SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Side 42

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Side 42
42 19. desember 2010 Y firleitt virðast bræðurnir hitta beint á mitt markið, True Grit ætlar ekki að verða und- antekning. Þó frumsýningin sé ekki afstaðin eru dómarnir farnir að hrannast inn og eru á sömu lund; end- urgerð þessa sögufræga vestra er lofuð í hástert og gagnrýnendur sjá fyrir sér a.m.k. slatta Óskarstilnefninga. Þau verðlaun eru ekkert nýjabrum á ferli bræðranna sem unnu til þeirra árið 2007 fyrir nútímavestrann No Country for Old Men. Í það skipti hirtu þeir þrenn af að- alverðlaununum, fyrir bestu mynd, leik- stjórn og handrit. 2009 var A Serious Man tilnefnd fyrir leikstjórn og handrit, auk þess hafa þeir unnið hér og þar yfir 70 verðlaun til viðbótar Aðlögun bræðranna á bók Cormacks McCarthys, No Country for Old Men, sannaði að vestraformið leikur í höndum þeirra og kæmi engum á óvart þó þeir ættu eftir að róa á sömu mið áður en langt um líður – þó vestrinn sé ekki bein- línis á hvers manns færi nú um stundir. Svo sem allir bíófíklar vita voru það kolsvartar gamanmyndir sem gerðu þá Joel og Ethan að goðsögn í augum gagn- rýnenda. Nú virðast mannaveiðar í vest- urríkjum hafa heltekið þá; fyrst skratta- kollurinn Chigurh (Javier Bardem) í No Country for Old Men, nú er röðin komin að sjálfum „Rooster“ Cogburn, með Jeff Bridges í hlutverkinu sem færði John Wayne sín einu Óskarsverðlaun. Munurinn er samt mikill á myndunum tveim, hin nýja True Grit er við hæfi allr- ar fjölskyldunnar, öndvert við No Co- untry …, sem er aðeins fyrir þá mag- asterku. Klassískur vestri True Grit er klassískur vestri um Mattie (Hailee Steinfeld), kjarkmikla, 14 ára stelpu sem heldur ótrauð inn á lendur indjána, með verði laganna sér til trausts og halds. Þetta verður mikil svaðilför enda tilefnið að hafa uppi á morðingja föður hennar. Nú er spurningin, verður nýja myndin klassík? Bræðurnir nýta víðátturnar miklu, viðkvæm hjörtu og stelpukrakka sem er ósvikið hörkutól. Ef draga ætti ályktun af því hversu síðla á árinu True Grit er sýnd, má ætla að dreif- ingaraðilinn, Paramount, sjái í henni sóknarfæri fyrir Óskarsverðlaunin í febr- úar. Ekki aðeins fyrir myndina, heldur handritið, leikstjórana og leikarana Brid- ges, Josh Brolin og Matt Damon – og jafnvel litlu fröken Steinfeld. Hollywood hefur ekki verið í uppnámi vegna vestra að undanförnu og þeir gengið upp og ofan. The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, fann frekar þunnskipaðan hóp áhorfenda – þrátt fyrir ótvírætt stjörnuskin Brads Pitts. 3:10 to Yuma gekk miklu betur, en þetta eru dýrustu og umtöluðustu vestrar síðari ára. Það var ekki eingöngu sakir sögu- frægrar persónusköpunar Waynes, sem hinn eineygði löggæslumaður, Cogburn, sem bræðurnir kusu að endurgera True Grit, heldur öllu frekar væntumþykja þeirra á bók Charles Portis sem myndin er byggð á. Sögumaður bókarinnar er Mattie, piparmey sem segir endurskoð- andanum Tom Chaney (Josh Brolin) sögu sína af leitinni að föðurbananum og hefndinni, mörgum árum eftir atburðina. Hún dettur hins vegar inn í mynd bræðr- anna (líkt og í frummyndinni) sem bráð- þroska, kornung stúlka, einbeitt og harðfylgin með eyra fyrir tungumálum og auga fyrir tölum. Bræðrunum finnst hún illþolandi þverhaus í bókinni, en jafnframt einstaklega aðdáunarverð. Þeir vildu ekki hræra um of í sögu og per- sónum sem þeim báðum fannst sannfær- andi. Þeir víkja aldrei frá þeirri staðreynd í myndinni að Mattie er vart af barnsaldri en varast að gera hana að einhverri kvik- myndadúllu. Hún er leikin af nýliðanum Steinfeld, sem beitir ýmsum brögðum til að fá þá Cogburn og Texas-varðliðann Leboeuf (Damon) sér til fulltingis við leit- ina, þó einkum dálítilli gróðavon. Mikið mæðir á Bridges Það hvílir nikið á herðum Bridges, hér leikur „The Dude“ Lebowski hinn stór- brotna, óheflaða, drykkfellda en réttsýna Cogburn, sem er ekki svo ólíkur gam- alkunnri ímynd „The Dude“ sjálfs – í hugum þeirra sem muna hinn vörpulega persónuleika Johns Waynes – sem var sem hluti af mikilfenglegu umhverfi Monument Valley. Mest reynir þó á hina ungu Steinfeld, sem var valin úr einum 15.000 umsækj- endum, aðeins 13 ára gömul og óreynd. Hún er þungamiðjan í sögunni og mynd- inni og ekki annað að sjá en valið hafi lukkast með prýði. En hvað sem þessum magnaða leikhópi líður er það sagan sjálf sem er að- alstjarnan að mati Joels og Ethans, sem hafa fyrir tug mynda sýnt að þeir vita hvað þarf til að gera kvikmyndir – og það góðar kvikmyndir. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges og Hailee Steinfeld í nýju útgáfunni af True Grit. Reuters Kúlnaregn hittir í mark Um helgina verður frumsýnd vestanhafs endurgerð Coen-bræðra á True Grit, hinum klassíska vestra Johns Waynes og Henrys Hat- haways. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Jeff Bridges og Coen-bræður hressir á forsýningu True Grit í vikunni. Þeir þekkjast býsna vel. John gamli Wayne í upprunalegu útgáfunni. Mikið mæðir á hinni ungu Hailee Steinfeld. Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.