Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 50
Sjálfur telur höfundur að skilaboð
þau, sem felast í mörgum spádóm-
anna, séu ótvíræð.
Spádómuz um eldsvoðann i Lond-
on 1666.
„Blóðs hinna réttlátu mun verða
krafist af London1J
brennt á eldi þrisvar sinnum tutt-
ugu plús tveir.2)
Hin forna kona3) mun falla úr mikilli
hæð
og margar úr sama hópi munu tor-
tímast.1'
1. Margir munu deyja óverðskuld-
að.
2. 3x22 = 66 (1666)
3. St. Páls-dómkirkjan hlaut emmitt
þessi örlög.
Adolf Hitler.
„í fjöllum Austurríkis, við ána Rín,
mun af lágum ættum fæðast
maður, sem mun gera tilkall til
varna Póllands og
Ungverjalands. Og örlög hans
munu aldrei ráðin."
Allar upplýsingar eiga við Adolf
Hitler sem Nostradamus nafn-
greindi reyndar en kallaði fyrir
mistök „Hister".
Sprengjur.
„Það mun verða sleppt lifandi eldi
og dauða
ógnvænlegum mni í glóandi hnött-
um.......
Að næturlagi mun óvinurinn breyta
borgum í
rykið eitt."
Batnandi samgöngur.
„Farsóttum verður útrýmt. Heimur-
inn verður minni
og lengi mun friður haldast. Fólk
mun ferðast
örugglega í gegnum himininn, yfir
land og sjó.
Þá munu stríðin byrja að nýju."
Nostradamus sér greinilega
samgöngumöguleika framtíðarinn-
ar. Friðartímabilið í Evrópu eftir
síðari heimsstyrjöld er hið lengsta.
Þriðja heimsstyrjöld er í vændum.
Spádóminn um hamfarirnar 1999
má túlka sem svo að einhver mong-
ólsk þjóð, líklega Kínverjar, eigi
eftir að ráðast inn í Evrópu og
margir þykjast sjá að með konungi
óttans sé átt við kjarnorkusprengj-
una. Að sögn Nostradamusar yrði
þetta stríðið, sem myndi enda öll
stríð, og í næstu erindum spádóms-
ins lýsir hann hörmungunum: „Blóð
og mannslíkamir munu þekja jörð-
ina."
Með þróun alþjóðamála upp á
síðkastið í huga er ekki erfitt að
ímynda sér framvindu í líkingu við
spádóm Nostradamusar sem valdið
gæti hryllilegum hörmungum. Sem
hugsanlegar ástæður nægir að
benda á ófriðinn í Mið-Austurlönd-
um og gríðarlega fólksfjölgun í
þriðja heiminum.
En ekki er algjör ástæða til að
örvænta, því skv. spádómum
rostradamusar mun eftir þessi
miklu stríð, sem standa munu yfir í
tuttugu og sjö ár, koma betri tíð
með blóm í haga með nýrri al-
heimsskipan og nýjum hugsunar-
hætti.
En því fer fjarri að Nostradamus
sé einn um að spá einhvers konar
hamförum um næstu aldamót.
Margir frægustu spámenn þessarar
aldar, t. d. Jean Dixon og Edgar
Cayce, hafa séð fyrir sér svipaðar
sýnir.
Einna frægastur er þó spádómur
móður Shipton sem var uppi í Eng-
landi fyrir tíma Nostradamusar og
sérhæfði sig í sögu Bretlands í
framtíðinni. Hún virtist hafa ótrú-
lega hæfileika til að segja fyrir um
þróun í löndum eins og Bandaríkj-
unum og Ástralíu, löndum sem Evr-
ópumenn höfðu þá ekki enn fundið.
Einnig gat hún séð fyrir notkun
varnings, sem var ekki ennþá
þekktur í Evrópu, t. d. kartöflna og
tóbaks. Eftirfarandi spádómur var
færður í letur fyrir rúmlega 400 ár-
um.
Konur munu ganga í buxum og
klæðast sem menn og klippa hár
sitt.
Myndir verða lifandi og hreyfast.
Þegar skip munu sem fiskar
synda niðri í sjónum,
þegar mennimir slá út fuglana og
þeysa um himininn,
þá mun hálfur heimurinn, á kafi í
blóði, deyja.
Margir nútímahugsuðir, sem
staðið hafa framarlega í rannsókn-
um á manneðlinu, hafa varpað fram
þeirri kenningu að spádómshæfi-
leikinn, sem andlegir leiðtogar
mannkynsms og menn sem Nostra-
damus bjuggu yfir, eigi rætur að
rekja til óþekktrar líffræðilegrar
uppsprettu.
Telur indverski heimspekingur-
inn Gopi Krishna að mannsheilinn
sé enn að þróast og að með tíman-
um komi fleiri vitundarhæfileikar í
ljós og vitundin víkki út.
Ekki ætlar höfundur þessa grem-
arkorns að leggja neitt mat á þess-
ar fullyrðingar, en það er víst að
það ER skrambimargt skrýtið í kýr-
hausnum.
KOMDUí
KEILU
KEILUSALURINN ÖSKJUHLÍÐ
50