Morgunblaðið - 09.02.2010, Síða 7

Morgunblaðið - 09.02.2010, Síða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 RUT Magnússon söngkona lést í Reykjavík 7. febrúar sl., 74 ára að aldri. Rut (f. Ruth Little) fæddist í Car- lisle í Englandi 31. júlí 1935 og ólst þar upp. Hún fluttist til London árið 1954 og hóf nám í læknisfræði en sótti söngtíma jafnframt. Ári seinna náði söngurinn yfirhöndinni og hún brautskráðist með kennara- og ein- söngvarapróf frá Guildhall School of Music and Drama árið 1959. Eftir glæstan söngferil í Bretlandi fluttist hún til Íslands árið 1966 og hóf þátt- töku í tónlistarlífinu hér. Hún hélt fyrstu tónleika sína á Ís- landi á vegum Tónlistarfélagsins ár- ið 1963, tók þátt í frumflutningi margra af stórverkum tónbók- menntanna hér á landi. Hún frum- flutti einnig fjölda nýrra verka eftir íslensk tónskáld. Á óperusviðinu birtist hún í hlutverki Carmen eftir Bizet, í Þrymskviðu eftir Jón Ás- geirsson og í Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson. Frá upphafi sinnti Rut söng- kennslu m.a. í Söngskólanum og lengst af í Tónlistarskólanum í Reykjavík eða þar til hún lét af störfum árið 2003. Rut sinnti mörg- um öðrum störfum á tónlistarsvið- inu. Hún tók þátt í stofnun Samtaka um byggingu tónlistarhúss 1983 og stýrði starfseminni til 1993. Rut var sæmd riddarakrossi hinn- ar íslensku Fálkaorðu árið 1992. Eftirlifandi eiginmaður Rutar er Jósef Magnússon flautuleikari og eignuðust þau tvo syni. Andlát Rut Little Magnússon Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „OKKUR vantar norðanáttina til að klára hausana upp úr sjó. Við feng- um hana um jólin en þá voru allir í fríi,“ segir Helgi B. Gunnarsson, yf- irverkstjóri hjá Suðurverki við gerð Landeyjahafnar. Vinna við að byggja upp hausa á garðendana er háð veðri og sjólagi. Hefur sá verkþáttur tafist. Þegar búið er að ganga frá garðhausunum er efsta lagi brimvarnagarðanna ek- ið út, byrjað yst og unnið í land. „Það hefur verið nóg að gera og fínasta tíð til að vinna í vetur, að öðru leyti,“ segir Helgi. Hann bind- ur vonir við að lag verði til að ljúka hausunum í næstu viku. Byrjað er að reka niður bryggju- staura ferjubryggjunnar, mikla stál- stólpa. Steinsteyptur hafnarkantur kemur ofan á þá og síðan verður grjóti raðað undir. Þá er verið að ganga frá púðanum undir farþega- afgreiðslu en verktakinn byrjar á húsinu í vikunni. Höfnin verður tek- in í notkun 1. júlí. Ljósmynd/Hrafnhildur Inga Bryggjustaurar Starfsmenn Suðurverks eru byrjaðir að reka niður staurana sem verða undirstöður steinsteypts hafnarkants fyrir Vestmannaeyjaferjuna. Norðanátt tefur garðhausa Byrjað að reka nið- ur bryggjustaura Landssamband íslenskra útvegsmanna Morgunverðarfundur á Grand Hótel fimmtudaginn 11. febrúar kl. 8:00-9:30 Úttekt Deloitte sýnir að verði aflaheimildir teknar af sjávarútvegsfyrirtækjunum á 20 árum leiðir það til gjaldþrots þeirra. Boðuð fyrningarleið stjórnvalda elur á óvissu og ógnar atvinnu og afkomu starfsfólks í sjávarútvegi, svo og þeirra þúsunda annarra sem byggja afkomu sína á þjónustu við atvinnugreinina. Dagskrá: Sjávarútvegsfyrirtækin lifa fyrningarleiðina ekki af Þorvarður Gunnarsson, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Deloitte Áhrif fyrningarleiðar á sjávarútvegsfyrirtækin Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood hf,. Sauðárkróki Fyrningarleið – Þjóðhagsleg áhrif Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Fyrningarleið í sjávarútvegi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.