SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 6
6 27. mars 2011
Eistlendingar komust á spjöld sög-
unnar í apríl 2007 þegar ríki þeirra varð
fyrst til að sæta tölvuárás sem virtist
hafa að markmiði að lama samfélagið.
Helstu skotmörkin voru forsetaemb-
ættið í höfuðborginni Tallinn og þingið,
nær öll ráðuneyti, stjórnmálaflokkar,
þrír af sex stórum fréttamiðlum, einnig
tveir af stærstu bönkunum og fyrirtæki
sem einkum fást við fjarskipti. Beitt
var m.a. svonefndum ruslpósti í gríð-
arlegu magni til að ofhlaða síður svo að
þær hryndu. Stjórnvöld í mörgum lönd-
um og NATO fylgdust vel með því sem
gerðist enda var færni tölvuþrjótanna
meiri en áður hafði þekkst.
Eistlendingar eru aðeins um 1,5
milljónir og enn fátækir þótt framfarir
hafi orðið miklar síðan þeir losnuðu
undan sovéska okinu 1991. Þeir hafa
einnig á síðari árum verið orðlagðir fyrir
færni sína á sviði hvers kyns raf-
eindatækni og netsamskipta, eru og
voru þegar árið 2007 allvel tölvuvædd
þjóð.
Fyrstu viðbrögð þeirra voru að loka
erlendum netsamböndum við þau inn-
lendu kerfi og síður sem urðu fyrir árás-
um og smám saman tókst að ráða við
vandann. Almennt var talið að árás-
araðilinn væri rússneskur þótt erfitt
reyndist að sanna að um skipulagða
árás á vegum stjórnvalda í Moskvu
væri að ræða. Einn maður, úr rúss-
neska minnihlutanum í landinu, var að
lokum handtekinn og dæmdur fyrir að-
ild að málinu. Harðar deilur höfðu stað-
ið milli eistneskra og rússneskra
stjórnvalda vegna þess að ákveðið var
að flytja úr miðborg Tallinn minn-
ismerki frá sovétskeiðinu um óþekkta
rússneska hermanninn, styttu sem
Eistlendingar kölluðu flestir „Óþekkta
nauðgarann“.
Tölvuárásin mikla á Eistland 2007
Frá Tallinn, hinni fornu höfuðborg Eistlands.
F
yrstu fallbyssurnar voru ekki burð-
ugar, þær drógu ekki langt og voru oft
hættulegri þeim sem stóðu aftan við
hlaupið en framan við það. En þær
urðu afkastameiri og að lokum byltu skotvopn-
in stríðsrekstri um allan heim. Seinna komu til
kjarnorkusprengjur og aðrar gerðir gereyðing-
arvopna. Nú er ný vídd að opnast: samræmdar
og þrauthugsaðar tölvuárásir þar sem mark-
miðið er að láta heil samfélög hrynja, verða
óstarfhæf og þá um leið hervarnir þeirra.
Margir Serbar mótmæltu loftárásum Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, árið 1999 á stöðvar
serbneska hersins í Kosovo með því að senda
þúsundir tölvuskeyta til aðalstöðvanna í Bruss-
el, álagið var nærri búið að sliga kerfið. En stóra
árásin á tölvukerfi Eistlands 2007 var viðvörun
sem hreyfði við mörgum í Brussel, sumir sögðu
að um eins konar „rennsli“ hefði verið að ræða
fyrir geysimikla árás síðar á stórt land, jafnvel
sjálft risaveldið í Vesturheimi. Ekki er víst að
þrjótarnir hafi verið svo stórhuga.
Fullyrt er reyndar að Ísraelar og Bandaríkja-
menn hafi í fyrra gert út orm, Stuxnet, sem hafi
komist inn í tölvukerfi í kjarnorkutilrauna-
stöðvum Írana og valdið þar miklum spjöllum.
Kalla má þetta eins konar fyrirbyggjandi stríð;
markmiðið er að koma í veg fyrir að Íranar geti
smíðað kjarnorkuvopn á laun.
Í aðalstöðvum NATO hefur síðustu árin verið
unnið ákaft að því að skipuleggja varnir sem
dugi til að takast á við víðtækar tölvuárásir.
Kannaðar eru fyrst og fremst leiðir til að verja
mikilvægar samskiptaleiðir og upplýs-
ingaveitur.
Blaðamaður var í heimsókn hjá NATO fyrir
skömmu og hitti m.a. Suleyman Anil, tyrk-
neskan verkfræðing sem starfaði árum saman
við upplýsingatækni en stýrir nú þessu starfi er
heyrir undir deild sem hugar að hernaðar-
ógnum sem muni steðja að í framtíðinni.
Hætturnar eru stöðugt fyrir hendi. Gerð eru
daglega hundruð tölvuárása á skrifstofur NATO,
þær misheppnast allar eða flestar, við verðum
að taka það trúanlegt að svo sé. En líklega gera
fórnarlömbin ekki mikið af því að auglýsa töpin
þegar þau verða. Hvarvetna í aðalstöðvunum er
reynt að verjast veirum og öðrum ófögnuði og
vara starfsfólk við. Anil segir að tímamót hafi
orðið í starfinu 2002 þegar leiðtogar bandalags-
ins samþykktu að hvetja NATO til að efla tölvu-
varnir sínar.
Berskjölduð samfélög
Samfélög eru nú svo tölvuvædd að þau geta ekki
virkað án tölvukerfa en jafnframt eru þau ótrú-
lega berskjölduð fyrir árásum. Lítil þúfa, í þessu
tilfelli spellvirki með afburða tölvuþekkingu,
getur velt hlassinu, valdið geysilegu tjóni á sama
hátt og kjarnorkusprengja sem springur í miðri
höfuðborg. Háttsettur starfsmaður bandalagsins
sagði að teknar hefðu verið grundvallarákvarð-
anir á Lissabon-fundi aðildarríkjanna í fyrra um
skipulag varna gegn tölvuárásum, m.a. hvenær
og við hvaða aðstæður skyldi senda teymi sér-
fræðinga til hjálpar ef aðildarríki yrði fyrir árás.
„Nú er viðurkennt að tölvuárásir eru meðal
mestu ógna sem bandalagsríkin þurfa að kljást
við á næstu árum og varnir gegn þeim verði að
vera þáttur í varnarstefnunni og upplýsinga- og
eftirlitsbúnaði sem notaður er til að koma í veg
fyrir að skyndiárás heppnist,“ sagði hann. „Við
þurfum að vera búin undir samræmdar árásir
sem gætu ekki bara grafið undan samfélaginu í
efnahagslegum skilningi heldur einnig gert her-
varnir þess mun veikari en ella.“ Þegar svo sé
komið sé ljóst að 5. greinin í sáttmála NATO um
að árás á eitt ríki sé um leið árás á öll ríkin geti
orðið virk.
Í nútímahernaði er aldrei hægt að miða ein-
göngu við að verjast árás, fyrirbyggjandi að-
gerðir eru oft óhjákvæmilegar ætli menn ekki að
láta taka sig í bólinu. Hann var spurður hvort
rætt hefði verið um að NATO skipulegði gagn-
árásir eins og virðist vera tilfellið varðandi Stux-
net-orminn fræga. Á jafnvel að reyna að refsa
árásaraðila, hvort sem hann er ríkisstjórn eða
um einkaframtak að ræða?
„Vonandi duga varnirnar og sé um að ræða
árás sem virðist ógna tilveru samfélagsins hefst
samstundis ferli samráðs milli ríkjanna. En það
náðist ekki eining um að setja inn ákvæði um
heimild til gagnrárásar,“ svaraði hann.
Sprengja
úr net-
heimum
Tölvuárásir eru
að verða ógn við
öryggi ríkja
Atlantshafsbandalagið ver miklu starfi í að finna varnir gegn netárásum sem geta sundrað innviðum heilla samfélaga.
Vikuspegill
Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Suleyman Anil, yf-
irmaður varna gegn
tölvuárásum hjá Atl-
antshafsbandalag-
inu: „Tölvustríð getur
orðið mikið hnatt-
rænt vandamál
vegna þess að þann-
ig árás er hættulítil
[fyrir árásaraðilann],
kostar lítið, hefur
mikil áhrif og auðvelt
að beita henni um all-
an heim. Um er að
ræða vopnabúnað
sem er nánast full-
kominn og enginn
getur hundsað.“
Hnattrænt
vandamál