Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 14

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 14
HALLARBÚI Ég gekk um hallargarðinn að haustlagi og fölnuð blómin brostu við mér í tunglskininu. Þessi bros yljuðu mér þótt litimir væru famir og ekkert væri eftir nema litlar stjömur af h'fi í hálfdofnum huga mér. Þessi nótt hafði eytt öllum frekari vonum en fálust í föllnu laufi og kulnuðu blómi. Deyjandi litir náttúmnnar endurómuðu í tilfinningum mínum sem þó sprungu út með nýjum og óþekktum krafti og minnkuðu kuldann í sál mér. Jafnvel deyjandi lifa. Að lokum hurfu þó litimir og hugur minn hvarf einnig hvarf aftur í sínýja grámósku hallar að hausti. SAMHVERFUR DÝRIÐ I MÉR Með dásamlegum hringsnúningi vísifingurs benti ég á alla myndina og sagði einstakri röddu: „Þetta er ekki eins fallegt og blóðugt fjöldamorð í snjó eða konan sem sat í stólnum og reykti. En samt er þetta heimur minn. Fullur viðbjóðs á viðbrögðum þínum hef ég horfið inn í myndina — svona kældi ég enni mitt klofið og drukknaði í frumstæðum hvötum." Sem dýr væri hægt að hfa áfram eftir að þú rífur myndina í tætlur. SAMHVERFUR Fólk Ég á fólkið á kaffihúsinu. Það þykist vera frjálst og talar um jafnrétti kynja og kynþátta og bama og hvaðeina. Það þykist vera frjálst og talar um bókmenntir og hstir og nýjasta slúðrið. En ég á það. Mér leiðist fólk. Hestar em skemmtileg dýr. Kannski ég selji fólkið á kaffihúsinu og kaupi mér hesta í staðinn. Baldur A. Kristinsson LENGUR Rykið fletur út hönd mína á borðinu við hliðina á galtómum kaffibolla. „Er þetta svona vél til að bíða með?“ spyr bilaður sjálfsali að baki og dreifir ókeypis þolinmæði. Baldur A. Kristinsson BLÍÐA hún anDar enn enda þótt Augun séu lokuð hörUndið kalt. hjarta hennar suÐar eins og þar tll gerð vél úr pLasti og steinum. taktu upp símann og hringdu aFtur í hana. GRIMMD Baldur A. Kristinsson 14

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.