Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 61

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 61
 og tilviljanalist voru ekki algerlega frumlegar. Margt tóku þeir upp eft- ir kúbistum og fútúristum, aðlöguðu það eigin hugmyndum. Klippi- myndir eru t. d. einungis rökræn afleiðing af kúbistamyndum með dagblaðasnifsum. Og stefnuskráin sem bókmenntagrein er fengin frá fútúristum, bæði fyrirbærið sjálft og prentun þess og uppsetning. En dadaistar urðu einnig fyrir áhrifum frá einstaklingum. Vassilíj Kandins- kíj var og er risi í nútímalist, en hafði einkum áhrif á dadaistana með óhlutbundnum myndum, sem hann málaði sumar hverjar ósjálf- rátt. Annar listamaður sem dadaist- ar voru hrifnir af er Paul Klee. Og þetta eru einungis tvö dæmi af mörgum. En enda þótt dadaistar hafi kom- ið fram með fáar mikilvægar, tæknilegar nýjungar, skiptu þeir engu að síður miklu máli í listasög- unni, annars vegar fyrir að breyta hugmyndum manna um list og eðli hennar, og hins vegar fyrir að gera súrrealismann mögulegan og leggja honum til mannafla. Margir dadaistar sneru sér að súrrealisma á 3. tug aldarinnar, og segja má að hann sé einungis rökrétt framhald af dadaismanum (sem er að vísu í eðli sínu rökleysa út í gegn). IV. Dadaismann sem hreyfingu er e. t. v. hægt að tímasetja, en sá andi og sú hugsun sem hann mynd- aðist um hefur alltaf verið til og mun alltaf verða meðan maðurinn lifir á þessari jörð. Þetta eilífa dada er ekki reiði, ekki svartsýni eða hreinræktuð kaldhæðni, heldur kátína og heilbrigður efi, óróleiki og bjargföst trú á að hægt sé að lifa betra, skemmtilegra og fegurra lífi án þess að allar breytingar hafi kyrrstöðu að markmiði. Dada lifir, — ekki bara einhvers staðar úti í heimi, heldur allt í kringum okkur — og í okkur sjálf- um, Það þarf bara að leyfa því að vaxa. BAK Marcel Duchamp, La Paasage de la Vierge á la Mariée, 1912. Olía á striga, 53,5 x 59 cm. Duchamp var eiginlega á undan dadaistum, og kannsld er óviðeigandi að flokka hann til þeirra. En hann var mjög virkur á sama tíma og þeir, og gaf út dadaísk timarit í New York. — Hvað sem þvi líður er þessi mynd i mjög dadaískum anda, og það eru einnig nokkur önnur verk Duchamps frá þvi fyrir 1916. Fræg eru t. d. Nekt niður stíga (kúbískt málverk, 1911) og Uppspretta (þvagskál 1915). Marble-heavy, o bcig full of God. — Sylvici Ploth 61

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.