Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RÓSA MARÍA SIGURGEIRSDÓTTIR,
Bakka,
Melasveit,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
13. janúar.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ,
laugardaginn 23. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Gjafa- og minningarsjóð Sjúkrahúss Akraness.
Fanney Valdís Guðbjörnsdóttir,Stefán Jónas Þorsteinsson,
Jóhann Þórðarson, Sigrún Birna Svavarsdóttir,
Sigvaldi Geir Þórðarson, Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir,
Sigurður Björn Þórðarson, Ásta María Einarsdóttir,
Sigurgeir Þórðarson, Sigríður Kristjánsdóttir,
Sigríður Þórdís Reynisdóttir, Rafn Elfar Svanbergsson
og ömmubörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn og bróðir okkar,
HJÖRLEIFUR BJARKI GUÐMUNDSSON
vélfræðingur
frá Karlsá,
Rauðalæk 14,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 10. janúar.
Útför verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
21. janúar kl. 15.00.
Nanna Kristín Guðmundsdóttir
og systkini.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTJANA BERGÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Túngötu 13,
Sandgerði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
14. janúar.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði
föstudaginn 22. janúar kl. 14.00.
Bestu þakkir til starfsfólks á B-2 taugalækningadeild fyrir mjög góða
umönnun.
Sigursveinn Guðmann Bjarnason,
Erla Sigurbjörg Sigursveinsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson,
Guðlaugur Vignir Sigursveinsson, Rannveig Grétarsdóttir,
Þóra Kristín Sigursveinsdóttir, Heimir Morthens,
Jón Bjarni Sigursveinsson, Júlía Stefánsdóttir,
Heimir Sigursveinsson, Aldís Búadóttir,
Inga Sigursveinsdóttir, Eiríkur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR JÓNSSON,
Lómasölum 12,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum Hringbraut sunnudaginn
17. janúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
27. janúar kl. 13.00.
Björg Sigríður Kristjánsdóttir,
Kristján Grétar Ólafsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Guðrún Björg Ólafsdóttir, Guðmundur Jón Kristjánsson,
Helgi Jón Ólafsson, Erna Ósk Guðnadóttir
og afabörnin.
✝ Davíð Stefánssonlandfræðingur og
kennari fæddist í
Stykkishólmi 20. júlí
1926 og lést á
sjúkrahúsi í Dram-
men í Noregi 10.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Stefán Lýður
Jónsson, f. 10. mars
1893, d. 9. des. 1969,
skólastjóri í Stykk-
ishólmi og síðar
námsstjóri og fyrri
kona hans Guðrún
Þórðardóttir, f. 2. ágúst 1900, d.
12. apríl 1997. Alsystir Davíðs er
Bjarghildur, prófarkalesari og
blaðamaður, f. 28. maí 1920. Eig-
inmaður hennar er Jón Kárason,
aðalbókari Pósts og síma.
Hálfsystkini Davíðs, samfeðra,
eru Sólveig, gift Snorra Loftssyni,
búsett í Lúxemborg og Einar Páll,
kvæntur Guðfinnu Ingólfsdóttur
og búa þau í Gautaborg. Móðir
þeirra, seinni eiginkona Stefáns,
var Lovísa Þorvaldsdóttir, f. 6.
mars 1913, d. 29. ágúst 2000.
Eiginkona Davíðs er Inger Jo-
hanne, f. 7. nóv. 1930 í Osló,
barnahjúkrunarfræðingur. For-
eldrar hennar voru Sigvald Jonas-
sen, heildsali í Osló, og kona hans
Ingrid Johanne, bæði látin.
Börn Inger og Davíðs eru: 1)
Grethe Sjöfn, f. 21.
júlí 1953, fé-
lagsráðgjafi. 2) Eva
Dröfn, f. 28. júní
1956, flugfreyja. 3)
Steinar, f. 8. nóv.
1966, hagfræðingur.
Davíð varð stúd-
ent frá MR 1946 og
fór til Noregs 1948
og stundaði þar nám
við stærðfræði- og
raunvísindadeild Há-
skólans í Osló til
ársins 1954. Þá fór
hann til Íslands og
kenndi við gagnfræðaskólann á
Selfossi til 1956 og við
Flensborgarskóla til 1959. Þá fór
hann á ný til Noregs og lauk
embættisprófi í landafræði og
náttúrufræði við Oslóarháskóla.
Að loknu prófi hóf hann kennslu
við framhaldsskóla í Suður-
Noregi, fyrst í Jessheim og síðar í
Svelvik, nálægt Drammen, til
1973. Það ár gerðist hann starfs-
maður skrifstofu Norrænu ráð-
herranefndarinnar í Osló er sam-
einuð var
menningarmálaskrifstofu ráð-
herranna í Kaupmannahöfn 1986
og vann Davíð þar áfram til 1993
er hann fór á eftirlaun.
Útför Davíðs fer fram frá
Konnerud nye kirke í Drammen í
dag, 20. janúar.
Davíð móðurbróðir okkar fæddist
og ólst upp í Stykkishólmi og naut
þess frelsis í æsku sem íslensk þorp
bjóða upp á fyrir börn. Hans nánustu
æskuvinir voru þeir Eyjólfur Konráð
Jónsson, síðar ritstjóri Morgun-
blaðsins og alþingismaður, og Jón
Júlíusson, lengi kennari við MR og
starfsmannastjóri Loftleiða.
Davíð varð stúdent frá MR og fór
síðan til náms í náttúrulandafræði
við Háskólann í Osló. Á námsárum
sínum kynntist hann og giftist glæsi-
legri norskri stúlku, Inger Jonassen,
sem lifir mann sinn. Á sumrin vann
hann hjá Hval hf., fyrst nokkur sum-
ur á hvalbátunum og síðari árin á
skrifstofu fyrirtækisins í Hvalfirði.
Naut hann þar sérstaks velvilja og
vináttu Lofts Bjarnasonar, forstjóra
Hvals, og fjölskyldu hans, sem Davíð
var alltaf sérstaklega hlýtt til.
Í augum okkar bræðranna var
alltaf einhver spennandi ævintýra-
ljómi í tengslum við þennan fjarlæga
frænda, sem stundaði háskólanám í
útlöndum, var hvalveiðimaður og
varð kennari í framhaldsskólum á
Selfossi, Flensborgarskóla og síðar í
Noregi.
Eftir að hann fór að vinna fyrir
Norrænu ráðerranefndina, snemma
á 8. áratugnum, í Osló og síðar í
Kaupmannahöfn, fór Íslandsferðum
hans að fjölga. Varla leið svo árið að
hann kæmi ekki til Íslands vegna
starfsins og síðari árin á eigin vegum
og notaði Davíð þá alltaf tækifærið til
að heilsa upp á fjölskyldu og vini. Þá
gisti hann oftast hjá systur sinni
Bjarghildi, móður okkar bræðranna.
Davíð fylgdist vel með hvernig
fjölskyldan á Íslandi óx og dafnaði.
Davíð impraði oft á þeirri hugmynd
að það þyrfti að halda fjölskyldumót
á Íslandi og loks varð honum að ósk
sinni sumarið 2007, er fjölmennt
þriggja daga ættarmót afkomenda
Stefáns föður hans var haldið á
Snorrastöðum í Hnappadal, þaðan
sem Stefán var ættaður og Davíð var
í sveit þegar hann var strákur. Mótið
endaði með hópferð til Stykkishólms,
þar sem æskuslóðir Davíðs og Bjarg-
hildar systur hans voru kannaðar.
Greinilegt var að Davíð kunni vel að
meta það að hitta þennan fjölda ætt-
ingja, og ekki síst að rifja upp kunn-
ingsskap við æskuslóðirnar. Með
Davíð komu frá Noregi þrír afkom-
enda hans; dætur hans Gréta og Eva,
ásamt syni Evu, Kristjáni, sem nú
stundar verkfræðinám í Þrándheimi.
Eftir ættarmótið fór heilsu hans
hnignandi og átti hann ekki aftur-
kvæmt til Íslands.
Davíð fylgdist vel með hvað var að
gerast á Íslandi og fékk sendar úr-
klippur úr íslenskum blöðum frá vin-
um sínum. Þá las hann mikið af ís-
lenskum bókum. Hann fylgdist af
miklum áhuga í sjónvarpinu með
árangri íslensku fótboltastrákanna,
bæði á Norðurlöndunum og í Bret-
landi. Á Bretlandi fylgdist hann
einnig með Norðmönnum í fótbolt-
anum og var uppáhaldsleikmaður
hans Morten Gamst Pedersen hjá
Blackburn.
Davíð var hæglátur og mjög kurt-
eis maður, sem ávann sér traust hvar
sem hann kom. Við systursynir hans
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Inger og barnanna
þriggja, Grétu, Evu og Steinars, og
barnabarnanna.
Birgir, Gylfi og Kári Jónssynir.
Þegar Davíð kom fyrst til Oslóar
haustið 1948 var þar fátt erlendra
námsmanna, mestmegnis Íslending-
ar, enda landið enn að ná sér eftir
hörmungar stríðsins. Lítið sem ekk-
ert hafði verið um húsnæðisbygging-
ar á stríðsárunum og því mikil vand-
ræði að koma námsfólki fyrir í
borginni, utanbæjarfólki sem er-
lendu. Þýskar herbúðir stóðu yfir-
gefnar víðsvegar um alla borg – svip-
að og kamparnir í Reykjavík – og
þessa þýsku bragga, sem voru úr
timbri, fékk félagsstofnun stúdenta í
Osló til afnota fyrir námsfólk. Við
komuna fékk Davíð inni í einum slík-
um stúdentabragga í nokkra vetur
ásamt öðrum íslenskum stúdentum.
Þeir komust þó síðar í nýjar vistar-
verur sem Guðrún Brunborg kom
upp af miklum dugnaði og velvild við
íslenska stúdenta og var Davíð einn í
þeirra hópi.
Mörg vorin fór hann heim til Ís-
lands og hafði vísa vinnu við hvalstöð-
ina í Hvalfirði sem reyndist honum
góð búbót.
Um 1950 stofnuðu íslenskir stúd-
entar í Osló Félag íslenskra stúdenta í
Noregi (skammstafað FÍSN) og mun
Davíð hafa verið fyrsti formaður þess.
Er Davíð fór á eftirlaun 1993 fékk
hann heilablóðfall skömmu síðar og
var bati hægur en þrátt fyrir það
kom Davíð til Íslands á hverju sumri
um árabil og heimsótti þá ættfólk
sitt, gamla vini og námsfélaga. Þá
endurnýjuðust gömul kynni við
þennan rólega, hugþekka og
skemmtilega mann, sem mjög gam-
an var að ræða við um málefni okkar
tíma og flókin vandamál nútímans,
en þar var hann vel heima. Hann var
mikill blaðalesandi erlendra blaða og
þegar hann taldi sig komast í feitt
sendi hann mér úrval blaðagreina og
svo mjög að ég mátti hafa mig allan
við lesturinn!
Síðastliðið vor tjáði hann mér að
hann treysti sér ekki til Íslandsferð-
ar. Hann nefndi ekki við mig að hann
væri að fara í aðra ferð en mér fannst
ég skilja það á honum.
Við Helga sendum ættfólki hans
bæði hér heima og í Noregi bestu
samúðarkveðjur.
Ingvar Hallgrímsson.
Um áratuga skeið hefur Ísland
tekið þátt í norrænu samstarfi á vett-
vangi Norðurlandaráðs og Norrænu
ráðherranefndarinnar. Þegar skrif-
stofu ráðherranefndarinnar var
komið á fót í Osló árið 1973 var Davíð
Stefánsson ráðinn til starfa þar og
gegndi hann störfum í fjármáladeild
allt til ársins 1993, fyrst í Osló og svo
síðar í Kaupmannahöfn frá árinu
1986.
Á þessum árum var Davíð ekki
bara einn af frumherjunum á skrif-
stofunni, heldur var hann helsti
tengiliður hennar við íslenska emb-
ættis- og stjórnmálamenn, sem nutu
hjálpar og leiðsagnar hans gegnum
völundarhús hins norræna sam-
starfs. Ósjaldan kom hann málum í
höfn þegar aðrir töldu ekki mögu-
leika á því að þau hlytu framgang eða
vissu ekki hvernig úr þeim yrði leyst.
Sama var upp á teningnum í mörgum
undirstofnunum ráðherranefndar-
innar. Þegar mikið lá við leituðu
menn til Davíðs. Á fyrstu áratugum
Norrænu ráðherranefndarinnar var
hann þannig einn af lykil-
starfsmönnum hennar. Meðan aðrir
starfsmenn komu og fóru var Davíð á
sínum stað og aðstoðaði fólk eftir
bestu getu.
Davíð var glöggur á fólk og oft
kom það okkur sem störfuðum með
honum um árabil að góðum notum að
heyra skoðanir hans á mönnum og
málefnum. Einhverju sinni sagði
hann um mann sem ráðinn var í yf-
irmannsstöðu hjá ráðherranefndinni
að hann væri áreiðanlega sá besti
sem viðkomandi land gæti séð af.
Þótt slíkri gráglettni brygði oft fyrir
í lífi hans og starfi var Davíð fyrst og
fremst heiðarlegur og heilsteyptur
maður sem gott var að eiga að og
starfa með. Slíks manns er gott að
minnast.
Hrafn Hallgrímsson,
Ingimar Einarsson,
Tryggvi Gíslason.
Davíð Stefánsson
Emmý, Guðjón og
gítarinn. Einhvern
veginn er erfitt að
leysa þessa þrenningu upp. Emmý
var ein af Laugalandsmeyjunum
fyrir tæplega fimmtíu árum. Nett,
kvik og í alla staði ljúf en lífleg.
Saumaklúbbur Laugalandsmeyja
hefur verið starfandi í hálfa öld og
þegar meiri og merkilegri uppá-
komur voru hjá klúbbnum, svo sem
um vor, sumar og jól, voru mak-
arnir með og þá voru þau ómiss-
andi Emmý, Guðjón og gítarinn.
Emmý var verulega músíkölsk og
spilaði á gítar og söng um tíma í
Skagfirsku söngsveitinni og Guð-
jón söng með Karlakór Reykjavík-
ur svo að þarna voru engir viðvan-
ingar við sönginn. Við stelpurnar
áttum yndislega stund núna í nóv-
emberklúbbnum og var þá Emmý
kvenna kátust. Það er alltaf erfitt
Emmy Margit
Þórarinsdóttir
✝ Emmy MargitÞórarinsdóttir
fæddist á Akureyri
28. desember 1941.
Hún lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 22. desember síð-
astliðinn. Emmy Mar-
git var jarðsungin frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 8. janúar
sl.
að kveðja ástvini og
góða vini en hún
Emmý skilur eftir sig
svo yndislegar minn-
ingar sem við munum
lengi minnast.
Elsku Guðjón,
Hallur, Guðbjörg,
Þórunn, Melanie og
Petrína. Megi Guð
gefa ykkur styrk við
fráfall Emmýjar en
minningin um þessa
yndislegu konu mun
sefa dýpstu sorgina.
Þetta ljóð Úlfs
Ragnarssonar er okkar kveðja til
þín elsku Emmý:
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
F.h. Laugalandsmeyja 1962,
Jóhanna
Þorsteinsdóttir.