Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1987, Side 7

Skólablaðið - 01.11.1987, Side 7
EINS KONAR DÖGUN Við sáum öll veginn brjótast um eins og í óþægi- legum draumi, reyna að losna úr viðjum gangstétt- anna. Við sáum hann vakna og teygja sig, sáum malbikið bifast í tunglsljósinu og bylgjast makinda- lega um ótal hálfgleymdar bugður. — horfðum á gulu strikin hverfa og þau hvítu leysast upp, heyrð- um sum þeirra andvarpa, máski minnug fyrri ósigra, liðinna mistaka sem þó skiptu engu. Hvenær visnuðu trén og hurfu í jörðina? Hvenær hættu fuglarnir að syngja? Hvernig slokknaði sein- asti neistinn af því mikla báli er eitt sinn var kallað líf? Hvar opnuðust fyrir manninum hans hinstu dyr, hvar flóði hans síðasti víndropi? Öllu þessu höfum við gleymt, munum einungis að á sínum tíma tókum við því með jafnaðargeði, án saknaðar eða tára. í minningunni lifir aðeins ein kona, sterk með fima fingur og undarlegar hrukkur í enni. Hún gaf vegmum líf sitt: óf honum kransa á sumrin, söng honum forna söngva, — gætti hans fyrir grimmd bifreiðanna og gekk einungis á honum berfætt, auðsýnandi hina dýpstu lotnmgu. Og á veturna bræddi hún af hon- um snjóinn, vermdi hann berum lófum. Hún hafði brún augu sem ókunnugir sögðu að einna helst líktust aug- um í hundi, Við munum að eitt andartak fylltust þessi augu tárum, en tæmdust síðan endanlega. Stundum spyr eitt okkar spurningar sem ekki bíður svars. Og við hin þegjum um stund, reynum að hugsa til annarra hluta með misgóðum árangri. Hvernig leið henni, þessari konu, meðan vegur- inn bylti sér í svefnrofunum? Hvað táknuðu þessi augnablikstár í lokin? Við spyrjum, en minningin svarar ekki. Því síður vegurinn, Við spyrjum of seint. Baldur A. Kristinsson 7

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.