Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 58

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 58
KRU KRU BRÆ BRÆ og aðrar gamlar nýj ungar Franci* Picabia, Konaii lír eldspýtum, 1920. Olía og álíming. Dadaismi sem hreyfing hófst árið 1916 í Zurich, þegar tveir menn voru að fletta þýsk-franskri orða- bók, en lauk 1922, þegar lítill hópur manna kom saman í Weimar í Þýskalandi og lýsti því yfir að dada væri dautt. Þessum sex árum eyddu dadaistar snilldarlega í bull og vitleysu, og lækkuðu þannig ei- lítið rostann í fortíðinni, um leið og þeir bjuggu í haginn fyrir framtíð- ina. Dadaistarnir urðu manna fyrstir til að berjast kerfisbundið gegn allri tjáningarhefð í listum, gegn öll- um rótgrónum klisjum tungu og handar, penna og pensils. Þeir urðu manna fýrstir til að hafna allri list fortíðarmnar, allri þeirri menn- ingu sem þeir töldu hafa getið af sér „stríðið mikla", fyrri heimsstyrj- öldina. Dadaistar trúðu ekki á neitt; fyrir þeim var ekkert heilagt, — nema maðurinn og sköpunargáfa hans ómenguð. II. Snemma í febrúar 1916 opnaði þýska skáldið og heimspekingur- inn Hugo Ball næturklúbb í Zurich. Næturklúbburinn, sem nefndist „Cabaret Voltaire'j varð fljótt mið- stöð framsækinna listamanna. Voru þeir fengnir til að lesa þar upp ljóð sín, hengja upp myndir, syngja, dansa og flytja tónlist. Brátt fæddist ný listhreyfing, hreyfing sem þurfti nafn. Nafnið fundu Ball og vinur hans Hulsenbeck fyrfr tilviljun í þýsk-franskri orðabók: „dada" (sem þýðir „rugguhestur" á barnamáli). Ári síðar var „Cabaret Voltaire" dottinn upp fyrir, en hreyfingin lifði áfram, m. a. í tímaritinu Dada sem Tristan Tzara ritstýrði. 58

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.