Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 16

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 16
Oryggi í hvert sinn, sem ég lít til baka, finnst mér sagan öll æ fáránlegri og fáránlegri. Ég hef séð kvikmyndir og lesið bækur um hugrakka menn sem bjarga heiminum, oft án þess að svitna. Allir þessir menn hafa hlotið að launum aðdáun meðbræðra sinna og oft efnisleg og jafnvel holdleg gæði í ofanálag. Ekki það að mér finnist þeir ekki hafa átt það skilið, öðru nær. Málið er bara það.......Ég verð að viðurkenna að þessi fullyrðing ljómar ekki beint af hógværð .... sko . . ., ég hef hugs- að um þetta frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, og ég fæ ekki betur séð en ég hafi bjargað heiminum. NEI! Ekki byrja strax að hlæja! Ég skal útskýra þetta allt á eft- ir. Jú, eins og ég sagði, sé ég ekki annað en ég hafi bjargað heiminum. Ætti ég þá ekki skildar þakkir allrar heimsbyggðarinnar? Það mætti svo sem fara fram á meira fyrir slíkt viðvik — eða hvað? Það hélt ég líka. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Hið eina, sem ég hef fengið að launum, er útskúfun og . . . . og fangelsis- vist. Hvað ég gerði? Jú, ég ætlaði emmitt að fara að koma að því. Þetta var bara ósköp venjulegur dagur. Ég sat niðri í stjórnherberginu og fylgdist með ratsjánni eða eitthvað slíkt. Ég hafði enga hugmynd um hvermg veðrið var fyr- ir utan, og mér var iíka alveg sama. Það eina sem mér fannst skipta máli, var að loftræstmgin var aldrei nógu góð og að einkennisbúningurinn var of heitur og yfirleitt leiðinlegur. Ég hugsaði um hvað mundi gerast ef ég sofnaði í stólnum, meðan geislinn á skífunni færi hring eftir hrmg. Menn gætu háð heila heimsstyrjöld án þess að ég tæki eftir því. Ofurstinn yrði ekki sérlega hrifinn af því. Hann myndi stefna mér fyrir herrétt. Þó það nú væri. Eldflaugin okkar kostaði égveitekkihvað margar milljónir, og að nota hana ekki, þegar tækifærið loksins kæmi, gæti ekki talist annað en stórglæpur...... — Láttu ofurstann ekki koma að þér dottandi, heyrði ég sagt, og einhver sló létt á öxlina á mér. (Áður en ég held áfram, vil ég taka ffam, að af ýmsum ástæðum get ég ekki notað rétt nöfn í frásögn minni.) Það var Jóhann að koma með kaffi handa okkur. — Það er hætt við að það mundi hvína í kallmum ef hann sæi þig sofandi fram á stjórnborðið, — ha? Ég muldraði eitthvað, hvort sem það voru þakkir fyrir að vekja mig eða kvartanir undan slettirekuhætti Jó- hanns. Ég tók bollann, sem hann rétti mér, og sötraði heitt kaffið meðan hann lét dæluna ganga. — Var ég kannski ekki búinn að segja þér hvernig fór fýrir þeim sem var hér á undan þér? sagði hann og hlakkaði í honum. Hann var þá búinn að segja mér frá því að minnsta kosti hundrað sinnum. — Það var nú aldeilis saga til næsta bæjar. Okkar ástkæri ofursti lét umsvifalaust stefna mannaumingjanum fýrir herrétt. Ég veit ekki nákvæmlega hvað varð af hon- um eftir það, en ég hef það eftir áreiðanlegum heimild- um að hann sitji enn í herfangelsi einhvers staðar í.....Uss, ég má ekki segja frá því. Ekki væri gaman að lenda þar líka, haha. Jóhann þagði. Hann gat verið yf- irgengilega leiðinlegur. Það undarlega var, að enginn virtist vita það nema ég. — Hann Jóhann, það er nú hress náungi. Þannig hljóðaði vitnisburðurinn alltaf, þegar talið barst að Jó- hanni. Ég hafði annars aðrar hugmyndir um hann. Ég hugsaði oft um að kyrkja hann með berum höndum. Það væri nú létt verk og löðurmannlegt. Ég var að minnsta kosti tvöfalt þyngri en hann og höfðinu hærri. — Nokkuð að sjá á skífunni? spurði Jóhann eins og fá- viti. — Bara auglýsingar, svaraði ég. — Bara auglýsingar, hló hann. — Þetta er nú sá besti sem . . . Hann komst ekki lengra. Samtal okkar var rofið af söng viðvörunarbjöllunnar. — Andskotinn. Jóhann varð eins og krít í framan. — Það er að byrja .... Pétur og Valdimar, með ofurstann í fararbroddi, þustu inn í herbergið, — Allir á sinn stað, skipaði ofurstinn. — Á hvað ertu að glápa? spurði hann mig. — Ekkert, herra ofursti, svaraði ég veikum rómi. Mér fannst allt gerast svo hægt. Valdimar og Pétur hlömmuðu sér í sæti sín. Rödd yfirstjórnandans tók að hljóma úr hátalaranum: — Til allra stöðva: Kjarnorkuárás í aðsigi! Undirbúið skot! Tvær mínútur! Ofurstinn afhenti Jóhanm lykilinn fræga. Jóhann tróð honum í skráargatið skjálfandi höndum. Ég leit á ratsjár- skjáinn. Þar var ekkert að sjá frekar en venjulega, að- ems útlínur strandarinnar og græna geislann sem fór hring eftir hring. Mér fannst hann svo friðsamlegur, þar sem hann hringsnerist, að því er virtist, í fullkomnu til- gangsleysi. — Ekkert að sjá á ratsjánni, tilkynnti ég. Enginn virt- ist heyra það. — Ein mínúta! (heyrðist úr hátalaranum). — Byrja að telja niður við þrjátíu sekúndur! — Ekkert að sjá á ratsjánni, sagði ég aftur sýnu hærra ask for Oompa — Bob Dylan 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.