Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 oft meiri en var í raun svo öku- kennslan endaði stundum skraut- lega. Þá var mikið hlegið. Í smala- mennskunni hljóp afi hraðast allra og á áttræðisaldri hljóp hann hraðar en við unglingarnir, svo fimur og hress var hann. Afi var alltaf til í allt og gat alls ekki setið aðgerðarlaus. Hann var barnagæla og söng iðulega Stígur hún við stokkinn… dansandi með okkur á tánum á sér og spilaði einnig á mandólín fyrir okkur. Það voru yndislegar stundir. Afa og ömmu var umhugað um að gestir þeirra fengju ávallt nægju sína og afi var á hlaup- um með konfektið í boðum þar sem við vorum óspart hvött til að fá okk- ur mola. Ef hann var beðinn að skera tertusneið fyrir eitthvert okk- ar þá var stærð sneiðarinnar iðulega ¼ af allri tertunni. Það þótti okkur mjög fyndið þó við ættum í vand- ræðum með að klára af diskunum. Afi gaf yndislegu konunni sinni, elsku hjartans ömmu Siggu, blóm á hverjum einasta laugardegi. Rétt fyrir jól fór öll fjölskyldan í brúð- kaup. Þar lék afi á als oddi, dansaði og spjallaði, lífsglaður að venju. Afi var alla tíð ungur á líkama og sál. Hann var svo flottur í brúðkaupinu enda ræddum við um að svona vild- um við sko fá að lifa lífinu, til fulls. Afi skilur eftir sig tómarúm í hjörtum okkar. Það sem hann hefur kennt okkur er að við verðum að njóta allra ómetanlegu augnablik- anna á líðandi stundu og fá sem mest út úr lífinu. Afi afrekaði ótalmargt á ævi sinni, var gæfumaður og lifði hraustur nánast alla tíð. Takk fyrir öll yndislegu árin með þér og minn- ingarnar munu hleypa birtu inn í líf okkar þegar við hugsum til þín. Kolbrún Ýr, Eygló Rós og Sindri. Minn kæri vinur til margra ára- tuga, Kornelíus Jónsson, er fallinn frá. Hann var einstakur maður, lífs- glaður, tryggur, rausnarlegur, fjör- ugur, músíkalskur og margfróður. Ég kynntist honum fyrst í Mand- olínhljómsveit Reykjavíkur, sem starfrækt var 1946-1950, þar sem hann og Tage spiluðu á mandolín og ég á gítar. Við þrjú stofnuðum tríó og spiluðum við ýmis tækifæri. Strax við fyrstu kynni áttaði ég mig á mannkostum hans. Kornelíus átti því láni að fagna að kvænast henni Siggu sem síðar varð mín besta vinkona. Hefur vinátta okkar haldist óslitin í hartnær 70 ár og aldrei borið skugga á. Minningarnar um svo langa veg- ferð saman eru óteljandi og ómet- anlegar. Ferðalögin okkar, dansæf- ingar á sjötta áratugnum, boð og leikhúsferðir. Tage og Kornelíus tefldu mikið saman á yngri árum og gjarnan var tekið í hljóðfærin. Kornelíus var fjölhæfur og var margt til lista lagt. Hann var úr- smíðameistari og verslunina sína rak hann á Skólavörðustígnum um áratugaskeið, svo sem þekkt er. Hann var orkuríkur og fram- kvæmdasamur en jafnframt afar næmur og listamaður á sínu sviði. Hann var áhugabóndi og hélt lengst af ævinni kindur sem hann sinnti af kostgæfni í öllum veðrum, langt fram eftir aldri. Börnin mín og fjölskyldur þeirra syrgja fjölskylduvininn ljúfa en Kornelíus, Sigga og Biggi voru þátt- takendur í öllum helstu viðburðum í lífi okkar og mikil væntumþykja í þeirra garð og fjölskyldunnar. Kornelíus átti gott og innihalds- ríkt líf í faðmi samheldinnar og elskulegrar fjölskyldu. Fyrir það má þakka að leiðarlokum. Elsku Sigga mín, Halli, Pétur, Konný og fjölskyldur. Hugur minn er hjá ykkur. Megi Guð veita ykkur huggun í sorginni. Vini mínum þakka ég samfylgd- ina. María Jane (Marsý) Ammendrup. Kornelíus Jónsson, elsklegur fjöl- skylduvinur, er látinn. Hann var rík- ur af árum en ótrúlega ungur í anda, sprækur, glaður og hvers manns hugljúfi. Ég hef oft hugleitt hve ung- legur Kornelíus var, hann gat hlaup- ið uppi hvern sem er, kominn á virðulegan aldur og gott betur. Sigga og Kornelíus og ástkær sonur þeirra Birgir, voru ómissandi hluti af uppvexti mínum og voru mér einstaklega góð. Ekki gat ég hugsað mér nein tímamót án þess að þau væru nærri. Kornelíus var hrókur alls fagnaðar í boðum, séntilmaður, músíkalskur og kátur. Hann sagði skemmtilegar sögur og var svo fróð- ur um svo margt. Þau Sigga voru nánustu vinir for- eldra minna, nær ævilöng vinátta þeirra er sannarlega sérstök. Og þau hafa verið vinir jafnt í gleði og þegar sorg hefur knúið dyra. Við sendum Siggu, börnum, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. María Jane (Maja) Ammendrup og fjölskylda. Nú þegar ég minnist látins félaga okkar, Jóns Kornelíusar Jónssonar úrsmíðameistara, hrannast minning- arnar upp, bjartar og lifandi, um góðan og ljúfan félaga. Kornelíus byrjað fljótlega eftir að hann út- skrifaðist með verkstæði ásamt öðr- um. Í þá daga var það viðvarandi vandamál að verða sér úti um vara- hluti en þar sýndi hann hvað hægt er að gera ef viljinn og getan eru fyrir hendi. Sagt er að Kornelíus hafi set- ið langt fram á nætur við að renna óróaása sem voru lítið lengri en brennisteinn á eldspýtu og að hluta til mjórri en mannshár og nutu aðrir úrsmiðir góðs af þessari framleiðslu. Síðan hóf hann eigin rekstur og rak um langt árabil fyrirtæki með eigin nafni við Skólavörðustíginn sem samanstóð af úra-, skartgripa- og gjafavöruverslun ásamt verkstæði þar sem úrsmiðir, gullsmiðir og let- urgrafari störfuðu. Kornelíus rak einnig verslun í Bankastrætinu og var mikið á þönum sökum reksturs- ins vegna innkaupa, innflutnings og annarra verkefna sem hann var ætíð með á prjónunum. Ég kynntist Kornelíusi fyrst er ég var við úr- smíðanám handan götunnar hjá Carli A. Bergmann úrsmíðameist- ara. Talsverður samgangur og sam- vinna var á milli verkstæðanna og fór ég ófáar ferðir yfir til úrsmið- anna hjá Kornelíusi að fá lánaða varahluti en í leiðinni gerði ég stutt- an stans á kaffistofunni til að spjalla og fá fréttir. Hver dagur byrjaði á því að bjóða upp á gott morgunkaffi með gestum og gangandi þar sem dagfarsprúðir dægurspekingar komu til að ræða allt milli himins og jarðar. Ekki eru nema um þrjár vik- ur síðan ég sat og sötraði kaffi í verslun Kornelíusar í Bankastræt- inu með Kornelíusi, Pétri syni hans og Carli meistara mínum en þá barst í tal að Kornelíus hefði eitthvað mis- skilið 95 ára regluna sem gengur ekki endilega út á að menn vinni til níutíu og fimm ára aldurs. Kornelíus gaf lítið út á það en sagði eitthvað í þá veru að hver gerði það sem hon- um best þætti. Í þessum heimsókn- um mínum í gegnum árin náði ég að kynnast Kornelíusi nokkuð og því sem hann var að bardúsa við þá og þá stundina. Rekstur verslananna og mannahald í kringum það fannst mér ærinn starfi en svo kom ein- hvern tíma í ljós að hann var að sýsla með nokkrar fasteignir og enn seinna barst í tal fjárbúskapurinn sem hann stundaði suður með sjó. Þar gerði hann sér meðal annars til dundurs að rækta upp vanhyrnt fé. Ekki var annað að sjá en að hann nyti þess að stússast í svona mörgu. Hann var alltaf léttur á fæti, kvikur í hreyfingum og glaðsinna. Kornelíus sýndi Úrsmiðafélaginu alla tíð mikla ræktarsemi og var í prófnefnd um nokkurt skeið. Þar kynntist undir- ritaður hvað hann var í raun mikill fagmaður, nákvæmur og eftirtektar- samur, þegar hann ásamt fleiri nefndarmönnum spurði mig út úr eftir að þeir höfðu skoðað sveins- stykkið mitt. Á 70 ára afmæli úr- smiðafélagsins var Kornelíus gerður að heiðursfélaga þess. Við úrsmiðir kveðjum nú mætan félaga eftir langt og farsælt ævistarf með þökk fyrir samstarf og samveru. Við sendum eiginkonu hans Sigríði og börnum þeirra samúðarkveðjur. Axel Eiríksson, formaður Úrsmiðafélags Íslands. ✝ Anna SigrúnSnorradóttir fæddist á Flateyri 16. september 1920 og lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 22. desember 2009. Foreldrar hennar voru Snorri Sigfús- son, skólastjóri og námsstjóri (1884- 1978) og Guðrún Jó- hannesdóttir, hús- freyja á Flateyri og Akureyri (1885- 1947). Systkini Önnu eru: Örn (1912-1985), Hildur (1914-1915), Haukur (1916-1958), Jóhannes (1917-2006), Gunnhildur (f. 1922), og Snorri (f. 1930). Anna Sigrún var gift Birgi Þór- hallssyni (f. 1925), fyrrverandi framkvæmdastjóra og eiganda Sól- arfilmu, og átti með honum þrjú börn: Snorra Sigfús (f. 1954), Guðrúnu Sig- ríði (f. 1956), sem er gift Martial Nardeau (f. 1957), og Þórhall (f. 1960), sem er kvæntur Kathleen Bearden (f. 1958). Anna var þekkt m.a. fyrir störf sín við dagskrárgerð, einkum barnatíma í Ríkisútvarpinu. Á efri árum gaf hún út sex ljóðabækur. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju í dag, fimmtu- daginn 14. janúar, og hefst athöfn- in kl. 15. Með miklum trega og söknuði kveð ég elsku föðursystur mína og uppá- haldsfrænku Önnu Snorradóttur. Della, eins og hún var alltaf kölluð, var fáguð og greind dama sem hafði allt til að bera. Á æskuárum mínum á Akureyri var Della stór þáttur í lífi mínu. Það er svo margs að minnast og ekki hægt í fáeinum orðum að lýsa um- hyggju hennar og vináttu alla tíð. Ég minnist afmælisdaga minna á þessum tíma, þar sem Della tók mik- inn þátt í að stjórna alls konar leikj- um, jafnt úti sem inni og gerði þessa daga ógleymanlega. Hún var líka með dansskóla og þrátt fyrir ungan aldur var mér leyft að vera með. Seinna sagði hún mér að hún hefði verið hissa á hvað litlum árangri ég náði í danslistinni og það hefur ekki lagast með aldrinum. Eins er mér mjög svo minnisstætt þegar Della og Birgir trúlofuðu sig. Okkur Hauki bróður mínum fannst þetta mjög spennandi. Þegar ég var spurð um trúlofunina hafði ég mest orð um að Birgir hafi alltaf verið að kyssa Dellu og er unun að hafa fylgst með, hve ást þeirra og umhyggja til hvors annars hefur aldrei dvínað. Ég votta Birgi, Snorra, Guðrúnu og Þórhalli og öðrum ættingjum mína innilegustu samúð. Ég þakka allar yndislegu samverustundirnar og góðu minningarnar sem mín elsku- lega frænka skilur eftir. Hildur Hauksdóttir Tobin. Ég kveð með söknuði og þakklæti elskulega föðursystur mína, Dellu frænku. Með söknuði, vegna skarðs- ins sem ekki verður fyllt og með þakklæti fyrir allt sem hún var mér; yndislegar minningar sem ég fæ að eiga alla tíð. Della mín var besta frænka sem nokkur gat átt, fínleg, falleg, skáld- kona, fagurkeri; alltaf hlýr faðmur, alltaf bjart í kringum hana. Ég elskaði og dáði Dellu. Þessa ex- otísku frænku mína sem ferðaðist með Birgi til fjarlægra landa. Þau fóru til Austurlanda, þegar engir aðr- ir í minni veröld fóru til Austurlanda. Hún fór til Hawaii og sýndi mér svo, með fallegu höndunum sínum hvern- ig dansa átti hula-hula. Hún var hrifnæm, gjöful, fyndin og skemmtileg. Það er ekki hægt að tala um Dellu án þess að nefna Birgi. Sextíu og eitt ár í hamingjusömu hjónabandi, sem aldrei bar skugga á. Hjá þeim hef ég alltaf átt athvarf, og hlýjan og styrk- urinn sem ég gat sótt til þeirra hve- nær sem var er mér ómetanleg gjöf. Guð geymi þig elskan. Kristín Hauksdóttir. Mig langar að minnast Önnu Snorradóttur, afasystur barnanna minna. Hún hafði til að bera þá bestu mannkosti sem prýtt geta einstak- ling. Í nærveru hennar fann maður sterkt fyrir þeim guðsgildum, sem eru traust, virðing, hjálpsemi og hlýja í garð samferðamanna sinna. Áður en ég kynntist Dellu, eins og hún var kölluð, þekkti ég röddina hennar úr útvarpinu. Röddina sem var svo mild og hlý eins og jafnvel kæmi úr öðrum heimi. Svo yfirnátt- úrulega hljómaði hún í eyrum lítillar telpu sem hlustaði á barnatímann. Löngu síðar þegar við svo hittumst fyrst fann ég að viðmótið var í sam- ræmi við röddina. Frá þeirri stundu og allar götur síðan var jafn yndislegt að hitta hana. Della bar ómælda virð- ingu fyrir börnum. Hún kunni að uppörva og styðja fólk í gleði og sorg. Hún var mannvinur í víðtækustu merkingu þess hugtaks. Margar eru minningarnar sem við fjölskyldan eigum um Dellu frænku. Sigríður Nanna dóttir mín fékk þann heiður að vera brúðarmær í brúð- kaupi þeirra Guðrúnar dóttur hennar og Martial. Veit ég að það verður henni ávallt ógleymanlegt. Eitt sinn fór Sigga Nanna með Dellu frænku á barnasýningu í Þjóð- leikhúsið. Var það ævintýri líkast fyr- ir litla hnátu sem sagðist vilja fara „aftur og aftur“ á sýninguna. Della fann ástæðu til að vitna í umsögn þeirrar litlu í blaðagrein sem hún rit- aði um nauðsyn þess að leggja áherslu á að færa upp barnasýningar. Sigga Nanna var svo stolt þegar greinin var lesin fyrir hana. Snorri Bjarnvin sonur minn lærði nokkur ljóðin hennar Dellu utanbók- ar, honum fannst þau svo falleg. Þór- hildur yngri dóttir mín fór heldur ekki varhluta af kærleika hennar. Þær hittust oft á vinnustað Þórhildar og áttu skemmtilegt spjall. Sjálf naut ég einlægrar tryggðar hennar í rík- um mæli. Samband þeirra hjóna Önnu og Birgis Þórhallssonar var til fyrir- myndar. Fagrir eiginleikar hvors um sig fengu að blómstra í skjóli hins. Þau létu sig varða allt sem anda dró og miðluðu af góðvild, reynslu sinni og þekkingu til annarra á vegferð sinni. Della var alltaf hrókur alls fagn- aðar, ávallt til staðar til að fagna með öðrum. Alltaf fín og vel til höfð. Það endurspeglaði virðinguna sem hún bar fyrir sjálfri sér og öðrum. Í þakk- læti fyrir allt sem hún var mér og mínum kveð ég mæta konu sem nú er horfin inn í eilífa vorið unga. Kæri Birgir og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ingibjörg Marteinsdóttir. Elsku Della mín. Minningarnar streyma fram í hug- ann. Ég minnist þess sérstaklega hvað mér fannst alltaf gaman að heimsækja ykkur fjölskylduna á Hof- teiginn þegar ég var lítil, og hve hlý- lega og vel þið Birgir tókuð á móti öll- um. Þegar ég var unglingur kynntir þú mig fyrir þinni ástkæru vinkonu Kar- en Bönnelyke í Danmörku. Þangað fór ég með þér og syni þínum Þór- halli, og síðan ein nokkrum sinnum. Þessar ferðir eru mér ógleymanleg- ar, og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir þessar góðu stundir, og að hafa kynnt mig fyrir þessari yndislegu fjölskyldu. Elsku Birgir, Snorri, Guðrún, Þór- hallur og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og góðar minningar um Dellu munu ávallt lifa í hjarta mér. Elsku Della frænka. Guð geymi þig. Þín frænka, Helga Guðrún. Sjö ára gamall átti ég því láni að fagna að kynnast Snorra Sigfúsi Birgissyni og fjölskyldu hans. Heim- ili Önnu Snorradóttur og Birgis Þór- hallssonar í Álfheimunum og seinna á Hofteigi var heimur út af fyrir sig en um leið tengt heiminum öllum. Fyrir ungan dreng var það einstök upplifun að vera boðinn velkominn á heimili ókunnugrar fjölskyldu með virðingu og hlýju sem einkenndi allt fas Önnu og Birgis og barna þeirra. Mig langar með þessum fátæklegu orðum til að þakka Önnu fyrir að hafa sýnt mér undur veraldar bæði smá og stór. Sögur hennar og ráð hafa fylgt mér til þessa dags. Ágúst Þór Árnason. Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar Anna Snorradóttir var félagi í Zontaklúbbi Akureyrar á fyrstu ár- um klúbbsins. Hún starfaði þá sem blaðamaður, ung og áhugasöm um málefni líðandi stundar. Að frum- kvæði Ragnheiðar O. Björnsson vann Anna ötullega að því verkefni ásamt öðrum Zontasystrum að heiðra minn- ingu Jóns Sveinssonar „Nonna“. Húsið Pálshús í Fjörunni á Akureyri var bernskuheimili Nonna og áttu Anna og Birgir maður hennar hug- myndina að því að einmitt það hús var gert að minningarsafni um þennan merka mann. Anna flutti til Reykjavíkur, en hafði alltaf tengsl við Zontasystur. Hún rak ásamt manni sínum Birgi Þórhallsyni fyrirtækið Sólarfilmu og það fyrirtæki framleiddi fjölda minja- gripa fyrir Nonnahús með mynd af húsinu. Zontasystur vissu að árið 1957 hafði listakonunni Nínu Sæ- mundsson verið falið að gera styttu af Nonna. Styttan hafði þó aldrei verið steypt í varanlegt efni og enginn vissi hvar hún var niðurkomin. Það var mikill áhugi hjá klúbbnum að finna styttuna og flestum fannst hún best komin við Nonnahús. Málið barst í tal við Önnu og hún gekk vasklega fram í því að finna styttuna. Eftir blaðaskrif og mikla leit og eftirgrennslan fannst styttan í geymslu á Korpúlfsstöðum. Það er til mynd af Önnu sigri hrós- andi, þegar styttan týnda kom í leit- irnar. Klúbburinn eignaðist styttuna og með góðra manna hjálp tókst að steypa hana í varanlegt efni og setja hana á stall við Nonnahús. Styttan var afhjúpuð á afmælisdegi Akureyr- ar 29. ágúst 1995. Tvær merkiskonur afhjúpuðu styttuna, Anna Snorra- dóttir, sem hafði veg og vanda af leit- inni og Zontasystir okkar, Stefanía Ármannsdóttir, sem hafði reifað mál- ið við Önnu í upphafi. Tengsl Zontasystra við Önnu rofn- uðu aldrei. Árum saman skiptumst við á jólakortum og alltaf ef eitthvað var um að vera í sambandi við Nonna- hús, þá var Anna sjálfsagður gestur- .Það er skarð fyrir skildi þegar Anna er horfin. Við minnumst hennar með virðingu og þökk og sendum ástvin- um hennar einlægar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Zontaklúbbs Akureyrar, Ragnheiður Hansdóttir. Anna Sigrún Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.