Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 9

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 9
3. SÆTI í SMÁSAGPiASAMKEPPNI AF SÓLU Drengurinn gerði sér í hugarlund hvernig gulrót gæti litið út. Þetta var forsenda hans. Af henni leiddi hann smátt og smátt snjókarl, rökfræðilega og óumflýjanlega. Hann skapaði snjókarl úr ímynd- aðri gulrót. Milljónir af snjókörlum. Og snjókerl- ingu. Milljónir af snjókerlmgum. Þetta fannst drengnum gaman. Og snjókarlarnir og -kerlingrarnar lutu honum. Þau beygðu sig og bugtuðu svo að sum þeirra ráku jafnvel fínu gulrótarnefin sín í snævi þakta jörðina. „Ó, mikli herra!" hrópuðu þau hástöfum. „Ó, skapari vor! Konungur konunga og keisari keisara!" Þetta fannst drengnum einkar viðeigandi. „Farið og sækið handa mér leikföng," sagði drengurinn skipandi rómi. Og Þau fóru og sóttu handa honum leikföng. „Farið og sækið handa mér nammi," skipaði drengurinn. Og þau fóru og sóttu handa honum nammi, áður en hann gat einu sinni bætt við orði sem konungum konunga sæmir betur að nota, „sælgæti". „Sýnið mér kvikmyndir og sjón- varpsmyndir og leikrit," skipaði drengurinn enn. Og allt þetta sýndu þau honum og meira til. Þetta fannst drengnum skemmtilegt. En þó fór honum að leiðast um síðir. Hann fór að þrá einföld gæði, frumstæða ánægju. „Farið og sækið handa mér gulrót," sagði hann loks þreytu- lega. „Gulrót, herra?" spurðu snjókarlarnir og -kerl- íngarnar furðu lostin. „Herra, hvað er gulrót?" Og það var eins og þau blánuðu örlítið upp. Drengurinn var þolmmóður. Hann útskýrði ná- kvæmlega fyrir þeim hvað gulrót væri. Á meðan blánuðu þau enn meira upp. Og byrjuðu að bráðna. Drengurinn hélt áfram að útlista gulrót; hann gat ekki annað. Honum var lífsms ómögulegt að hætta. Og snjókarlarmr og snjókerlingarnar héldu áfram að bráðna ásakandi. Þeim var líka lífsins ómögu- legt að hætta. Að lokum var drengurinn emn eftir, umkringdur pollum og gulrótum í milljónatali. Það fannst honum ekki nema miðlungi skemmtilegt. Og svo vaknaði hann með óbragð í munninum. Móðir hans lagði ríka áherslu á ýmsa heimsku- lega og óþarfa helgisiði, en í þetta smn þoldi drengurinn þá möglunarlaust: Hann klæddi sig, burstaði tennurnar og borðaði hollan morgunverð án þess að mótmæla. Síðan fór hann fram í stofu og leit út í garð. „Mamma, mamma, sjáðu, komdu fljótt! Snjókarl- mn minn, ha, snjókarlinn sem ég gerði í gær, hann er farinn að bráðna!" Og það voru sárindi í rómn- um. "Já, gullið mitt," svaraði móðir hans og kom inn í stofu. „Það er sólin sem gerfr. Blessuð sólm hefur brætt aumingja snjókarlinn þinn." Svona talaði hún venjulega, Röddin var sykurhúðuð og orðin líka. Og hefðu menn skyggnst bak við húðina, hefðu þeir fundið enn meiri sykur, hvert sykurlagið á annað ofan. Fyrir þetta fyrirleit drengurinn móður sína, en leyndi tilfinningum sínum vandlega og næstum ósjálfrátt. En úti hélt snjókarlinn áfram að bráðna og sólin áfram að skína. Þetta gat drengurinn ekki látið við- gangast. „Mamma," sagði hann því kurteislega, „slökktu á sólinni fyrir mig." „En, elsku barn, þú veist ekki hvað þú ert að biðja um.“ „Ójú, þú bara ýtir á rauða takkann við hliðina á rafmagnstöflunni." (Þetta síðasta orð sagði hann með nokkru stolti. það voru ekki öll börn á hans aldri sem höfðu svona mikinn orðaforða). „Ég veit, sko, alveg hvernig á að slökkva á sólinni." „Kemur ekki til mála, elsku litla krúsmdúllan mín," sagði móðirin með mikilli áreynslu, en hún hafði lesið einhvers staðar að börn ættu ekki að fá öllu sínu framgengt, þau hefðu bara gott af því að vera neitað um ýmislegt svona við og við. „Ég slekk ekkert á sólinm fyrir þig." En það var hik í mál- rómnum. Drengurinn fann það og hló inma með sér: Sigurinn var í höfn. Hann kreisti fram nokkur þögul tár og ummynd- aði andlit sitt í óbærilegri sorg. Móðir hans horfði á með sívaxandi hryllmgi. „Hvað hef ég gert," hugs- aði hún, „hvernig gat ég verið svona grimm við elsku litla krúttið mitt?" Þá greiddi drengurinn rot- höggið. „Gerðu það, mamma," bað hann titrandi röddu með alla heimsms grátstafi í kverkunum. „Gerðu það, mamma. Slökktu á sólinm." Og það gerði hún. RANTAM Verden er sqq lidt ond eller god, som den er blaa eller gul. — Georg Brandes 9

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.