Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 52

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 52
Kastali. i. Það var hávaðarok og tunglið óð í skýjum. Við og við birti upp af völdum þess, en þar á milli var kolniðamyrkur. Frakki J. flaksaðist fram á við í vindinum og stundum var hann hrifinn upp af honum og ýtt áfram. Uppi á hæðinni reis mik- ill skuggi. Þetta var kastalinn sem hann stefndi að. Þarna reis hann upp, aðalbyggingm eins og forn ófreskja sem lá í djúpum svefni; spírur og turnar, síðari tíma viðbót, gáfu kastalanum yfirbragð handar sem benti með teygðum fingrum í átt til himms í þögulli áköllun, ör- væntmgarfullri. Kastalinn var gamall miðalda- kastali einhvers ræningjabaróns eða landeiganda. Byggmgm var svo stórkostleg að J. staðnæmdist þrívegis á leið sinni og virti hana fyrir sér þegar tunglið lýsti, — hrollur fór um hann. Þegar um hundrað metrar voru ófarnir að vindubrúnni, sem lá nú niðri, fór að rigna og eldingu sló niður í ná- grenninu svo snögglega og óvænt að J. hrökk í kút. Meðan hann bisaði við að hneppa að sér frakkanum heyrði hann hnegg og greindi hófatak margra hesta. Um leið var kallað, en J. greindi ekki orðin vegna úr- hellisins. Aftur var hneggjað og nú nær. J. leit við og sá stóran, svartan hestvagn, sem fjórir stæðilegir og sterkir hestar drógu, koma á harða- spretti í átt til sín eftir þorpsgöt- unni. J. vék úr vegi en rann til í aur- bleytunm í vegarkantinum og rann niður hallann ofan í vegarskurðinn. Þegar J. leit upp fór vagninn fram hjá á engu minni ferð og hestarnir frísuðu Q. fannst eins og þeir hlægju að sér). Hófatakið glumdi nú í eyrum eins og smiðjuhamrar og vagnmn þeyttist framhjá líkt og í draumsýn, flaut einhvern veginn til hliðanna og stefndi enn í átt til kast- alans. J. kom fyrir sig fótum og hélt áfram ferð sinni af engu minni áhuga, fýlgdi vagnmum eftir og sá hvernig honum var hleypt inn í kastalann. J. hraðaði för sinni. Loks barði hann á hliðið, blautur og kaldur eftir hrakningana. J. hafði ekki fýrr barið að dyrum en hann heyrði öskur fyrir ofan sig. Hann leit upp og sá mann standa á brjóstvirkinu og baða út höndum meðan vindurinn reif hann og skók til. Hann froðufelldi af bræði og öskraði nánast dýrslega: „Hvað viltu, fíflið þitt?" Svo stökk hann nið- ur. J. fylgdist undrandi og reiður með honum allt þar til hann lenti rétt hjá honum með ógeðfelldu skvamphljóði, en blóð sprautaðist yfir skó og buxnaskálmar J. Dyrnar voru opnaðar rétt í þessu af virðulegum, eldri manni, líklega yfirþjóni, í óaðfinnanlegum kjólföt- um. „Hvers óskar herrann?" spurði hann og lyfti annarri augabrúninni virðulega. J. bjóst til að kvarta vegna framkomu ruddans en um Cure the disease and kill the patient. — Frands Bacon 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.