Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 24
MTOD.
Tveir strákar hata hvor annan. Þeir eiga heima í sama
stigagangi í stórri blokk. Þeir hafa búiö þar frá fæðingu.
Þeir búa hvor á móti öðrum og þeir hafa alist upp saman
frá barnæsku. Þeir hafa verið keppinautar frá barnæsku.
Fyrst kepptu foreldra þeirra. Hvor er fyrri að tala,
hvor er fyrri að ganga, hvor dafnar betur, öskrar hærra,
þegir meira? Hvor er betri í þessu og hvor er betri í
hinu?
Þannig byrjaði það.
Um leið og þeir höfðu vit til héldu þeir leiknum áfram.
Hvor er fljótari upp stigann, hvor þorir að halla sér
lengra fram af svölunum, hvor er fínni í fermingarveisl-
um og seinna hvor er ófínni og dónalegri 1 fermingar-
veislum? Og af því voru sagðar endalausar grobbsögur.
Foreldrarnir brostu og töluðu um í kaffiboðum hvað
drengjunum kæmi vel saman og hvað þeir væru góðir
vinir. Þeir voru löngu hættir að gorta af strákunum eða
bera þá saman, í þeirra augum voru þeir núna sem ein
heild.
Og það voru þeir líka, — alltaf saman, óaðskiljanlegir,
— og í raun góðir vinir. Því þeir gátu talað um allt hvor
við anna, sagt allt hvor við annan. og þeir höfðu frá
nægu að segja. Hvern einasta dag frá morgni til kvölds
höfðu þeir hvor annan undir smásjánni, og ef annar
sýndi á sér veika hlið eða bara punkt, þá rakkaði hinn
hann umsvifalaust niður.
Þeir nefnilega hötuðu hvor annan.
Og áfram hélt lífið, aldur færðist yfir og áhugamál
breyttust. Nú var keppt um að vera góður í skóla, síðan
slæmur í skóla, slagsmálafjölda og stelpur.
Þeir fóru báðir í framhaldsnám og þá tók við barátta
um tekjur, bíla, námsárangur aftur, kvenhylli áfram og
forystu innan hópsins. Báðir vildu vera skemmtilegir,
frumlegir og áberandi,
Og þeir hötuðu hvor annan.
Og enn eldast menn. Nú skilja leiðir. Strákarnir fara
hvor í sinn háskólann sinn í hvort landið.
Þeir ljúka báðir námi — sinn hvoru —, halda til úti
nokkur ár, — annar þrjú, hinn fimm, — og stofna þar
fjölskyldur. Þeir koma heim með sínum fjölskyldum,
stofna einbýlishúsaheimili og gerast venjulegir, vel
stæðir ungir miðstéttarkarlmenn. Báðir týndu frumleik-
anum á leiðinni í þá stöðu.
Svo einn góðan veðurdag hittast þeir úti á götu. Það
er rúmlega kvöldmatur og þeir eru á rjátli um regnblaut
stræti bæjarins í leit að friði eða ævintýrum. Þeir faðm-
ast og ákveða að fá sér í glas saman og þeir setjast inn á
dimma knæpu í undirgangi. Hún er sóðaleg og það eru
fáir þar inni.
Þeir eru búnir að gleyma að þeir hata hvor annan.
Þeir rifja upp gamlar minningar, þeir fara yfir æviferil
sinn frá byrjun til þessarar stundar og þeir fara að skála
hvor fyrir öðrum.
Og þeir hata hvor annan.
Skál, fyrir konum okkar!
Skál, fyrir börnum okkar!
Skál, fyrir okkur!
Skál, fyrir að hittast aftur!
Og þeir horfa djúpt hvor í annars augu og segja:
Skál fyrir að hittast oft aftur.
Og glösin skella saman svo fast að þau brotna og þeir
skera hendurnar hvor á öðrum og glerbrotin spýtast í
andlitin á þeim og skera þau líka.
Og blóðið rennur.
„Úlfur"
Kennslubœkur og ritföng.
Lítið inn á nœsta
götuhorni.
SÖGUBÚÐIN
Laufásvegi 2,
S. 27144
24