreiðslu skýrist í næstu viku SAMÞYKKT var á bæjarstjórn- arfundi á Seltjarnarnesi þann 22. desember sl., að sameina leik- skólana Mánabrekku og Sólbrekku í einn. Meginmarkmið sameining- arinnar er bæði hagræðing og auk- in gæði þjónustu. Nefnd skipuð fulltrúum foreldra leikskólabarnanna, stjórnendum beggja leikskólanna og starfsfólki skólaskrifstofu, hefur verið falið að vinna að hugmyndum um útfærslu og framkvæmd sameiningarinnar. Nefndin mun skila af sér tillögum og athugasemdum fyrir lok janúar, en stefnt er að því að sameinaður leikskóli taki til starfa í haust. Seltjarnarnes sameinar leikskóla KYNNING á tækifærum og styrkj- um í evrópsku og norrænu sam- starfi verður haldin á háskólatorgi í dag, fimmtudag, kl. 15-18. Þar gefst tækifæri til að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og at- vinnulífs. Einnig verða kynntar nokkrar norrænar áætlanir. Einstaklingar, fyrirtæki, skólar, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á kynningunni. Frek- ari upplýsingar um kynninguna má finna á vefnum evropusam- vinna.is. Tækifæri Evrópu- samstarfs kynnt Fimmtudaginn 14. janúar, milli klukk- an13 og 17, verður efnt til málþings um bráðgera nem- endur í fund- arsal mennta- sviðs Reykjavíkur á Fríkirkjuvegi 1. Þar verður m.a. leitað svara við því hvernig skólinn geti mætt þörf- um bráðgerra nemenda og hvernig best sé að vinna með þeim. Erindi flytja Auður Árný Stef- ánsdóttir, Almar Halldórsson, Lani Yamamoto, Guðlaug Björgvins- dóttir, Elín Stephensen, Fanney Snorradóttir, Aðalbjörg Ingadóttir og Brynjar Ólafsson. Málþing um bráð- gera nemendur STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BÚAST má við að margir bátar verði búnir með þorskkvótann þegar kemur fram í marsmánuð. Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Ís- lands, sem er stærstur markaðanna, með níu afgreiðslustaði, segir að þetta eigi einkum við um útgerðir á Snæfells- nesi. „Það hefur gengið vel á línunni frá því í haust, verðið hefur verið hátt og tíðin góð,“ segir Páll. „Svo hafa margir eflaust horft til þess að undanfarin tvö ár hefur verðið lækkað mikið í febrúar og því keyrðu margir grimmar á haust- ið heldur en áður. Það verða margir búnir með kvótann í byrjun mars og ég er smeykur um að þá komi högg og það dragi úr atvinnu í kringum fiskinn. Þá er ég einkum að tala um Snæfellsnesið. Hugsanlega eykur ráðherra kvót- ann, það er jú alltaf verið að tala um að útvegurinn verði að ganga vel til að afla gjaldeyris. Það virðist alla vega vera nóg af fiski í sjónum og línufiskur af minni bátum er miklu vænni heldur en í mörg ár.“ Með yfir 70 tonn í róðri „Árið hefur farið vel af stað, við þurf- um ekki að kvarta,“ sagði Friðþjófur Sævarsson, skipstjóri á Saxhamri SH, í gær, en þeir voru þá að draga línuna á Látragrunni. Saxhamar landaði á föstudag á Rifi yfir 70 tonnum af góð- um þorski úr fjórum lögnum. „Við verðum langt komnir með kvót- ann í lok febrúar og þá er lítið annað að gera en að binda bátinn,“ segir Frið- þjófur. „Við þurfum reyndar eitthvað að róa í mars, en það verður engin kraftútgerð. Venjulega höfum við róið með línuna frá hausti og báturinn síð- an verið bundinn við bryggju í 12-16 vikur þegar kvótinn, sem núna er 7- 800 tonn af þorskígildum, hefur verið búinn. Í ár verður báturinn bundinn í allt að 20 vikum, það hefur aldrei gerst áð- ur og það eru margir fleiri en við í þessari stöðu. Ætli það verði ekki löng sumarfrí hjá mörgum útgerðum miðað við það hvernig staðan er núna. Það væri margt öðruvísi í þjóðfélaginu ef það mætti nota atvinnutækin almenni- lega og víst er að það er nóg af þorsk- inum,“ segir Friðþjófur á Saxhamri. 39% á þriðjungi ársins Íslensk skip veiddu á fyrsta þriðj- ungi fiskveiðiársins 58.469 tonn af þorski og er nýtingarhlutfallið 39,0% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma í fyrra var heildarþorskaflinn 45.659 tonn og hlutfallið var 28,5%. Ýsuafli var á fyrstu fjórum mán- uðum fiskveiðiársins orðinn 22.201 tonn og hafa íslensk skip því nýtt 35,2% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma í fyrra var ýsuafli nokkru meiri eða 29.546 tonn og var nýtingin þá 31,8% af heildarafla. Aflamark ýsu á síðasta fiskveiðiári var 93 þúsund tonn en er nú 63 þúsund tonn. Svipað er búið að veiða af ufsa á þessu fisk- veiðiári og í fyrra, en ufsakvóti var einnig skertur verulega. Hátt verð og því meira sótt Saxhamar landar afla sínum að mestu á markað og segir Friðþjófur að hátt verð skýri að miklu leyti hvers vegna svo mikið sé komið af þorski á land á fiskveiðiárinu, einnig hafi tíðin verið góð. Í gær fengust að meðaltali 315,50 fyrir kíló af óslægðum þorski á markaði. Á síðustu áratugum hefur sóknin breyst og gripið hefur verið til ýmissa aðferða til að drýgja úthaldið. Síðan hafi margir stólað á leigukvóta, en með skerðingum undanfarinna ára hefur orðið hæpið að treysta á leiguna. Nú er svo komið að fáir leigja frá sér. Bátarnir bundnir fyrr  Ætli það verði ekki löng sumarfrí hjá mörgum útgerðum, segir Friðþjófur á Saxhamri  Margir bátar á Snæfellsnesi verða búnir með þorskkvótann í mars Hátt verð hefur fengist fyrir þorsk síðustu mánuði og vel hef- ur aflast, t.d. frá Snæfellsnesi. Kvóti margra útgerða er því langt kominn og lítið að hafa á leigu- markaði. Heildarstaða afla Þorskur Aflamark: 127.923 Afli t. aflamarks: 50.837 Hlutfall: 39,7% Ýsa Aflamark: 61.887 Afli t. aflamarks: 18.791 Hlutfall: 30,4% Ufsi Aflamark: 48.195 Afli t. aflamarks: 19.179 Hlutfall: 39,8% Karfi Aflamark: 50.105 Afli t. aflamarks: 19.401 Hlutfall: 38,7% Langa Aflamark: 5.888 Afli t. aflamarks: 2.387 Hlutfall: 40,5% Keila Aflamark: 5.135 Afli t. aflamarks: 1.801 Hlutfall: 35,1% Steinbítur Aflamark: 11.204 Afli t. aflamarks: 2.899 Hlutfall: 25,9% Skötuselur Aflamark: 2.449 Afli t. aflamarks: 1.838 Hlutfall: 75,1% Grálúða Aflamark: 12.759 Afli t. aflamarks: 3.456 Hlutfall: 27,1% Skarkoli Aflamark: 6.385 Afli t. aflamarks: 2.118 Hlutfall: 33,2% Aflatölur í tonnum, fyrir sept.-des. Nýting aflaheimilda í nokkrum nytjastofnum fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiáranna 2007/08 til 2009/10 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0N ýt in ga rh lu tf al l( % ) Þorskur Ýsa Ufsi Steinbítur Skötuselur Grálúða Humar Úthafsrækja 2007/08 2008/09 2009/10 Yfir 75% hafa nú veiðst af því 2500 tonna aflamarki skötusels sem ákveðið var síðastliðið sumar. Það er mun hærra hlutfall en undanfarin ár. Veiðar hafa gengið vel og gott verð fengist fyrir skötusel. Frá áramótum hefur verð fyrir skötusel á mörkuðum að meðaltali verið 680 kr. á kíló. Sigurður Kristjónsson, útgerðarmaður á Hellissandi, segir að veiðar á skötusel hafi gengið vel og þeir séu fyrir löngu búnir með skötuselskvót- ann. Þeir hafi fengið skötusel í skiptum frá öðrum, en leigumarkaðurinn sé erfiður. „Við vorum með dágóðan kvóta í þorski og skötusel á Magnúsi SH, en þetta hefur allt verið skert nema skuldirnar,“ segir Sigurður. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, lagði í haust fram frumvarp þar sem m.a. er gert ráð fyrir að ráðherra fái heimild til að úthluta tvö þúsund lestum af skötusel utan aflamarks. Gert var ráð fyrir að þeir sem fengju þessar heimildir greiddu 120 krónur fyrir hvert kíló. Þessi tillaga hefur mætt harðri gagnrýni LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins, sem telja hana upp- haf fyrningarleiðar. Frumvarpið hefur ekki verið afgreitt frá Alþingi. Skötuselskvótinn langt kominn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.