Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 22

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 22
EFNI FRA ÖÐRUN SKÓLUPI í vor er leið gáfum við fjölmörg kosningaloforð. Mörg þeirra höfum við svikið — vegna þess að það var ykkur fyrir bestu. En a. m. k. eitt þeirra höldum við — vegna þess að það er ykkur fyrir bestu. Við höfum útvegað handa ykkur frábært efni frá efnilegum ungum rithöfundi úr M. S„ „Úlfi". Upphaflega ætluðum við að birta sögur og ljóð fleiri höfunda, en komumst þá að því að mennt- skælingar aðrir en Emmerrmgar eru ýmist litlir bógar á ritvellinum, eða þá að góðu kunnir nú þegar fyrir ritstörf sín. Og þar eð við vildum ekki kynna fyrir félögum okkar fólk sem þeir þekkja nú þegar, héldum við um hríð að þetta loforð myndum við einmg svíkja — vegna þess að það væri ykkur fyrir bestu. En þá kynntumst við snillingnum „Úlfi". „Úlfur" er yngismær, sem útskrifast úr M. S. á vori komanda. Meira megum við víst ekki segja um hana, nema hvað hún vildi gjarna eiga tvo krókódíla og kyrkislöngu. Njótið! Ritnefnd. Þegar sólin grætur minningar sínar fyllist veröldin gulli. Þegar Miðgarðsormur fróar sér fyllist hún eitri. Samt eru þau systkin. Djöfullinn plantar Tamarindtré í eyðimörkinni. Skýin dansa til heiðurs ástinni sem þau vita að er ekki til. Plútó og Júpíter berjast.. Djöfullinn vökvar Tamarindtréð. Óhamingjan sýgur þrúgur reiðinnar og hlær. Tamarindtréð vill ekki vaxa. Krafan fyrirlítur bónina í veröld fullri af gulli og eitri. Plútó er að sigra bardagann. Djöfullinn gefur Tamarindtrénu áburð. Flugumar yfirgefa veruleika sinn og verða að mönnum. Tunglið baðar sig 1 skugga sólarinnar. Og skuggamir lengjast. Tilfinningaleysið leggst á klettinn eins og blóðsuga. Sýgur hann. Enginn hjálpar Júpíter. Djöfullinn grætur dauða Tamarindtrésins. úlfur“ you con keep my couu os i nouu om on the rood to freedom — Bob Dylon 22

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.