Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 20

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 20
HRUKKUR. Þú ert uppinn holdi klæddur. Kannski ívið íhaldssamur í klæðaburði og fasi, ögn of stirður og hefðbundinn, en það má bara túlka sem persónu- legan stíl, vel innan staðalfráviks. Andlit þitt ljómar af árásargirni, blandaðri fágun og kurteisi, sjálfs- trausti, blönduðu þörf fyrir aðdáun annarra. En andlitið er blekkmg, ávöxtur margra langra daga framan við spegilinn. Augu þín segja aðra sögu; þau eru litlaus og vatnskennd, líkjast helst mar- glyttum eða frumdýrum. Lítil augu lítilmennis, Þú ert á leið heim eftir auðveldan vinnudag. Það er stutt að fara: þú gengur. Veðrið er þolanlegt, dagurinn stálgrár en þurr, mánuðurinn dæmigerð- ur ágúst, Þú tekur eftir gömlum manni sem staulast á undan þér; þú dregur á hann. Hann fer yfir götu, en hrasar um gangstéttarbrúnina hinum megin. Þú hleypur til hans, kurteis og hjálpsamur ems og vanalega, tekur eftir því að hann hefur misst hrukkurnar sínar á gangstéttina. Þú beygir þig og tekur þær upp. Ætlar að rétta gamla mannmum þær aftur, en þá hleypur hann burt, snöggur og léttur sem gasella. Þú stendur eftrr með hrukku- hrúgu í hendmni. Áður en þú veist af hefurðu sett þær á þig. Til þess liggur engm sérstök ástæða; þú bara gerir það. Síðan haltrarðu heim óraleið. Nokkrum dögum síðar sérðu dánarfrétt í Mogg- anum: gamli maðurinn, sem missti hrukkurnar, er dámn. Þú hlærð þig máttlausan og það sem eftir lif- ir dagsms, ertu óhamingjusamur og sökkvir þér niður í þunglyndi. Um kvöldið verður þér litið í spegil. Uppandlitið þitt er þarna ennþá undir hrukkunum. En augun eru grá, hvöss og stingandi. Hetjuaugu. Baldur A. Kristmsson yes. ok. i guess youre q pumpkin. — Bob Dylcin 20

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.