SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 42
42 19. desember 2010 Y firleitt virðast bræðurnir hitta beint á mitt markið, True Grit ætlar ekki að verða und- antekning. Þó frumsýningin sé ekki afstaðin eru dómarnir farnir að hrannast inn og eru á sömu lund; end- urgerð þessa sögufræga vestra er lofuð í hástert og gagnrýnendur sjá fyrir sér a.m.k. slatta Óskarstilnefninga. Þau verðlaun eru ekkert nýjabrum á ferli bræðranna sem unnu til þeirra árið 2007 fyrir nútímavestrann No Country for Old Men. Í það skipti hirtu þeir þrenn af að- alverðlaununum, fyrir bestu mynd, leik- stjórn og handrit. 2009 var A Serious Man tilnefnd fyrir leikstjórn og handrit, auk þess hafa þeir unnið hér og þar yfir 70 verðlaun til viðbótar Aðlögun bræðranna á bók Cormacks McCarthys, No Country for Old Men, sannaði að vestraformið leikur í höndum þeirra og kæmi engum á óvart þó þeir ættu eftir að róa á sömu mið áður en langt um líður – þó vestrinn sé ekki bein- línis á hvers manns færi nú um stundir. Svo sem allir bíófíklar vita voru það kolsvartar gamanmyndir sem gerðu þá Joel og Ethan að goðsögn í augum gagn- rýnenda. Nú virðast mannaveiðar í vest- urríkjum hafa heltekið þá; fyrst skratta- kollurinn Chigurh (Javier Bardem) í No Country for Old Men, nú er röðin komin að sjálfum „Rooster“ Cogburn, með Jeff Bridges í hlutverkinu sem færði John Wayne sín einu Óskarsverðlaun. Munurinn er samt mikill á myndunum tveim, hin nýja True Grit er við hæfi allr- ar fjölskyldunnar, öndvert við No Co- untry …, sem er aðeins fyrir þá mag- asterku. Klassískur vestri True Grit er klassískur vestri um Mattie (Hailee Steinfeld), kjarkmikla, 14 ára stelpu sem heldur ótrauð inn á lendur indjána, með verði laganna sér til trausts og halds. Þetta verður mikil svaðilför enda tilefnið að hafa uppi á morðingja föður hennar. Nú er spurningin, verður nýja myndin klassík? Bræðurnir nýta víðátturnar miklu, viðkvæm hjörtu og stelpukrakka sem er ósvikið hörkutól. Ef draga ætti ályktun af því hversu síðla á árinu True Grit er sýnd, má ætla að dreif- ingaraðilinn, Paramount, sjái í henni sóknarfæri fyrir Óskarsverðlaunin í febr- úar. Ekki aðeins fyrir myndina, heldur handritið, leikstjórana og leikarana Brid- ges, Josh Brolin og Matt Damon – og jafnvel litlu fröken Steinfeld. Hollywood hefur ekki verið í uppnámi vegna vestra að undanförnu og þeir gengið upp og ofan. The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, fann frekar þunnskipaðan hóp áhorfenda – þrátt fyrir ótvírætt stjörnuskin Brads Pitts. 3:10 to Yuma gekk miklu betur, en þetta eru dýrustu og umtöluðustu vestrar síðari ára. Það var ekki eingöngu sakir sögu- frægrar persónusköpunar Waynes, sem hinn eineygði löggæslumaður, Cogburn, sem bræðurnir kusu að endurgera True Grit, heldur öllu frekar væntumþykja þeirra á bók Charles Portis sem myndin er byggð á. Sögumaður bókarinnar er Mattie, piparmey sem segir endurskoð- andanum Tom Chaney (Josh Brolin) sögu sína af leitinni að föðurbananum og hefndinni, mörgum árum eftir atburðina. Hún dettur hins vegar inn í mynd bræðr- anna (líkt og í frummyndinni) sem bráð- þroska, kornung stúlka, einbeitt og harðfylgin með eyra fyrir tungumálum og auga fyrir tölum. Bræðrunum finnst hún illþolandi þverhaus í bókinni, en jafnframt einstaklega aðdáunarverð. Þeir vildu ekki hræra um of í sögu og per- sónum sem þeim báðum fannst sannfær- andi. Þeir víkja aldrei frá þeirri staðreynd í myndinni að Mattie er vart af barnsaldri en varast að gera hana að einhverri kvik- myndadúllu. Hún er leikin af nýliðanum Steinfeld, sem beitir ýmsum brögðum til að fá þá Cogburn og Texas-varðliðann Leboeuf (Damon) sér til fulltingis við leit- ina, þó einkum dálítilli gróðavon. Mikið mæðir á Bridges Það hvílir nikið á herðum Bridges, hér leikur „The Dude“ Lebowski hinn stór- brotna, óheflaða, drykkfellda en réttsýna Cogburn, sem er ekki svo ólíkur gam- alkunnri ímynd „The Dude“ sjálfs – í hugum þeirra sem muna hinn vörpulega persónuleika Johns Waynes – sem var sem hluti af mikilfenglegu umhverfi Monument Valley. Mest reynir þó á hina ungu Steinfeld, sem var valin úr einum 15.000 umsækj- endum, aðeins 13 ára gömul og óreynd. Hún er þungamiðjan í sögunni og mynd- inni og ekki annað að sjá en valið hafi lukkast með prýði. En hvað sem þessum magnaða leikhópi líður er það sagan sjálf sem er að- alstjarnan að mati Joels og Ethans, sem hafa fyrir tug mynda sýnt að þeir vita hvað þarf til að gera kvikmyndir – og það góðar kvikmyndir. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges og Hailee Steinfeld í nýju útgáfunni af True Grit. Reuters Kúlnaregn hittir í mark Um helgina verður frumsýnd vestanhafs endurgerð Coen-bræðra á True Grit, hinum klassíska vestra Johns Waynes og Henrys Hat- haways. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Jeff Bridges og Coen-bræður hressir á forsýningu True Grit í vikunni. Þeir þekkjast býsna vel. John gamli Wayne í upprunalegu útgáfunni. Mikið mæðir á hinni ungu Hailee Steinfeld. Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.