Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 43

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 43
HUGLEIÐING UM MENNTA- SKÓLANN í REYKJAYÍK ATHS.RITN.: Blaðiö tekur enga ábyrgö á yfirhöfnum nemenda. Þaö var ekki fyrir löngu aö ég átti tal við nýstúdent nokkurn úr Menntaskólanum í Reykjavík. Hann var aö velta framtíöinni fyrir sér eins og eölilegt er á þessum aldri. Hann kvað MESTA FRAMTÍÐ vera í einhvers konar samblandi af við- skiptafræði og tölvufræði. Þessi einstaklingur var nýskriðinn úr vél- inni og haföi þessar líka hugmyndir um heiminn í kringum sig. Nú hef ég alls ekkert á móti við- skipta- og tölvuffæði, en af samtal- inu mátti samt augljóslega ráða að maðurinn hafði engan áhuga á þessum greinum á fræðilegum grundvelli, heldur sem tæki til að koma sér fyrir í litlum kassa, þar sem hann yrði öruggur fyrir stóra, ljóta úlfinum. Með þessum tiltekna nemanda og vafalítið hundruðum annarra var búið að brjóta niður allt sjálfstraust og hugmyndaflug með einstreng- ingslegum og úreltum kennsluað- ferðum. Forheimskun hefur alltaf verið til og mun verða til. Hún þrífst með af- brigðum vel í stofnunum eins og M.R. sem hafa að markmiði að ala upp hlýðið og ímyndunarsnautt fólk sem tekur öll sanmndi sem gefin og er of latt og of hrætt til að breyta nokkru þar um. Þegar framtíðarstarfið er svo val- ið, er öruggasta leiðin farin og fjöldanum fylgt. Fólk lokar sig inni í fyrrnefndum kössum og þorir ekki að sýna né fara eftir sínu sanna eðli. Þar kemur ástæðan til svo margra þjóðfélagsvandamála. Óánægja í starfi og einkalífi veldur sprenging- um, — upplausn og leiðmdum. Menntaskólinn er reyndar ekki einn um sökina, heldur er hann eitt síðasta þrepið í mótun einstaklings- ms á viðhorfi til þjóðfélagsins. For- eldrar og grunnskólar eiga mikla sök. Ef þeir ælu upp börnin frjáls og óþvinguð (á jafnréttisgrund- velli), mætti loks fara að huga að breytmgum á menntaskólanum. Barn, sem býr við strangt, lokað og þvingað uppeldi, lokast, sér lífið aðeins sem takmarkanir og fer dauðfegið í framhaldsskóla eins og M.R. þar sem öruggt er að það þarf ekki að gefa neitt af sjálfu sér né hafa sig í frammi á nokkurn hátt, hvorki vitrænt né tilfinningalega, heldur er matað með kjafti og krít kennarans. Brátt hlaðast upp próf og verk- efni sem nemandinn sér engan veginn fyrir endann á, en pínir sig áfram af einskærri hræðslu við að „standa sig“ ekki gagnvart jafnöldr- um, foreldrum og skólayfirvöldum, Emkunnir, sem eru einn hræðileg- asti hlutur skólans, valda óheil-_ brigðri mmnimáttarkend hjá slök- um nemendum, því að námsgeta lýsir ekki persónuleikanum nema að takmörkuðu leyti. Það er sorg- legt að metnaður manna sé allur lagður í flokkunar- og útrýmingar- tækið einkunnir í staðinn fyrir mannleg samskipti sem dæmi. Vandamál Menntaskólans í Reykjavík er hefðin. Hún er að sliga skólann því að það verður ekki endalaust haldið í hið forn- fræga kerfi. Hræðslan við nútímann veldur því að endalaust er haldið og litlu sleppt. Ef M.R. væri Mörður Ragnarsson, maður af holdi og blóði, væri hann sálrænt lokaður og þvingaður, væntanlega yfirmáta stoltur, gamall maður sem í hræðslu sinni við fylgifiska framtíðarmnar reyndi sífellt að halda sínum fyrra glæsibrag. Slík afturhverf virkni veldur algerri stöðnun. Skólinn er gjörsamlega úr takti við nútíma- skóla sem endurskipuleggja starf sitt jafnt og þétt í samræmi við tíðarandann. Stöðnunin kemur m. a. fram í ströngustu mætmgarreglum sem um getur. Valmöguleikum er haldið í algjöru lágmarki og í sumum til- fellum er námsefnið löngu úrelt. Kennsluaðferðirnar miðast við að troða námsefninu án nokkurrar meltingar á sem stystum tíma ofan í nemandann í stað þess að nýta rannsóknarhæfileika hans og eðlis- læga forvitni til að kynna sér náms- efnið sjálfur. Með minni yfirferð og afslappaðri kennsluaðferðum fengi nemandinn dýpri skilning á efninu sem myndi leiða til aukinnar for- vitni og tilhneigingar til að læra meira. Nemandmn á umfram allt að fá FRIÐ til að kynna sér hvað hann raunverulega vill læra, því að aug- ljóst er að rétt ævistarf er eitt stærsta skrefið til hamingjusams lífs. Sumar stofnanir gætu leyft sér að staðna á slíkan hátt, en það er ótækt að stofnun, sem sér um upp- eldislegan þroska fólks, sem á eftir að stjórna landinu og umfram allt að LIFA í landmu, stofni sálarheill bess í slíkan voða. Jóhann E. Matthíasson 43

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.