Morgunblaðið - 14.01.2010, Side 24

Morgunblaðið - 14.01.2010, Side 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 FYRIR rúmu ári voru sett bráða- birgðaákvæði við lög um atvinnuleys- istryggingar, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Samkvæmt bráða- birgðaákvæði VI 2.mgr. var sjálfstætt starfandi ein- staklingum gert kleift að sækja um bætur úr At- vinnuleysistryggingasjóði án þess að hætta rekstri. En nú hefur Alþingi endur- skoðað lögin og látið þessa mik- ilvægu réttarbót fyrir einyrkja falla út. Hvað hefur breyst í sérstökum aðstæðum á vinnumarkaði á ný- liðnu ári, sem réttlætir niðurfell- ingu ákvæðisins? Ef eitthvað er hafa aðstæðurnar versnað! Ein- yrkjum er með tryggingagjaldi gert að greiða sama hlutfall af tekjum sínum og aðrir launþegar í Atvinnuleysistryggingasjóð og þeir ættu að eiga sama rétt á bótum! Þeir njóta hins vegar í raun ekki lengur verndar laga um atvinnu- leysistryggingar! Einyrkjar Lögin eru frá upphafi eins og sniðin til þess að gera sem minnst úr rétti og sjálfsvirðingu ein- yrkja. Jafnvel bráða- birgðaákvæðin gera ein- yrkjum lægra undir höfði en launþegum. Einyrkjar eru í raun launþegar hjá sjálfum sér og fengu skv. ákv. VI sambærilegan rétt og launþegar í hlutastarfi hjá öðrum, fyrir utan að frí- tekjumark þeirra var um 70% lægra en annarra launþega! Í ákvæði VI 2.mgr. sem snýr að einyrkjum, seg- ir: „..skal ... miða frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði við út- reikning á frádrætti vegna tekna sjálfstætt starfandi einstaklings“ en ákv. V 3.mgr. á við launþega: „…skulu laun frá atvinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samanlagt…ald- rei nema hærri fjárhæð en 491.318 kr. á mánuði“. Margir einyrkjar selja sérhæfða þjónustu og hafa mjög breytilegar tekjur. Þegar einyrki hefur upplifað langvarandi samdrátt og vill leita réttar síns til bóta þarf hann sam- kvæmt lögunum að uppfylla mörg skilyrði. Í fyrsta lagi þarf hann að leggja niður starfsemi og afsala sér áunnum réttindum á meðan hann þiggur bætur. En hann fær ekki sjálfkrafa full- ar bætur sbr. 19.gr. 1.mgr. „Sjálf- stætt starfandi einstaklingur … telst að fullu tryggður … eftir að hafa greitt mánaðarlega stað- greiðsluskatt af reiknuðu endur- gjaldi er nemur að lágmarki viðmið- unarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein.“ Viðmið- unarfjárhæðina ákveður fjár- málaráðherra og gefur út sem eðli- legar tekjur vegna viðkomandi reksturs. Það er reyndar spurning hvernig opinber aðili getur ákveðið tekjuviðmið fyrir starfsgreinar sem ekki hafa heimild til samráðs eða að setja sér taxta (sbr. samkeppn- islög)! Tekjuviðmið ráðherra er mjög hátt m.v. samdráttartíma sem þessa. Það þýðir að einyrki sem hef- ur verið að þrjóskast við að við- urkenna sig atvinnulausan hefur verulega lægri meðaltekjur en sem því nemur. Hann fær því ekki nema hluta af bótum sem auk þess eru ekki miðaðar við viðmiðunartekjur hans, sbr. í 19.gr. 2.mgr. „…þá ákvarðast tryggingarhlutfall hans af hlutfalli fjárhæðar reiknaðs endur- gjalds sem greitt hefur verið af og viðmiðunarfjárhæðar..“. Það þarf ekki neinn stærð- fræðisnilling til að sjá að útkoman úr þessum reikningi er ekki upp á marga fiska fyrir þann sem hefur lengi búið við samdrátt í rekstri! Sérstaða arkitekta Arkitektar eiga flestir a.m.k. 5 ára nám að baki og allnokkra vinnu- reynslu hjá öðrum, áður en þeir öðl- ast full réttindi hér á landi. Þessi réttindi og ábyrgðin sem þeim fylgir eru bundin við þá sem ein- staklinga og að hætta starfsemi er í raun að afsala sér margra ára námi (en sitja uppi með námslánin). Þeir sem neyðast nú til að láta af starfsemi eru útilokaðir frá eigin fagi. Með því glatast ákveðin reynsla og frekari verkefni safnast á fárra hendur. Hinir stóru verða „stærri“ en margir hinna „minni“ munu týnast úr faginu, arkitektar sem ella gætu þreyð þorrann og góuna og tekið fullan þátt í upp- byggingu nýs samfélags þegar að henni kemur. Þegar einkahlutafélagaformið var lögleitt skráðu margir reksturinn sem „ehf“. Þetta form býður upp á margs konar skattahagræðingu (lesist: skattalækkun) þar sem tekjuskattur á hagnað fyrirtækja er lægri en á einstaklinga. Nú virðist löggjafinn nánast vera að neyða ein- yrkja til að flýja í slíkt skattaskjól vilji þeir tryggja rétt sinn til at- vinnuleysisbóta. Það er auðveldara að láta lýsa hlutafélag gjaldþrota en einstakling. En gjaldþrot þýðir oft- ast vanefndir svo sem vangreidd laun og/eða launatengd gjöld og leiðir af sér kennitöluflakk. Skilar það ríkissjóði meiri tekjum? Lögin eins og þau eru, og voru upphaflega samin, mismuna mönnum eftir því hvernig þeir skilgreina rekstur sinn. Þau tryggja hvorki jafnrétti né réttlæti í úthlutun atvinnuleys- isbóta, né sýna þau ákveðnum starfsstéttum fulla virðingu, þótt ef- laust hafi verið reynt að standa heiðarlega að gerð þeirra, svo vitn- að sé í mikilvægustu gildin að mati Þjóðfundarins 2009! Lögin eins og þau eru setja einyrkjum tvo af- arkosti: Að þiggja strípaðar/skertar bætur eða „éta það sem úti frýs“, þ.e. taka þá áhættu að svelta ef uppsveiflan lætur bíða eftir sér. Réttarbót afnumin – opið bréf til félags- og tryggingamálaráðherra Eftir Árna Þorvald Jónsson »Einyrkjum er gert að greiða sama hlut- fall af tekjum sínum og aðrir launþegar í At- vinnuleysistrygg- ingasjóð og þeir ættu að eiga sama rétt á bótum! Árni Þorvaldur Jónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og eignaskiptalýsandi. REGLAN um réttaröryggi er ein af meginreglum ESB-réttar. Í grundvallaratriðum felur hún í sér kröfu um að löggjöf sé skýr og fyr- irsjáanleg. Meginreglan um rétt- mætar væntingar er önnur regla sem hefur tengsl við meginregluna um réttaröryggi. Þessar tvær meg- inreglur eru hluti af óskráðum meg- inreglum í sambandsrétti og hafa sem slíkar verið staðfestar í dóma- framkvæmd dómstóls ESB. Stofn- anir Evrópusambandsins eru bundn- ar af þessum meginreglum rétt eins og öðrum reglum í sambandsrétti. Aðalrökin fyrir þeim eru að þeir sem þurfa að fara eftir reglum sam- bandsréttar verða að hafa vissu fyrir því hvað felist í löggjöfinni svo þeir geti gert fyrirfram áætlanir um hegðun sína á viðskiptamarkaði. Það er grundvallaratriði í viðskiptum að unnt sé að gera áætlanir fram í tím- ann. Af því leiðir að gerð er rík krafa um nákvæma löggjöf á þessu sviði til að koma í veg fyrir réttaróvissu og til að stuðla að árangursríkum við- skiptum. Hver sá sem starfar á við- skiptamarkaði getur því eftir atvik- um reitt sig á vernd meginreglunnar um réttmætar væntingar hafi stofn- un Evrópusambandsins gefið honum einhvers konar væntingar um ákveð- in atriði. Bæði loforð, leiðbeiningar, tilkynningar eða önnur gögn frá stofnununum geta verið til þess fall- in að vekja slíkar væntingar. Þannig er almennt hægt að segja að for- senda þess að meginreglan verði virk sé sú að ákveðnar væntingar hafi vaknað sem rekja megi til að- gerða stofnana sambandsins. Því verður að vera orsakasamband þarna á milli. Enn fremur verður að telja að skilyrðunum um réttmætar vænt- ingar sé því aðeins fullnægt að vænt- ingar viðkomandi séu réttmætar, þ.e. að þær séu hlutlægt séð réttlæt- anlegar. Hér verður aðalviðmiðunin hvort góður og gegn maður með al- menna reynslu og þekkingu hefði getað byggt ákvarðanir sínar á þess- um væntingum. Í ESB-rétti vekur það athygli að ekki aðeins stjórnsýsluathafnir geta skapað réttmætar væntingar heldur einnig afleidd löggjöf. Þannig getur afleidd löggjöf, sem hvetur aðila á viðskiptamarkaði til að fara ákveðnar leiðir eða heitir honum skaðleysi, leitt til réttmætra vænt- inga sem svar við aðstæðum sem upp koma og aðili gat ekki séð fyrir eða áttað sig á. Rökin á bak við þetta eru að þeir sem bregðast við slíkum hvatningum frá stofnunum ESB sem ekki er inni- stæða fyrir ættu ekki að verða fyrir tjóni vegna þess. Þær geta því með öðrum orðum leitt til skaðabóta- ábyrgðar. Dæmi um mál af þessu tagi er dómur dómstóls ESB frá árinu 1988, bls. 2321 (mál nr. 120/86, J. Mulder gegn Minister van Landbouw en Visserij, sbr. einnig dóm frá árinu 2005, bls. 1975 í máli nr. C-342/03, Spánn gegn ráðinu). Niðurstaðan er því sú að fyrirheit í afleiddri löggjöf sambandsins, hér tilskipunum, geta skapað réttmætar væntingar fyrir einstaklinga og fyr- irtæki sem veita þeim rétt til skaðabóta að öðrum skilyrðum full- nægðum. Um skaðabóta- skyldu stofnana Evrópusambands- ins Ákvæði 235. gr. samningsins um Evr- ópubandalagið mælir fyrir um dómsvald dómstóls ESB til þess að dæma í skaðabóta- málum utan samninga á hendur Evr- ópubandalaginu vegna réttarbrota stofnana eða starfsmanna þess við framkvæmd skyldustarfa. Um öll nánari efnisskilyrði bótaskyldunnar er vísað í 2. mgr. 288. gr. samnings- ins. Kemur þar m.a. fram að samn- ingurinn hefur ekki að geyma sjálf- stæðar reglur um bótaskylduna heldur vísar til laga aðildarríkjanna í því efni. Segir nánar í 2. mgr. 288. gr. að um bótaskyldu fari eftir þeim meginreglum sem eru sameiginlegar í öllum aðildarríkjunum. Dómstóll ESB verður því að móta slíkar sam- eiginlegar meginreglur með dóma- fordæmum. Þýðing tilvísunarinnar í 2. mgr. 288. gr. er því fyrst og fremst sú að löggjöf aðildarríkjanna verður frumheimild ESB réttar um skaða- bótaskyldu utan samninga. Dómstóll ESB er því aðeins bund- inn af sameiginlegri lagahefð í aðild- arríkjunum, t.d. að því er varðar or- sakahugtakið, tjónshugtakið, gáleysishugtakið og fleira. Bóta- skyldan verður þannig að byggjast á sök svo dæmi sé tekið. Talið er að sökin eða annar bótagrundvöllur þurfi að vera augljós og snerta mik- ilsverð réttindi viðkomandi. Rök fyr- ir ströngum skilyrðum fyrir bóta- skyldunni eru að ekki megi íþyngja stofnunum ESB um of er þær taka ákvarðanir. Þetta á ekki síst við þeg- ar verið er að setja almennar reglur. Tjónþolar verða því að sætta sig við réttindaskerðingu innan vissra hóf- legra marka. Á hinn bóginn geta réttmætar væntingar örugglega orð- ið grundvöllur bótaábyrgðar tjón- þola á hendur stofnunum sambands- ins eins og dómafordæmi dómstóls ESB bera með sér. Málshöfðunarréttur er rúmur. Hann geta fyrst og fremst allir þeir aðilar átt sem eru búsettir eða hafa staðfestu í aðildarríkjunum og telja rétti sínum hallað. Aðrir virðast einnig hafa slíkan málshöfðunarrétt að öðrum skilyrðum fullnægðum, t.d. fyrirtæki utan sambandsins sem framkvæmdastjórnin telst hafa brot- ið rétt á. Málshöfðunarfrestur er einnig rúmur því að hann er fimm ár frá því að skaðabótaskyldur atburð- ur átti sér stað. Hann byrjaði því að líða við gjaldþrot bankanna í október 2008. Niðurstaðan er því sú að stofnanir ESB bera hefðbundna skaðabóta- ábyrgð á athöfnum sínum sem nær einnig til afleiddra gerða, t.d. tilskip- ana. Bótaskyldan nær einnig til aðila utan ESB ef því er að skipta. Skapaði tilskipunin um inn- lánatryggingakerfi sjálfstæðan bótagrundvöll? Í aðfararorðum tilskipunarinnar segir m.a. að um leið og takmarkanir á starfsemi lánastofnana séu fjar- lægðar verði að huga að þeirri stöðu sem upp geti komið ef innlán í lána- stofnun sem hefur útibú í öðrum að- ildarríkjum verði ótiltækt. Nauðsyn- legt sé við þær aðstæður að tryggja samræmda lágmarkstryggingu óháð því hvar innlánið sé í sambandinu. Slík innlánstrygging sé jafnmik- ilvæg fyrir framgang sameiginlega markaðarins og varfærnisreglunnar. Enn fremur segir að innlánatrygg- ingakerfin verði að koma til skjal- anna um leið og innlán verði ótiltæk. Síðan er fjallað um lágmarkstrygg- ingu og sagt að hæfilegt virðist að samræmda lágmarkstryggingin sé 20.000 ECU. Þessu er síðan fylgt eft- ir með 7. gr. tilskipunarinnar um að innlánatryggingakerfin tryggi að samanlögð innlán hvers innistæðu- eiganda séu tryggð upp að 20.000 ECU ef innlánin verði ótiltæk. Í aðfararorðum tilskipunarinnar er sérstaklega tekið fram að aðild- arríkin beri ekki ábyrgð gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa komið á innlánatryggingarkerfi sem tryggir að innistæðueigendur fái bætur í samræmi við skilmála til- skipunarinnar. Hér að framan hafa stuttlega verið raktar helstu ástæð- ur þess að ekki sé ástæða til að ætla að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna framkvæmdar tilskipunarinnar. Er það fyrst og fremst stutt þeim rök- um að tilskipunin geri enga kröfu um fjármögnun innlánstryggingakerf- anna. Hún getur því auðveldlega orðið of seinvirk, einkum þegar bankahrun á sér stað eins og gerðist hér á landi. Þessi sjónarmið virðist bankanefnd seðlabanka Frakklands styðja. Einnig hefur framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins tekið undir þessi sjónarmiðað að minnsta kosti að hluta til eins og rakið hefur verið. Af framanrituðu verður ályktað að Evrópusambandið hefur fjarlægt allar takmarkanir til stofnsetningar fjármálafyrirtækja innan sambands- ins (og EES) og jafnframt aflétt hömlum á fjármálastarfsemi. Jafn- framt hefur sambandið með um- ræddri tilskipun nánast heitið inni- stæðueigendum í útibúum innlánsstofnana sem staðsettar eru annars staðar innan sambandsins, að þeir þurfi ekkert að óttast því að til- tekin lágmarkstrygging gildi ávallt gagnvart þeim. Ekki hefur þó reynst að öllu leyti innistæða fyrir þessu heiti eins og sýnt hefur verið fram á hér að fram- an. Á hinn bóginn kunna hin fortaks- lausu orð tilskipunarinnar að hafa skapað réttmætar væntingar fyrir þá innistæðueigendur sem um ræðir. Þær væntingar gætu síðan leitt til bótaábyrgðar fyrir stofnanir sam- bandsins í samræmi við það sem rak- ið hefur verið. Niðurstaðan er því sú að orð til- skipunarinnar eru tiltölulega for- takslaus varðandi lágmarksinnláns- tryggingar og að innlánstryggingarkerfin en ekki að- ildarríkin standi straum af þessu. Þessi fortakslausu orð reyndust þó haldlaus en fyrirheit tilskipunar- innar voru hins vegar til þess fallin að skapa réttmætar væntingar fyrir sparifjáreigendur. Unnt er að halda því fram að ESB hafi getað orðið bótaábyrgt gagnvart innlánseigendum á grundvelli meg- inreglunnar um réttmætar vænt- ingar með því að setja umrædda til- skipun í umferð án þess að setja samtímis upp kerfi sem tryggði inni- stæðueigendum greiðslu þeirrar lág- marksfjárhæðar sem áskilin er í til- skipuninni. Innleysi íslenska ríkið þessar kröfur að einhverju leyti eða öllu á grundvelli ábyrgðayfirlýsinga öðlast það réttarstöðu innlánseigendanna og getur höfðað skaðabótamál fyrir dómstól ESB á hendur stofnunum sambandsins sem grundvallað væri á réttarstöðu þeirra. Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson Þriðja grein af fjórum » Orð tilskipunarinnar eru tiltölulega for- takslaus varðandi lág- marksinnlánstrygg- ingar og að innlánstryggingarkerfin en ekki aðildarríkin standi straum af þessu. Lárus L. Blöndal Lárus L. Blöndal er hæstaréttar- lögmaður. Stefán Már Stefánsson er prófessor. Lagarök um Icesave Stefán Már Stefánsson Möguleg bótaskylda ESB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.