Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 56
Daisy Hill Punny Farm
Má
bjóða
Snarl?
Spurningar eitthvaö á þessa leið
mátti sjá í nokkrum dagblaðanna
fyrir nokkrum mánuðum. Sá sem
spurði var Gunnar Hjálmarsson,
ungur bankastarfsmaður. Hann rek-
ur útgáfufyrirtækið „Erðanúmúsík11
en það fyrirtæki gaf út fyrir nokkru
safnspólu sem nefnist Snarl. Á
Snarli þessu voru sex hljómsveitir
sem komu þarna á framfæri tónlist
sinni, nokkuð sem annars væri erf-
itt. Fjórar af þessum hljómsveitum
hafa verið áberandi í tónleikahaldi
núna um tíma og þá á ég við S/H
draum (aðalmaður hennar er ein-
mitt Gunnar sjálfur), Daisy Hill
Puppy Farm, Sogbletti og svo
Múzzólíní. Einnig hafa fleiri hljóm-
sveitir verið iðnar við tónleikahald,
svo sem Bleiku Bastarnir, Mosi
Frændi og Blátt áfram.
Margir hafa viljað líkja þessari
grósku við þá bylgju sem gekk yfir
landið í kringum 1980. Það er að
mörgu leyti réttlætanlegt þó hún
hafi verið heldur stærri í sniðum.
En gróskan virðist síður en svo
vera að minnka og hafa Sykurmol-
arnir og velgengni þeirra eflaust
eitthvað að segja í því efni. En fyrst
farið er að minnast á Sykurmolana á
annað borð þá er írafárið í kringum
þá gott dæmi um hræsnina í ís-
lendingum. Sykurmolarnir eru bún-
ir að vera starfandi núna í rúmt ár,
og þar áður voru flestir þeirra í
Kuklinu. Undirritaður fór á hér um
bil hverja einustu Kukltónleika og
sá einnig fyrstu tónleika Sykurmol-
Petta er ekkert undarlegt — hann er með Plútó í sjöunda húsi.
— Jóhonn €. Matthíoss.
56