Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 41

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 41
Rauni Nagga Lukkarí Fæddist árið 1943, yngst 13 systkina. Foreldrarnir voru báðir Samar. Hún var lengi vel finnskur ríkisborg- ari, en settist að í Tromsö fyrir nokkrum árum og er nú norskur ríkisborgari. Enda þótt samíska væri móð- urmál Rauni, lærði hún ekki að skrifa það fyrr en 36 ára gömul. Hún hefur unnið m. a. við blaðamennsku, útvarpsstörf og saumaskap, auk ritstarfa. Eftir hana hafa komið út þrjár ljóðabækur, Jiennat vulget (1980), Báze dearvan Biethár (1981) og Losses beaivegirji (1986), en hin síðastnefnda var lögð fram af Sama hálfu í samkeppni um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Rauni Magga Lukkari kom hingað til lands á nýaf- staðna bókmenntahátíð. stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Samkvæmt henni eiga konur að vinna, vera iðnar. En barneignir eru t. d. ekki vinna; þær eiga bara að koma af sjálfu sér. Vinna er eitt- hvað erfitt og lýjandi, eins og að sauma þjóðbúmng eða reka hrein- dýr. Þess vegna eru ritstörf ekki vinna, þaðan af síður ljóðagerð. Ég hef barist á móti þessari skoðun innra með mér mestan hluta ævinn- ar, svo rótgróin er hún. Og ætting- jar mínir og vinkonur eru miklu hrifnari af því, ef ég sauma fallegan þjóðbúning, heldur en ef ég gef út nýja bók. Yfirleitt eru skáld ekki viðurkennd meðal Sama fyrr en þau hafa fengið viðurkenningu ann- ars staðar frá. — En ég yrki m. a. um líf samískra kvenna, sem misst hafa öryggi og virðingu hins gamla þjóðfélags, án þess að fá neitt í staðinn í því nýja. Ég get ekki ort um landslag eða hreindýr á meðan ástandið er svona, á meðan ég gæti hugsanlega hjálpað samískum kyn- systrum mínum með þessum ljóð- um mínum. Það er ekki þar með sagt að ekkert annað komist að hjá mér; þetta er bara eins konar meg- instef hjá mér og rauður þráður. Er ekki eitthvað um að Samar skrifi á norsku, finnsku eða sænsku í stað samískunnar? Jú, þeir eru fjölmargir, og margir þeirra hafa orðið virtir og viður- kenndir höfundar, en þá ekki sem Samar; yfirleitt er lítið um samísk einkenni í verkum þeirra. Þetta er þó ekki einhlítt. T. d. er ég mjög hrifin af Ágat Vinterbo; hún er um fimmtugt, læknir að mennt og starf- ar að rannsóknum við Tromso-há- skóla. Fyrir skömmu gerði hún sér skyndilega ljóst að henni hafði ver- íð mismunað, t. d. í starfi, og þá ekki bara sem konu, heldur líka sem Sama. Þetta leiddi til þess að hún fór að skrifa — á norsku, því að samískunni hafði hún glatað á ungl- ingsárum. En málið hjá henni er mjög hljómfagurt og kraftmikið, eins og hún muni eftir sögunum sem amma hennar sagði henni á samísku þegar hún var barn. Hún hefur bara skrifað eina bók, eins konar ferðalag innra með sér, sem enn er ekki komin út, en ég hef lesið hana og finnst hún mjög skemmtileg og örvandi. Ég held hún sé meira að segja líkleg til vin- sælda. — En annars hlakka ég mjög til næstu kynslóðar. Þar hafa börnin fengið kennslu í samísku í skólum og eru miklu frjálsari, ekki eins bundin í hugsun. Ég held að í þeirri kynslóð verði margir góðir rithöfundar og skáld, bæði á sam- ísku og önnur mál. Hús er vél til oð búa í. — Le Corbusier 41

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.