Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Drepið á dyr Fram hefur komið að Samfylkingin hafi gert hosur sínar grænar fyrir Framsókn og vilji fá flokkinn inn í ríkisstjórnina en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, segist ekki hafa gefið færi á sér. Hins vegar fundaði hann með fulltrúum annarra flokka á Alþingi um Icesave-málið í fjármálaráðuneytinu í gær og brosti breitt á leiðinni á fundinn. Golli FYRIR skemmstu var lokið við að úthluta úr Rannsókna- sjóði vísinda- og tækniráðs sem er stærsti opinberi samkeppn- issjóður landsins á sviði vísinda og nýsköpunar. Ríkisstjórnin tók þá mikilvægu stefnumót- andi ákvörðun á síðasta ári að standa vörð um samkeppnis- sjóði á sviði vísinda og nýsköp- unar í fjárlögum þessa árs og voru framlög til sjóðsins því ekki skorin niður frá fyrra ári. Engu að síður er nú svo komið að Rann- sóknasjóður er orðinn of vanmáttugur til að geta stutt myndarlega við gróskumikið vís- indastarf í landinu. Aðeins var hægt að veita 270 milljónum til nýrra verkefna á þessu sinni en sú upphæð er sambærileg við einn myndarlegan styrk til rannsóknarhóps á Norðurlöndum. Samkeppni um rannsóknarfé harðnar vitaskuld eftir því sem styrkur íslenskra vísindamanna eykst – og samkeppnin verð- ur meiri eftir því sem harðnar í ári. Nú er svo komið að úthlutunarhlutfallið í Rann- sóknasjóði er komið niður í um 14% á öllum fagsviðum ef frá eru taldir tveir öndveg- isstyrkir sem úthlutað er án tillits til fagsv- iða. Þetta þýðir meðal annarra orða að yfir 86% umsækjenda varð frá að hverfa og breytti engu þó að meðal þeirra hafi verið framúrskarandi verkefni. Niðurstaða úthlut- unar þessa árs hefur því komið hart niður á mörgum afburða umsækjendum og fræða- sviðum. Einnig er rétt að vekja athygli á þeirri staðreynd að á sama tíma og úthlut- unarhlutfall fer lækkandi eykst sóknin í Rannsóknasjóð sífellt. Til marks um það má nefna að sú upphæð sem árlega er sótt um til sjóðsins hefur tvöfaldast frá árinu 2004 (sjá mynd) og segir það býsna mikið um grósku í rannsóknasamfélaginu á umliðnum árum. Eitt mesta gleðiefni síðustu ára er hve ís- lenskt vísindasamfélag hefur eflst. Alþjóð- legar mælingar sýna sterka stöðu íslenskra vísindamanna og ef litið er til ritrýndra birt- inga og tilvísana í fræðigreinar eru þeir í fremstu röð í heim- inum. Íslendingar voru í 2. sæti meðal OECD-ríkja þegar litið er til hlutfallslegra tilvitn- ana í ritrýndar greinar á ár- unum 2003-7. Þetta staðfestir að árangur íslenskra vísinda- manna vekur athygli jafningja þeirra víða um heim. Efna- hagskerfið hrundi fyrir einu og hálfu ári en þessi nýsköpun þekkingar stendur eftir og í henni búa verðmæt tækifæri sem verður að grípa. Þrátt fyrir hrun eru mörg björt teikn á lofti. Ungt fólk hefur doktorsnám, stofnar sprotafyrirtæki og hyggur á starfsframa innan vísinda og nýsköpunar, og hæft fólk snýr inn í þekkingarfyrirtækin. Miklir möguleikar eru til nýsköpunar, en staðan er viðkvæm, því að stoðkerfi verða veikari í þungu árferði og allt of litlir samkeppn- issjóðir geta ekki stutt eins og þyrfti við uppbyggingu nýrra þekkingarsviða og frumkvöðlastarfs. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda og nýsköpunar og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila mestum árangri. Í nýrri stefnu vísinda- og tækniráðs 2010-12 er lögð áhersla á að þannig förum við best með opinbert fé. Opinberir sam- keppnissjóðir eru án efa skilvirkasta tæki stjórnvalda til að nýta fé sem best. Nú fara aðeins um 12% opinberra framlaga til rann- sókna og þróunar til innlendra samkeppn- issjóða og er það miklu lægra hlutfall en á Norðurlöndunum þar sem um 20-30% op- inberra fjárveitinga er veitt í samkeppni. Rannsóknasjóður hefur lagt mikla áherslu á að styrkja hið faglega mat og tryggja vel ígrundaða ákvörðunartöku enda er stjórn sjóðsins samkvæmt lögum bundin hinu fag- lega mati í úthlutun sinni. Á síðustu mánuðum hefur krafa um gagnsæi og erlent gæðamat aukist. Íslenskt vísindasamfélag er fámennt og því er návígi vísindamanna mikið. Stjórn sjóðsins ákvað fyrir tveimur árum að mikilvægt væri að senda umsóknir jöfnum höndum í mat er- lendis til að tryggja fagleg gæði verkefna í hvívetna. Um 95% umsókna þessa árs voru sendar í erlent mat og meira en helmingur þeirra var metinn af tveimur erlendum matsmönnum. Niðurstaðan úr mati fagráða var að 50% umsókna í sjóðinn fengu mjög gott mat sem staðfesti sterka stöðu ís- lenskra vísinda- og fræðimanna í erlendum samanburði. Í ljósi þessa góða árangurs er enn sárara að úthlutunarhlutfallið sé svo lágt sem raun ber vitni. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að á síðustu árum hafa orðið til ný sterk þekkingarsvið sem flesta óraði ekki fyrir, þekkingarsvið sem skipta munu gríðarlegu máli í hinu nýja atvinnulífi á næstu árum. Sem dæmi má nefna heilbrigð- istækni og líftækni, upplýsingatækni, orku- rannsóknir, skapandi greinar og menningar- miðlun. Og ég gæti vitaskuld nefnt enn fleiri. Þessi svið eru sterk vegna þess að fólkið og afurðirnar standast alþjóðlegar kröfur. Rannsóknasjóður verður að geta stutt við þessa sjálfsprottnu nýsköpun þekkingar í landinu og því er afar brýnt að sjóðurinn verði efldur á næstu árum ef þess er nokkur kostur. Því fé væri afar vel varið í þágu framtíðartækifæra í þessu landi. Eftir Guðrúnu Nordal » Samkeppni um rannsókn- arfé harðnar vitaskuld eftir því sem styrkur íslenskra vís- indamanna eykst – og sam- keppnin verður meiri eftir því sem harðnar í ári. Guðrún Nordal Höfundur er formaður stjórnar Rannsóknasjóðs. Lágt úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.