Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 11

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 11
GESTGJAFINN GÓÐI. Ég geng yfir marmarann, eftir gólfdreglinum og hjá frönsku gluggunum, anda að mér matarilm- inum sem liðast um húsið og boðar veislu. Meistarakokkur minn er í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat. Tilhlökkun í huga mér, alltaf gaman að fá gesti. Snýst á hæli, hægri hönd í axlarhæð, hin vinstri styður við hrygg ímyndaðs dansfélaga, tek dansspor og lýk sveiflu og bak- fallslykkju á móti glugga, virði fyrir mér útsýni kvöldsins. Fáeinir bílar silast upp hæðina og þegar þeir sveigja inn í innkeyrsluna, falla ljóskeilur á húsið, þjóta yfir glugg- ann og andartak blindast ég. Með glýju í augum brosi ég, — brosi. „Góða veislu gjöra skal." Hinir útvöldu gestir mínir koma, streyma til hússins á hæðinm og hverfa í útbreiddan faðm hússins og mæta brosi og útbreiddum faðmi mínum. Ég faðma kjól og hvítt og samkvæmiskjóla, fagna óboðnum gestum mínum með breiðasta brosinu, faðma þá, kyssi þær, skek hendur af öllum stærð- um og gerðum. Þau eru óboðin en velkomin. Engum er boðið í veislurnar mínar, — aldrei. Ég, aðflutta ráðgátan frá heimi þeim fjarlægum, hvísla í eyru, læt orðróm ganga. Örskjótt flýgur fiskisagan, og aðeins þeir koma sem orðrómurinn var ætlað- ur: hinir útvöldu gestir mínir. For- vitnin laðar, slúðrið og dulhjúpur minn lokkar. Pískuð áfram af óseðj- andi hnýsni, — ......ég heyrði að hann væri svo sérstakur maður" — ... er satt að . .?" — koma ljón samkvæma í veislurnar mínar, leita vísbendinga, — snuðra, koma til að sjá manninn í húsinu á hæðinni, koma til öðruvísi veislu, — til örláts gestgjafa. Þau sitja við borð mitt og sleikja mig með hrúfum tungum augna sinna, leita saltkorna hrjótandi af vörum mínum, krydds í tilveru fá- nýtis, bíða eftir einhverju óvæntu. . . furðum hrapandi úr loft- inu, — sitja í spennandi veislu hjá mér, horfa á mig, manninn við enda langborðsins, sötra súpu sína, tyggja kjöt sitt og hlusta á gullkorn- in, kímnina og lítt dulið háðið sem ég skýt inn í hópinn en þau skilja þó tæpast. Hlýðin leggja þau eyru við orð mín, hlýða á tal og orðgnótt án landamæra, frásagnir af hinu og þessu: fólki, furðu á framandi stöð- um, hlutum sem latir líkamir þeirra og auðir hugir hafa ekki og munu aldrei sjá. Borða mat sinn, matinn minn og bíða, bíða eftir að dúfur flögri úr hatti eða kassi opnist og eitthvert spennandi fyrirbæri hoppi upp, dinglandi hlæjandi í gormi. Komin 1 spennandi hóf hjá mér. „Drekkum gestgjafans skál." Ég lygni aftur augum, hvíli mig í húminu bak við tjöld augnanna og heyri kliðinn, hugsa um allt, hugsa um ekkert, læt hugann reika um þrýstin brjóst undir efnisrýrum kjól, væti varirnar, hlusta á innantómar samræður þeirra og finn vellíðan líða um æðar mínar, heyri fugla- bjargið kvaka í hrynjandi um tón- list, tísku og tímanna tákn og undir niða heilar sem velta fyrir sér hve- nær veislan verði að óvæntri veislu. Ég svara í jáum, svara í neium, hlusta á smjattið, sötrið, hlusta á lof- gjörðina um matinn, þjónustuna og um mig og ég brosi, — segi takk. Fyrir sjónum mínum dúa brjóst undir hálsfesti. Sit þar, augun lok- uð, kmka kolli samsinnandi. Banda þjónum, berandi eftirréttinn á silf- urfötum, inn. Brosi. Fullviss um eig- ið ágæti. „Ó, þessi brjóst." Og ég heyri smjattið þagna, sötr- ið þagna, innihaldslausar samræð- ur þagna. Lífið þegir. Ég brosi kankvís og opna augun. Sé stirðn- aða líkami liggja í eftirréttinum, andlit á kafi í ávaxtahlaupinu, blind augu stara á kristallsljósakrónu, snúna búka hvíla í stólunum, slyttis- lega hangandi hendur nemandi næstum við gólf. Dauð liggja þau á dúklögðu veisluborði mínu, svo af- káralega falleg, svo afskaplega dauð. Ég rís á fætur, þjónarnir tínast inn og lestina rekur meistarakokk- urinn minn, gengur til mín, þar sem ég dáist að sýninni er blasir við, og hneigir sig í hæverskni. Ég hrósa matreiðslunni og bendi á fallegu brjóstin, nú loksins óhulin, og hann kinkar kolli. í þögn og einbeitni vinnur starfsliðið. Ég hlakka áfergjulaust til morgundagsins, hlakka til efnilegs kvöldverðar, hlakka til bringnanna, — hnoss- gæti. Virði „le grand chef fyrir mér og skipanir hans til þjónanna. Hann veit af smekkvísi og fagmennsku (og auðvitað vegna þjónustunnar við mig) hvað sjóða eigi, hvað salta eigi, hvað steikja eigi, hvað sé of feitt eða gamalt og hvað falli mér ekki í geð, í huganum ákveður hann matseðil næstu veislu, augu hans speglast íhugul í blaði kjöt- hnífsins. Mín er ei lengur þörf, svo að ég dansa hæglátlega yfir marmarann, eftir gólfdreglinum rauða og fram hjá frönsku gluggunum — og til baka og lýk sveiflu á móti glugga og virði fyrir mér útsýnið: stjörnurn- ar er glitra sem kattarglyrnur í myrkrapytti, og mánann læðupok- ast í skýjaklæðum. Ég opna glugg- ann og vindurinn kemur æðandi inn. Hann strekkir andlit mitt afhir og ýfir hárið. Ég legg drög að nýrri veislu, veislu í húsinu á hæðinni, þar sem hinir óboðnu gestir mínú munu koma, streyma laumulegir og dulir til óvæntrar veislu, koma í kvöldmat til mín. Og það er eins og vindurinn hvísli í eyru mér: „Góða veislu þeim gjöra skal." Ég hrópa út í vindinn og skelli síðan gluggan- um. Ráðvillt situr vindhviða eftir í húsinu, innilokuð. Smdri Freysson 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.