Morgunblaðið - 14.01.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.01.2010, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þeir nálg-uðustskattamál með afar ólíkum hætti, ræðumenn- irnir á skattafundi Deloitte í fyrra- dag. Hér var í gær sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefði hótað frekari skatta- hækkunum, en viðfangsefnið var einnig nálgast út frá já- kvæðara sjónarhorni. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands, benti á að Íslendingar stæðu nú frammi fyrir vali á milli tveggja kosta. Þeir gætu annars vegar varið stórt og umfangsmikið ríki og velferð- arkerfi með hærri sköttum, en hins vegar dregið úr opinber- um útgjöldum og minnkað vel- ferðarkerfið. Fyrri kosturinn sagði Ragnar að þýddi auknar líkur á langvarandi kreppu og greiðslufalli ríkisins, en sá síð- ari meiri hagvöxt og minni kreppu. Ragnar er ekki í vafa um hvor kosturinn er æskilegri, velferð Íslands og sjálfsvirð- ing þjóðarinnar kalli á seinni kostinn, þótt hann sé ekki sársaukalaus. Ástæðan sem Ragnar gefur fyrir þessu sjónarmiði er að staða þjóðarbúsins og rík- issjóðs sé þannig að nauðsyn- legt sé að ná fram miklum hagvexti. Til að það gerist verði að fjárfesta í fjármunum og mannauði og það náist að- eins verði fjárfestingar arð- vænlegri og vinna fólks ábata- samari. Þetta verði aðeins gert með því að lækka skatta og vexti. Ýmsir óttast niðurskurð hjá ríkinu, en þó telja allir sig geta bent á mörg dæmi um só- un á sama vettvangi. Þess vegna er tvímælalaust svig- rúm til hagræð- ingar í ríkiskerf- inu, en auk þess má taka undir það með Ragnari að mikil aukning rík- isútgjalda á und- anförnum árum bendir til þess að svigrúm sé til að skera niður. Eins og Ragnar nefnir verð- ur að gæta að því að nið- urskurður í velferðarkerfinu verði með eins mannúðlegum hætti og mögulegt er, en lík- lega verður ekki hjá því kom- ist að hagræða eitthvað á því sviði eins og öðrum. Hagræð- ing á því sviði er viðfangsefni sem ríkið getur ekki skorast undan, en eins og bent hefur verið á þarf sú hagræðing ekki alltaf að þýða minni þjónustu. Skýrsla um hagræðingu í heil- brigðiskerfinu, sem Morg- unblaðið hefur fjallað um, sýn- ir að hægt er að hagræða og bæta þjónustuna um leið. Meginatriðið er að nauðsyn- legt er að hverfa af þeirri braut skattahækkunar sem mörkuð hefur verið. Velferð- arkerfið verður ekki varið með því að hækka sífellt skatta þegar afleiðingin er minni hagvöxtur en ella og jafnvel framlenging á krepp- unni. Sú leið eykur ekki skatt- tekjur, hún dregur aðeins þrótt úr efnahagslífinu og veldur þannig minnkandi skatttekjum. Hér á landi er ágætt tæki- færi til að efla atvinnulíf, auka hagvöxt og þar með að stuðla að meiri velferð almennings. Landsmenn geta hins vegar ekki nýtt þessi tækifæri sem skyldi ef framhald verður á skattahækkanastefnu rík- isstjórnarinnar. Ísland þarf aukinn hagvöxt og forsenda hans eru hóflegir skattar, ekki hótanir um hærri skatta. Hagfræðiprófess- orinn nálgaðist skattamál á mun já- kvæðari hátt en fjár- málaráðherra. } Hóf í stað hótana Haítí hefur ára-tugum sam- an hið minnsta mátt þola miklar hörmungar. Þess- ar hörmungar hafa hingað til að stærstum hluta verið af manna völdum, en landið hefur lengst af mátt þola valdarán og harðstjóra á víxl. Þeir kunnustu eru hinir alræmdu feðgar Papa Doc og Baby Doc, sem samanlagt stýrðu landinu í um þrjá ára- tugi. Í fyrrakvöld dundu hörm- ungarnar enn yfir Haítí. Að þessu sinni var það ekki af manna völdum, heldur vegna firnaöflugs jarðskjálfta sem segja má að hafi nánast lagt landið í rúst. Mikil óvissa er um manntjón, en ljóst að það er gríðarlegt og hörmungar íbúanna ólýs- anlegar. Íslendingar hafa síðastliðið rúmt ár verið uppteknir af þeim efnahagslegu hamförum sem skekið hafa landið, en þær blikna vitaskuld í samanburði við þann skelfingaratburð sem íbúar Haítí hafa mátt þola. Íslendingar eru lánsamir að hafa getað rétt Haítíbúum hjálparhönd í mikilli neyð. Þeirri aðstoð verður vonandi fylgt vel eftir. Við erum lánsöm að geta rétt íbúum Haítí hjálparhönd. } Ólýsanlegar hörmungar M ánuðum saman hefur íslenska þjóðin beint þeirri bæn til stjórnmálamanna að þeir hætti argaþrasi og leiti sameigin- legrar niðurstöðu í Icesave- málinu. Það er ekki siður stjórnmálamanna að hlusta sérstaklega á þjóðina, nema vikurnar fyr- ir kosningar, þannig að þeir meðtóku ekki þessa eindregnu ósk heldur héldu áfram þvargi sínu. Þá tók sjálfhverfur og athyglissjúkur forseti í taumana. Hann hafði horft á áramótaskaupið, eins og aðrir landsmenn, og líkaði ekki það sem hann sá. Hann þurfti að lappa upp á ímynd sína og eins og sannur lýðskrumari vissi hann ná- kvæmlega hvernig hann ætti að gera það. Hann synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Nú er Icesave-málið einmitt þeirrar gerðar að það hentar sérlega illa til þjóðaratkvæða- greiðslu, eins og flest mál sem snerta fjárhag ríkisins. Fólk er þannig gert að það vill ekki borga skuld sem það telur sig ekki bera nokkra ábyrgð á. Þjóðin mun kolfella Icesave- samninginn. Þjóðin kýs sér stjórnmálamenn sem eiga að setja sig inn í erfið mál, greina þau og finna á þeim lausn. Stjórn- málamennirnir brugðust fullkomlega hlutverki sínu í enda- lausu og tilgangslausu þvargi á þingi. Þjóðaratkvæða- greiðsla mun setja málið aftur á byrjunarreit. Þessu hafa stjórnmálamennirnir nú loksins áttað sig á. Nú hrópa þeir sín á milli eftir samstöðu um málið. Þeir hefðu betur áttað sig miklu fyrr. Um þetta þýðir þó ekki að nöldra endalaust. Sennilega ætti maður bara að þakka fyrir að stjórnmálamennirnir skuli loksins hafa áttað sig á hlutverki sínu. En um leið ber að hafa í huga að það var örvæntingarfullur leikur forseta í til- vistarvanda sem sameinaði þennan sundraða hóp. Vitaskuld eru stjórnmálamenn lítt hrifnir af því að hégómlegur forseti skuli setja sig yfir þing og ríkisstjórn og hegða sér eins og einræð- isherra. Nú ættu stjórnmálamennirnir að sam- einast í því að breyta stjórnarskránni og taka málskotsréttinn af forsetanum. Það er varla æskilegt að forseti beitti þessum rétti einfald- lega vegna þess að hann er að bjarga ímynd sinni. Einhver takmörk verður að setja á hinn yfirþyrmandi hégómleika þjóðhöfðingjans sem er farinn að hafa yfirgripsmikil áhrif á gang þjóðmála. Hin óvænta samheldni stjórnmálamannanna mun varla halda lengi. Þessi stéttt manna hefur valdið þjóð- inni gríðarlegum vonbrigðum á síðustu mánuðum. Engu er líkara en að stjórnmálamennirnir lifi í einangruðum heimi sem raunveruleikinn hefur lítinn aðgang að. Stjórn- málamönnunum til upplýsingar má geta þess að íslenskur raunveruleiki dagsins er vægast sagt óskemmtilegur og það er enginn öfundsverður af því að verða að lifa í honum. Til að leysa vandamálin sem við blasa þarf skynsamt og dug- legt fólk sem lætur verkin tala en gleymir sér ekki í þrasi mánuðum saman. Hvar það fólk er að finna er annað mál, en það er allavega ekki í Alþingishúsinu. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Sameinaðir stjórnmálamenn? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hin endalausa endur- skoðun stjórnarskrár FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is F átt bendir til þess að vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar fari af stað á næstunni. Stjórnarflokkarnir hafa markað þá stefnu að fela stjórnlaga- þingi að vinna að tillögum um endur- skoðun stjórnarskrárinnar, en ólík- legt er talið að frumvarp um stjórn- lagaþing verði samþykkt á Alþingi fyrir vorið. Almenn samstaða er hins vegar um að þörf sé á að endurskoða stjórnarskrána. Á árunum 2005-2007 var gerð al- varleg tilraun til að endurskoða stjórnarskrána. Nefnd fulltrúa allra flokka vann að málinu ásamt hópi sérfræðinga. Nefndin stóð fyrir ráð- stefnum, opnaði heimasíðu og leitaði eftir umsögnum samtaka og ein- staklinga. Jón Kristjánsson, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, sem var formaður nefndarinnar, segir að þegar á reyndi hafi komið í ljós að ekki hefði verið lag hjá stærstu stjórnmála- flokkunum að ganga til samkomulags um breytingar. Spenna hafi einkennt umræður um málskotsrétt forsetans og sömuleiðis um skipan hæstarétt- ardómara. Jón sagði að sjálfstæðismenn hefðu viljað einbeita sér að kaflanum um forsetann og láta breytingar á honum ganga fyrir. Samfylkingin hefði verið ófáanleg til þess. Sam- fylkingin hefði haft mestan áhuga á dómstólakaflanum og auðlinda- ákvæðinu, en mikið hefði borið á milli flokksins og Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum. Jón sagði að í upphafi starfs nefnd- arinnar hefði Samfylkingin krafist þess að stjórnarskráin öll yrði endur- skoðuð. Nefndin hefði gengið út frá þessu í vinnu sinni, en þegar ljóst var að ekki yrði hægt að ná samkomulagi um alla þætti málsins hefði hann kannað hvort hægt væri að ná sam- stöðu um endurskoðun á vissum köfl- um. Sjálfstæðismenn hefðu þá lýst því yfir að þeir væru ekki tilbúnir í „bútasaum“ á stjórnarskránni. Stjórnlagaþingi falin endurskoðun Þar sem stjórnmálamönnum hefur gengið illa að ljúka löngu tímabærri endurskoðun stjórnarskrárinnar hafa ýmsir verið þeirrar skoðunar að rétt sé að fela öðrum þessa vinnu. Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing, en verkefni þess á að vera að endur- skoða stjórnarskrána. Samkvæmt frumvarpinu á að kjósa 25-31 fulltrúa á þingið samhliða sveitarstjórnar- kosningum í vor. Þingið á að vera ráðgefandi, sem þýðir að tillögur þess verða að fara til Alþingis sem þarf að ræða þær og samþykkja á tveimur þingum áður en breyting- arnar taka gildi. Sjálfstæðismenn hafa lýst efa- semdum um hugmyndina um stjórn- lagaþing. Vigdís Hauksdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, segist ekki sjá að nein alvara sé á bak við hugmyndir stjórnarflokkanna um stjórnlagaþing. Hún bendir á að kostnaður við þingið sé áætlaður 300- 500 milljónir króna, en engin fjárveit- ing sé ætluð til þingsins á fjárlögum þessa árs þó að frumvarpið geri ráð fyrir að stjórnlagaþingið taki til starfa á þessu ári. Morgunblaðið/Heiddi Alþingi Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir áramót fyrir frumvarpi um stjórnlagaþing. Kjósa á til þess samhliða sveitarstjórnarkosningum. Flestir eru sammála um að þörf sé á að endurskoða stjórnar- skrána, en mikið ósamkomulag hefur verið um hvernig. Forseti Íslands hefur nú tvisvar neitað að skrifa undir lög og vís- að þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðismenn voru afar ósáttir við ákvörðun forsetans að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin, en Samfylking og VG fögnuðu. Núna gagnrýna þessir sömu flokkar forsetann fyrir að staðfesta ekki Icesave-lögin, en sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru flestir ánægðir með ákvörðun forsetans. Því vaknar sú spurning hvort núna séu ekki komnar forsendur til þess að flokkarnir sameinist um breytingar á stjórnarskrá sem snerta vald forseta Íslands. Nú hafa allir flokkar orðið fyrir því að forsetinn stöðvar lög sem þeir hafa stutt og kannski von til þess að þeir vilji skýra hvernig fara eigi með málskotsrétt for- seta. Það hefur hins vegar ekki bein- línis verið sáttatónn í stjórnmál- unum síðustu vikurnar og menn hafa verið frekar uppteknir af því sem er að gerast þessa stund- ina. Hætt er við að vinna við end- urskoðun stjórnarskrár markist talsvert af nýliðnum atburðum og deilum um þá. ENGAR SÆTTIR? ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.