Morgunblaðið - 20.01.2010, Page 22

Morgunblaðið - 20.01.2010, Page 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 ✝ Þórdís M. Þorleifs-dóttir fæddist í Ár- holti í Haukadal í Dýrafirði 1. desember 1926. Þórdís var síðast til heimilis í Torfufelli 27 í Reykjavík en lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudag- inn 12. janúar sl. Foreldrar hennar voru Þorleifur Júlíus Eggertsson, f. 31.7. 1898, d. 10.1. 1983, frá Árholti í Haukadal í Dýrafirði, farkennari við skólana í Haukadal og Keldudal, og Jóhanna Bjarney Guðjónsdóttir, f. 25.9. 1900, d. 9.8. 1989, frá Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði. Systkini Þór- dísar eru Jón Snorri, f. 1929, og Guð- munda Markúsína, f. 1938. Unnusti Þórdísar, Skafti Stefánsson, f. 25.3. 1921, lést af slysförum á Þingvalla- vatni hinn 3.6. 1946. Þórdís giftist Haraldi Ágústi Jó- hannssyni, f. 11.8. 1921, þann 1.12. 1950. Haraldur lést 8.1. 1971. For- eldrar Haraldar voru Kristjana Þorgerður, f. 12.5. 1955, maki Krist- inn Benonýsson, f. 7.4. 1947. Börn þeirra eru Benoný, f. 2.10. 1977, Kristjana, f. 20.11. 1987. 3) Benedikt Sigfús, f. 13.9. 1958, maki Kristjana Helga Jóhannsdóttir, f. 14.6. 1964. Börn þeirra eru Þorgerður, f. 26.8. 1995, Þórhildur f. 4.9. 1999. Sonur Benedikts frá fyrri sambúð er Björn Rúnar, f. 28.3. 1981. Dóttir Kristjönu er Jóhanna Helga Viðarsdóttir, f. 12.3. 1983, sambýlismaður hennar Kristján Hafsteinsson, f. 1.8. 1980 og eiga þau eina dóttur. 4) Skapti Jó- hann f. 7.12. 1960, maki Kristbjörg H. Sigtryggsdóttir, f. 28.5. 1962. Synir þeirra eru Fjölnir, f. 26.9. 1998, Hall- dór, f. 28.1. 2000. Fyrri maki Halldóra A. Ragn- arsdóttir og eiga þau þrjá syni: Jó- hann Fjalar, f. 2.7. 1983, sambýlis- kona Guðlaug Helgadóttir, f. 22.12. 1984, þau eiga eina dóttur. Jens Fjal- ar, f. 11.9. 1985, Patrik Fjalar, f. 1.8. 1989. Alls eru barnabörnin 18 og barnabarnabörnin orðin átta. Þórdís vann ýmis störf um ævina, meðal annars í ritfangaverslun Ísa- foldar en lengst af á rannsóknardeild Borgarspítalans í Fossvogi. Hún var félagi í Alþjóða Sam-Frímúrararegl- unni og meðan heilsan leyfði söng hún með kór eldriborgara í Gerðu- bergi. Útför Þórdísar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 20. janúar, og hefst athöfnin kl. 13. Benediktsdóttir kenn- ari og Jóhann Jó- hannsson hús- gagnasmiður. Barn Þórdísar og Skafta, er Sjöfn f. 23.8. 1946, maki Bjorn Arild Skaug, f. 23.5. 1946. Dætur þeirra eru Linda Elisabeth, f. 9.1. 1971, maki Ragnar Magnús Einarsson, f. 1.8. 1972, þau eiga fjögur börn. Þórdís Anna, f. 4.11. 1975, maki Jo Inge Mandt, f. 11.9. 1975, þau eiga eina dóttur. Börn Þórdísar og Haraldar eru: 1) Kristín Guðbjörg f. 12.11. 1953, maki Sigurður Ö. Magnússon, f. 14.9. 1952, synir þeirra eru Haraldur Ágúst, f. 23.6. 1974, sambýliskona Auður Brynjólfsdóttir, f. 16.9. 1976, þau eiga einn son. Magnús, f. 25.5. 1981, sam- býliskona hans er Jóhanna Dögg Ol- geirsdóttir, f. 8.8. 1982, Magnús á einn son. Einar Þór f. 29.12. 1984, sambýliskona hans er Þrúður Maren Einarsdóttir, f. 16.7. 1986. 2) Jóhanna Elsku mamma mín, það er svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa til þín nokkur fátækleg kveðjuorð. Ég hélt að þú yrðir eilíf, einhvern veginn kom aldrei neitt annað til greina, en allt tekur enda, það veit ég nú, en minningarnar um þig munu lifa og verða ljós í mínu lífi og þær mun ég geyma í hjarta mínu sem fjársjóð. Takk elsku besta mamma mín fyrir allt sem þú varst mér, þú varst hetjan mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn sonur, Benedikt. Þegar ég sest niður til að minnast móður minnar koma margar minn- ingar upp í hugann. Þær minningar ætla ég að eiga fyr- ir mig og varðveita en ég þakka fyrir að hafa átt yndislega mömmu sem hafði stóran faðm, sem gott var að leita til. Ég bið guð að geyma góða móður mína og ömmu drengjanna minna. Ég vil að lokum færa hjúkrunar- fólki á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ bestu þakkir fyrir allt það góða, er það veitti móður minni. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þús- undfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Skapti J. Haraldsson. Dísa, tengdamóðir mín og vinkona, hafði fallega og látlausa framkomu. Hún var hógvær og hlédræg, naut sín best í faðmi fjölskyldu og ástvina. Hún var alltaf vel tilhöfð, smekkleg en látlaus. Ég tengdi Dísu alltaf við kvæði Davíðs Stefánssonar „Konan sem kyndir ofninn minn“ en Dísa var ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd en krafðist einskis í staðinn. Hún var vinnusöm, kappkostaði að gera allt vel sem henni var trúað fyrir og gat ekki unnt sér hvíldar fyrr en hún var búin að vinna verkin sín. Hún var með sitt á hreinu, reikningar voru borg- aðir fyrir gjalddaga. Hún lagði ríka áherslu á það við börnin sín að þau ættu að þakka fyrir að hafa vinnu, búa við öruggt húsaskjól og fara vel með. Hér talaði kona með reynslu. Lífið hafði ekki alltaf farið mildum höndum um Dísu. Þegar hún var gengin sjö mánuði á leið að fyrsta barni sínu drukknaði unnusti hennar, Skafti, í Þingvallavatni. Hvílíkur harmur! Seinni maður hennar gekk frumburði hennar í föðurstað. Har- aldur fékk hjartaáfall þegar yngsta barnið, skírt í höfuðið á Skafta heitn- um, var þriggja vikna gamalt. Hann varð í kjölfarið mikill sjúklingur. Við tóku mjög erfiðir tímar hjá fjölskyld- unni. Næstu tíu ár voru lituð skugga veikinda og sorgar. Haraldur naut mikillar velvildar hjá vinnuveitanda sínum Samvinnu- tryggingum og gat um tíma unnið heima við. En það var þröngt í búi svo Dísa fór að vinna utan heimilis. Á þessum tíma var ekki hægt að treysta á neinn nema sjálfan sig. Dísa vann um tíma á tveimur eða þremur stöð- um til að sjá sér og sínum farborða. Hún vann við skúringar meðan Har- aldur gat unnið, síðan fór hún að vinna á rannsóknardeild Borgarspít- ala allan daginn og skúraði líka með þeirri vinnu. Fjölskyldan lagðist á eitt, dæturnar hjálpuðu til við heim- ilið, umönnun föður síns og við skúr- ingarnar. Dísa var aðeins 45 ára þeg- ar hún varð ekkja í annað sinn. Dísa gafst ekki upp og sýndi áfram mikinn dugnað. Mikið var hún stolt þegar langþráðu takmarki var náð árið 1985; búin að kaupa sér íbúð. Dísa vann á Borgarspítalanum þar til hún varð sjötug. Eftir að hún hætti að vinna naut hún þess að hlusta á vind- inn gnauða og að þurfa ekki að fara út í myrkrið og kuldann í bítið á morgn- ana. Þessi hógværa kona var sjálfri sér nóg. Hún vildi ekki að aðrir hefðu áhyggjur af sér eða fyrir sér væri haft. Hún var létt á fæti, kvik í hreyf- ingum og fór daglega í langa göngu- túra. Hún söng með kór eldri borgara og var félagi í Samfrímúrarareglunni. Dísa dekraði við börnin mín, um- vafði þau ást og umhyggju. Hún sá eftir að hafa ekki haft tök á að sinna eldri barnabörnunum sem skyldi. Hún kom ekki heim til mín án þess að taka til hendinni. Ef ég var ekki heima þegar hana bar að garði vissi ég alltaf að hún hafði litið inn. Það var búið að fara mjúkum höndum yfir allt heimilið. Ég var öfundsverð af tengdamóður minni sem vildi ávallt allt fyrir mig og mína gera. Lífshlaupi Dísu er nú lokið en eftir lifir minn- ingin um merkilega konu, sannkall- aða hvunndagshetju. Ég kveð kæra tengdamóður mína og vinkonu með virðingu og þökk, lífið er sannarlega tómlegra án hennar. Kristbjörg Hrund. Ég man hana fyrst á björtu vori þegar hún og faðir minn bundust trúnaðar- og ástarböndum. Hún glæsileg kornung stúlka. Hann frá- skilinn með eldri drenginn á framfæri sínu. Frá fyrsta degi bundumst við þeim böndum, sem aldrei hafa rofnað síðan. Ég aðeins fimm ára stubbur, Þórdís M. Þorleifsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Máshólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 21. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði. Guðlaug Kristófersdóttir, Birgit Guðjónsdóttir, Christian Alexander Klempert, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Kristinn Helgi Guðjónsson, Jóna Svava Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, JÓHANN PÉTUR HALLDÓRSSON vélvirki, Núpalind 2, Kópavogi, lést fimmtudaginn 14. janúar. Útför fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.00. Ingileif Hafdís Björnsdóttir, Halldór Guðjón Jóhannsson, Sigurlín Jóna Baldursdóttir, Davíð Freyr Jóhannsson, Pálína Þorgilsdóttir, Ingvi Karl Jóhannsson, Þórdís Ólöf Viðarsdóttir, Jóhann Ingi Jóhannsson, Sólveig Lára Kjærnested, Sigríður Júlíusdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÁRNASON, áður til heimilis Einilundi 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Lína Þorkelsdóttir, Þorkell Ingi Rögnvaldsson, Una Sigurlína Rögnvaldsdóttir, Óskar Smári Haraldsson, Heiðar Rögnvaldsson, Heimir Rögnvaldsson, Guðrún Björg Steinþórsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR SANDHOLT, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 26. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsam- legast bent á að láta Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda njóta þess. Erla R. Sandholt, Tómas Sigurðsson, Sverrir Sandholt, Sigríður B. Sigurðardóttir, Stefán H. Sandholt, Olga B. Magnúsdóttir, Jón Eiríksson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær bróðir okkar, móðurbróðir og frændi, EGGERT KRISTMUNDSSON bóndi, Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.00. Elín Kristmundsdóttir, Anna Scheving Kristmundsdóttir, Hallgrímur Kristmundsson, Gísli Scheving Kristmundsson, Skarphéðinn Scheving Einarsson, Hannesína Scheving Skarphéðinsd., Guðmundur Steingrímsson, Svanur Már Skarphéðinsson, Brynja Hafsteinsdóttir, Kristmundur Skarphéðinsson, Ingunn Lúðvíksdóttir, Elín Kristín Skarphéðinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.