Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 48

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 48
DÓMSDAGUR 1999. í sjöunda mánuði ársins 1999 mun hinn hræðilegi konungur óttans stíga niður frá himni og vekja hinn mikla konung Mongólanna. Bæði fyrir og eftir þennan atburð munu mildl stríð geisa. Þessi spádómur um þriðju heims- styriöldina er úr bók spámannsins Nostradamusar og var færður í let- ur fyrir rúmlega 400 árum. Heimsendir hefur alltaf vakið óttablandinn áhuga spámanna og alls almennings, hvort sem hann yrði af völdum flóða, frosta, elda eða annarra hamfara, náttúrulegra eða af manna völdum. Spámenn vátíðinda sem þessara hafa verið margir og mismunandi. Þeir hafa verið spámenn fylltir eld- móði trúarbragðanna og þeir hafa verið sjáendur eins og Nostradam- ur og gæddir þeim heillandi en jafnframt hryllilega hæfileika að geta séð fyrir óorðna hluti. Þá eru þeir sem reikna út með hávísinda- legum aðferðum nútímans líkurnar á heimsendi. Þessir menn, sem hafa sér til aðstoðar vísindi eins og stjörnufræði, vistfræði, jarðfræði, loftsteinafræði og jafnvel hagfræði, gefa oft í skyn jafnvel enn meiri hörmungar en þær sem um má lesa í spásögnum fortíðarinnar. Það er líkast með spádómum þessara manna, að þeir eiga margir hverjir að rætast um aldamótin 2000. Að flestra dómi er Michel de Nostredame, sem betur er þekktur undir nafninu Nostradamus, merk- astur dómsdagsspámannanna. Nostradamus var uppi í Frakk- landi á 16. öld og var af virtum Gyð- ingaættum en alinn upp í kaþólskri trú. Var talið að Nostradamus væri beinn afkomandi spámanna Guðs af ætt ísaks, sem áttu að hafa flúið til Rínardals við fall Jerúsalems- borgar árið 70 e. Kr. og tekið með sér leyndardómsfullar ritningar sín- ar. Nostradamus nam læknisfræði við einstaklega góðan orðstír í há- skólanum í Montpellier. Næstu ár- um ævi sinnar eyddi Nostradamus í flakk um Suður-Frakkland, þar sem hann barðist við illskeyttan and- stæðing, bólusóttina. Frábær ár- angur Nostradamusar í baráttunni við pláguna gerði hann að hetju í augum íbúa héraðsins Provence. Settist Nostradamus nú að í Agen nærri Toulouse, stofnaði þar fjöl- skyldu og stundaði lækningar. Þremur árum síðar varð hann að þola alvarlegt áfall þegar eigin- kona hans og tvö börn dóu af völd- um óþekkts sjúkdóms. Einn og yfir- gefinn flakkaði Nostradamus um Frakkland, Ítalíu og Korsíku og spáði fyrir um hluti sem undantekn- ingarlaust virtust rætast. Skemmti- legt atvik kom upp á þegar Nostra- damus var á gangi eftir sveitavegi á ítalíu. Mætir honum þar munkur einn ungur, sem hefur þann óvirðu- lega starfa að gæta svína. Krýpur Nostradamus nú niður í forina og ávarpar munkmn unga: „Yðar hei- lagleiki." Munkurinn heldur skiljan- lega, að þessi maður hljóti að vera bullandi geðveikur! Árið 1585, löngu eftir dauða Nostradamusar, var Felice Peretti, fyrrum svína- hirðir með meira, kosinn Sixtus páfi fimmti. Aðalspádómar Nostradamusar voru gefnir út árið 1555 undir titlin- um Aldirnar. Nostradamur lést svo árið 1566, 66 ára að aldri, og þá orðinn líf- læknir Karls 9. af Frakklandi. Margir hverjir af spádómum Nostradamusar eru huldir í gátum, samlíkingum og orðaleikjum. Einn- ig voru þeir ekki í réttri tímaröð. Að sögn Nostradamusar var þetta vegna þess að hann vildi ekki valda lesendum sínum óþarfa áhyggjum. Almennt hallast menn þó að því að megintilgangurinn með þessu hafi verið að verða ekki ásakaður um galdra og lenda þar með í klóm rannsóknarréttarins. Hörðustu efasemdamenn, sem allt- af sjá einungis eina hlið málanna, líta málið allt öðrum augum. Þeir segja að Nostradamus hafi einungis viljað hrella komandi kynslóðir eða vekja þær til umhugsunar um hugs- anlega þróun alþjóðamála ef ekk- ert yrði aðhafst, Þær hugmyndir hafa einnig komið fram að Nostra- damus kynni að hafa lesið um hina óljósu spádóma véfréttarinnar í Delfí og ákveðið að gera spádóma sína þannig úr garði að túlka mætti þá eftir að kalla hverju sem væri. Jq, ég er nú q biðlista. — Ragnar L Magnason 48

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.